Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 20
18 FÉLAGSBRÉP ferðast svona mér til skemmt- unar og varla hafa annað en angur af því — sem eg get þó með sanni sagt, að því leyti, sem allt minnir mig á liðna og horfna sælu. Þú getur ímynd- að þér það, hvort flest muni ekki minna mig á hana, þar sem við vorum saman daglega yfir heilt ár. Og að hugsa nú til þess að sjá hana aldrei framar. „Eg veit öngvan meiri harm“, segir ítalskt skáld, „en að muna horfna sælu á tíma eymdarinnar", og eg get sam- sinnt því fullkomlega af þungri reynslu. Lífið var orðið mér svo létt og blítt, en hvernig er það nú? Eg ráfa einmana um eyðimörku kalda og dimma; enginn vindblær megnar að lífga mig; engin skíma megnar að gleðja mig. Einhver gröf á leið minni er ætluð mér; mig hryllir að sönnu ekki við henni, en eg hlakka ékki' heldur til hennar. Eg vek upp hugsanir mínar aftur og aftur og veit varla hvað eg segi; en það sýn- ir þér líka hvernig eg er; mig vantar allt fjör í sálunni, það er dautt af löngum trega. Þess vegna geta ekki tilfinningarn- ar snúizt í orð — nema þegar snöggleg örvinglun kemur yfir mig og þrengir svo að brjósti mínu, að það getur ekki orða bundizt, þó eg hafi öngvan að tala við. Þó eg reyni til að gera eitthvað — skrifa eitthvað — sem vit á að vera í, þá getur það ekki haldið niðri tilfinn- ingum mínum, nema litla stund, og aldrei meira en haldið þeim niðri. Þegar bezt lætur, þá finn eg þó alltaf sárleika saknaðar- ins eins og á botni hjarta míns. — En eg þreyti þig á þessu, Stefán minn góður! fyrirgefðu mér það! Þú geldur þess, að þú ert vinur minn — og þú ert þá eitthvað umbreyttur frá því, sem þú varst, ef þú tekur ekki þátt í raunum mínum, eins og sannvinur. Þú trúir þó varla, getur varla gert þér í hugar- lund, hvað miklar þær eru. Nú skil eg hvað það er, sem verð- skuldar að heita helstríð". Móðir Konráðs dó einnig á þessu ári, en Konráð unni henni mjög. Þegar Konráð kom aftur til Hafnar, sökkti hann sér niður í erfiði, og nú reyndust íslenzk fræði honum gleymska meina og raunabót. í upphafi árs 1847 er hann í hópi þeirra, sem stofnuðu „Hið norræna bókmenntafélag (Nordisk lit- eratur samfund) og sá um út- gáfu nokkurra íslendingasagna

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.