Félagsbréf - 01.01.1958, Qupperneq 29

Félagsbréf - 01.01.1958, Qupperneq 29
FELAGSBREF 19 upp með, og í fornum bókmenntum þjóðarinnar. Kraftur, kynngi og rammur safi málsins var honum runnið í merg frá upphafi eins og sjálf skáldgáfan, eiginlega einn þáttur hennar og ef til vill sterkasti þátturinn. Hann unni málinu heitt, af ástríðu. Tilfinning hans fyrir fögru máli var ákaflega næm og vakandi alla tíð, enda var hann óþreytandi að safna og geyma í minni orð og setningar í riti eða mæltu máli, sem honum þótti veigur í vera og með snilldarbragði. Það mun rétt vera, að hann væri á yngri árum fullgjam á að komast sérkennilega að orði og var honum þetta metið til sérvizku og skorts á góðum smekk, enda var því óspart á loft haldið af ritdómurum. Hitt er jafnvíst, að í síðari ritum hans ber lítið á slíkum agnúum. Annars skyldi enginn furða sig á því, þótt nokkurt flýtisbragð væri á sumu sem hann ritaði, þegar þess er gætt, hversu aðstæðum hans var háttað og hve mikilvirkur hann var. Guðmundur lagði frá unga aldri mikla stund á ræðulist, mælsku, enda ágætlega máli far- inn, svo að ég ætla, að honum yrði aldrei orðs vant. Hann var snemma og um langa hríð mjög eftirsóttur ræðumaður og á þeim vettvangi hlaut hann mikið orð og hylli fjölda manna víða um landið, allt frá því er hann „ferðaðist á kjaftinum kring um landið“ eins og hann orðar það, árið 1896, og fram á elliár. Þá var hann óþreytandi að skrifa greinar í blöð og tímarit um alls konar efni og lenti af þeim sökum og líka vegna ræðuhalda sinna í ritdeilum og þjarki. Og allt voru þetta hjáverk frá búskap og skáldskapnum sem reyndar var líka hjáverk. Ég skal ekki orð- lengja um þetta, vitna aðeins í ritsafn hans. Um fyrirlestrana, sem þar eru prentaðir, er vert að geta þess, að þeir gefa eng- an veginn fulla hugmynd um orðsnilld Guðmundar í ræðustól, því oftast flutti hann þá af munni fram, studdist lítt við hand- rit, ef það var þá nokkurt til fyrr en eftir á. Guðmundur var eins og margir beztu rithöfundar vorir mað- ur sjálfmenntaður. Þótt hann sætti allmiklum aga af hálfu ritdómara sem skáld og rithöfundur, ætla ég að hann yrði einnig þar sjálfum sér drýgstur kennari, enda las hann jafnan mikið, kunni t. d. góða grein á öllum helztu höfundum á Norðurlönd- um frá um 1870 a. m. k. og vitanlega hefur honum að haldi komið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.