Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 32
30 FÉLAGSBRÉF og sagði sömu orðin á sama hranalega hátt og flokksritarinn var van- ur að viðhafa, þegar hann setti slíka fundi. — Allir mættir? Þá byrjum við. Þessi orð höfðu sömu áhrif og stutt hefði verið á töfralinapp. Allt í stofunni varð ókennilegt, bæði menn og munir, jafnvel andrúmsloftið. Stjúkin og Konóplev stigu varfærnislega eitt skref frá borðinu. Píotr Kúsmits sat kyrr en lagði frá sér segldúkskápuna. Menn urðu strangir og alvarlegir á svipinn eins og menn sem ein- beita sér að einhverju leiðinlegu en mikilvægu, gamalkunnugu en þó hátíðlegu. Sviðið hafði flutzt yfir í annarlegan heim, þar sem þessir óbrotnu og vingjarnlegu menn voru ekki eins og þeir áttu að sér. — Allir mættir? endurtók Zípýshev og leit yfir viðstadda eins og þeir væru lieill mannsöfnuður. En í raun og veru var hér aðeins um að ræða fimm persónur. Fjósa- meistarinn, Stepan Zípýshev, reyndist vera ritari flokkssellunnar. Hann hafði verið kjörinn í þessa stöðu að tilmælum héraðsstjórn- ar. Zípýshev var upp með sér af þessu og gerði sér far um að leika hlutverk sitt sem bezt hann kunni. En þar eð liann skorti nauðsyn- lega reynslu, reyndi hann að líkja eftir héraðsstjóranum í einu og öllu. Einstaka sinnum sá hann þó sjálfan sig í spaugilegu ljósi, en öll fyrirmæli framkvæmdi hann bókstaflega og út í æsar, allt saman af ótta við að gera einhverja skyssu. Það hefði áreiðanlega komið sér betur, ef liann hefði ekki verið alveg svona ákafur. Flokksleiðbeinandinn sem var viðstaddur kjör hans gerði þessa gamansömu athugasemd: — Félagi. Zípýshev hefur góða kosti, en einnig vissa galla, sér í lagi þann, að liann er skeggjaður . . . Zípýshev tók þetta alvarlega og ákvað með sjálfum sér að láta raka af sér skeggið strax og hentugt tækifæri byðist. Hinn einhenti Píotr Kúsmits reyndist vera ráðsmaðurinn á sam- yrkjubúinu. Ivan Konóplev var, eins og fyrr er getið, verkstjóri akuryrkju- manna og Stjúkin var birgðastjóri. Það voru því engir óbreyttir samyrkjubændur í flokkssellunní, því að kennslukonan taldist þar á ofan til menntastéttar, enda þótt hún væri komin af alþýðufólki þar í þorpinu, væri launuð af stjórn búsins, og ætti allt sitt undir geðþótta hennar.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.