Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.10.1958, Blaðsíða 49
PÉLAGSBRÉF 47 En nú virðist öll ljóð uppáhaidsskálda SAM vera í ætt við þessa gömlu stöku, sem er frá vikivakaöldinni og þá eitt það lélegasta, sem þá var kveðið: Hér liggja Eyja og Meyja, báðar mínar skemmumeyjar, gekk ég upp á gullskærum móður minnar, skaktu þig, skaktu þig Skurbeinn. Einn muntu sofa í nótt, og svo mun ungi kóngurinn verða. Slíkur er kveðskapurinn, sem nú er reynt að troða inn í þjóðina, þó hún hafi litla lyst á, og vinna þar margir ötullega að. Jóhannes úr Kötlum flutti nýlega útvarpserindi, þar 'sem hann tók upp hanzkann fyrir atómkveðskapinn. Kvað hann svo að orði, að sá skáld- skapur væri „uppreisn gegn kveðskap þeim, sem ekkert sér nema formið“. Jóhannes úr Kötlum gerði fyrir mörgum árum uppreisn gegn sjálfum sér. í fyrstu ljóðabók sinni orti hann undir dýrum háttum og gat háttar- ins við hvert ljóð, auk þess sem hann átti þar háttalykil, mikinn og vel gerðan. Síðar fór hann að yrkja háttlaust, og þá hætti alþýða manna að lesa og læra Ijóð hans. Og mér er spurn? Hverjir kunna utanbókar heil kvæði háttlausu skáldanna? Ég má ekki fjölyrða meira um þetta í stuttu bréfi. En ég kemst ekki hjá að segja að lokum, að eftir að útvarpið er búið að kynna þenna nýja >,tjasl“-kveðskap og höfunda hans í viðbót við Birting, Stefni og fleiri tímarit, svo að þar sést vart rímaður kveðskapur, — og ungskáldin sjálf lýsa því yfir, að mjög fáir vilji kaupa framleiðslu þeirra, þá er það hreinn bjarnargreiði við hina ljóðelsku, íslenzku þjóð, að eitt fjöllesnasta tíma- ritið, — Félagsbréf AB — með höfuðskáld landsins að bakhjarli, skuli segja við hana: „Þetta skal í ykkur samt“. J. ó. P. Oss er mikil ánægja að sérhverju bréfi, er vér fáum frá lesendum. Mun tímaritið sem oftast birta slík bréf eða kafla úr þeim, og gildir einu, hvort vér erum sammála efni þeirra eða ekki. Vér erum t. d. mjög ósammála framanskráðu bréfi, að því er snertir ljóð þau, sem um er rætt, og mun því efni verða gerð nánari skil hér í ritinu síðar. — Ritstj.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.