Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 93

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Side 93
Ritgerð Jörstads eru í alla staði áreiðan- lcg heimildarrit um íslenzku sveppaflóruna, og mikilvægt tillag til rannsókna í íslenzkri grasafræði. Því er okkur skylt að minnast Ivars Jörstads með virðingu og þakklæti fyrir það, sem hann hefur fyrir okkur gert. H.Hg. John H. ISurnctt: The Vegetation of Scot- land. — Edinb. and London, 1964. (614 bls.) Þetta cr mikið rit, skrýtt fjölda ljósmynda, korta og gróðurteikninga. Ýmsir færustu grasafræðingar Skota hafa hér lagt hönd á plóg. Aðalritstjóri verksins er J. H. Burnctt grasafræðingur við háskólann í Newcastlc upon Tyne, og ritar hann formála og sögu- legt ágrip gróðurrannsókna á Skotlandi. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um skilyrði gróðursins, þ. e. a. s. loftslag og jarðveg. Er einkuin jarðvegskaflinn mjög ýtarlegur og stórfróðlegur. Meginhluti bókarinnar er svo um hina ýmsu gróðurflokka. Þar ritar C. H. Gimingham um strandgróður (maritime and sub-maritime communities), D. N. Mc- Vean um skóg- og runnagróður (woodland and scrub), J. King og I. A. Nicholson rita um graslendi skógabeltisins og lágfjallanna (grasslands of the forest and sub-alpine zo- nes), C. H. Gimingham ritar um runnheiði (dwarf shrub heaths), A. J. Brook um plöntusvif í skozku vötnunum (phytoplanc- ton of the scottish freshwater lochs), D. H. N. Spence ritar um hinn stórvaxnari gróð- ur þessara vatna (the macrophytic vegeta- tion of freshwater lochs, swamps and asso- ciated fens), D. A. Ratcliffe skrifar um inýragróður (mires and bogs) og loks rita þeir McVean og Ratcliffe nokkra smákafla um hálendisgróður (the montane zone) og dreifingu gróðurlenda eftir landshlutum (regional patterns of vegetation). Af þessari upptalningu má sjá, að hér er um að ræða ýtarlegt og vandað verk um skozkan gróður, og hygg ég að fáar þjóðir geti nú státað af jafngóðu yfirlitsverki um það efni. Skotland er nú orðið harla þéttbýlt land, og því er upprunalegur gróður orðinn þar sjaldséð fyrirbæri. Með okkar landi á það sameiginlegt að skógum hefur verið útrýmt, og beitin setur svip á allan núverandi gróð- ur, og hefur cfalaust mótað hann að veru- legu leyti. Allur suðausturhluti landsins er að heita má samfellt ræktarland, en þar munu áður hafa verið eikiskógar. í gróðurrannsóknum hafa Skotar, og þá einkum þeir Burnett og McVean, mótað sinn eigin skóla, sem hefur tekið það bezta úr brezka ekológíuskólanum, en jafnframt orðið fyrir sterkum áhrifum frá skandinav- ískum grasafræðingum og gróðurgreining- um Svisslendinga. Hvgg ég að við íslendingar gætum margt af þeim lært í þessu efni. Við óskum frændum vorum á Skollandi til hamingju með þetta merka rit. H.Hg. TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFR/EÐI - FlÓra 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.