Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 25
FELAGSBREF 23 En ef þér hlotnaðist sú vegsemd að sitja í einhverju stjórnarráði, fyndist þér þú kominn svo hátt frá jarðarkrílinu, að þú hættir að sjá það. Og hann rak upp roknahlátur svo að skeggið hristist. Zípýsliev var skeggi vaxinn frá kinnbeinum langt niður á háls, og þegar hann hló, fóru bylgjur um þetta skegghaf, og augun lýstu kankvíslega upp úr skeggþykkninu. -—• Um daginn fór ég til stjórans, liélt Píotr áfram, en svo nefndi hann framkvæmdastjóra flokksins í héraðinu, til þess að bera mig upp við liann. Hvernig ætlið þér eiginlega að fara með okkur? Okk- ar fólki mundi finnast því skömm til gerð að þurfa að breyta áætl- uninni í þriðja sinn. Við verðum að rækta liör, og til þess ætlum við frjósamasta liluta jarðarinnar. Við liöfum fengið okkuf jfullsadda af tilraunum, bæði með kanínur og eins með að breyta akurlendi í tún. Miklum starfskörftum hefur á þann liátt verið sóað til einskis. Af því hlauzt brauðþurrð, og það var síður en svo ríkinu í hag. Leyfið okkur að fikra okkur áfram með nýræktina. Við gætum fallizt á tíu, tuttugu hektara, fyrst um sinn. Heppnist það vel, færum við auð- vitað út kvíarnar. Það ríður á að reisa sér ekki hurðarás um öxl. — Kemur ekki til mála, segir hann, áætlunin verður að standast. Alla nýbreytni verður að framkvæma af atorku. — Atorka er góð, segi ég, en munið, að við búum á norðlægum slóðum og okkur skortir vinnuafl og jörðin þarf sitt. Við skulum gefa fólkinu tíma til að átta sig. Lenin sagði, að fólkið ætti að læra að meta kosti nýjunganna af reynslunni. En hann svarar aðeins: — Þú gerir eins og fyrir er lagt. Við reyndum að stappa í þig stálinu, þegar við komum á samyrkju- búskapnum, og nú kemur í þinn hlut að stappa stálinu í fólkið og koma stefnu flokksins í framkvæmd. Þið eruð „lyftistengur“ okkar út um land. Og meðan hann lætur móðan mása, ypptir hann öxlum í uppgjöf. Hann á lieldur ekki sjö dagana sæla. En hann &r ekki lipur. Annaðhvort skilur hann ekki, hvað flokkurinn ætlast til, eða þá að hann óttast flokkinn. — Andrúmsloftið er óþolandi, sagði Stúkin til útskýringar og tók aftur upp greiðuna. — Nei, hann á ekki sjö dagana sæla, og það er hætta á að hann missi stöðuna, sagði Zípýshev. Hann hefur skakka framkomu og er alltof strangur. Hann tekur allar ákvarðanir sjálfur án þess að skeyta hið minnsta um álit annarra. 1 hans augum er fólk aðeins „lyftistengur“. En mér virðist að þetta sé einmitt það sem kallað er skriffinnska. Þegar hann er á fundum með okkur, horfir hann yfir söfnuðinn úr

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.