Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1995, Blaðsíða 11
AFMÆLI Hólmvíkingar settu upp vegskilti sem sýnir hve stutt er til vinabæjar Raufarhafnar. Viö skiltiö standa sveitarstjórarnir í Hólmavíkurhreppi og í Raufarhafnarhreppi, þeir Stefán Gislason, til vinstri, og Gunnlaugur Júlíusson, til hægri á myndinni. Ljósm. Björk Jó- hannsdóttir. bátar til Raufarhafnar og kvóti sveit- arfélagsins þar með aukinn um 50%. Það er orðið svo að kvótastaða í dæmigerðum sjávarþorpum eins og Raufarhöfn er ræður miklu um liver framtíðarþróun verður hjá sveitarfé- laginu. Tryggt atvinnuástand og nægjanleg vinna gerir fólki kleift að taka ákvörðun til framtíðar um bú- setu á staðnum og byggja þar upp framtíð sína. Því er það eitt af for- gangsverkefnum forsvarsmanna í sveitarstjórn og útgerð á hverjum tíma að treysta undirstöðu atvinnu- lífsins á þann hátt sem hagfelldastur er. Enda þótt rekstur útgerðarfyrir- tækja og frystihúsa hafi verið með nokkrum sveillum í áranna rás, eins og gengur, þá blasa nú við áhuga- verð og spennandi verkefni sem eiga að tryggja enn frekar stöðu fyrir- tækja hér á Raufarhöfn og getu þeir- ra til að skapa atvinnu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Atvinnuleysisdraug- urinn er á hinn bóginn alltaf á næsta leiti og það er og mun ætíð vera eitt helsta verkefni sveitarstjóma að kljást við hann. Afmæli sveitarfélagsins Raufarhafnarhreppur hefur haldið upp á afmæli sveit- arfélagsins á margvíslegan hátt. A hátíðarfundi sínum hinn 7. janúar, er liðin voru 50 ár frá fyrsta hreppsnefnd- arfundi Raufarhafnarhrepps, ákvað sveitarstjómin, eins og áður segir, að markvissar áherslur í umhverfismálum yrðu eitt af forgangsverkefnum sveitarfélagsins á kom- andi árum. Undir það falla auk sorphirðumála útlit og fegrun þorpsins, fræðsla í grunnskólanum og meðal starfsmanna hreppsins um umhverfismál, uppsetning spilliefnamóttöku og annað er þessum málaflokki til- heyrir. Mikil og almenn hreyfing er meðal íbúa hrepps- ins um að fegra og snyrta umhverfi sitt. Hús hafa verið máluð, umhverfi þeirra snyrt og óþarfa drasl fjarlægt. Afmælishátíðin sjálf var haldin dagana 21.-23. júlí. í tengslum við hana var ráðist í gerð kvikmyndar sem á að fjalla um mannlíf á Raufarhöfn með eilítið krydduðu ívafi. Örn Ingi Gíslason á Akureyri skrifar handrit og leikstýrir kvikmyndinni en Samver hf. annast alla tækni- vinnu. Fyrri hluti hennar var frumsýndur á hátíðinni. Hingað komu á afmælisdaginn sendiherra Rússlands og frú og fulltrúar danska, franska og sænska sendiráðs- ins. Tilgangurinn með því að bjóða þeim var að gefa þeim kost á að kynnast mannlífi og hátíðahöldum í nyrsta sjávarþorpi á Islandi sem liggur rétt fyrir sunnan heimskautsbaug. Klukkan 17.00 föstudaginn 21. júlí komu um 120 Hólmvíkingar á hátíðina og höfðu þeir safnast saman fyrir utan þorpið og gengu fylktu liði til Raufarhafnar að félagsheimilinu Hnitbjörg þar sem Raufarhafnarbúar tóku á móti þeim. Var þetta tilkomumikil sjón þar sem margir Hólmvíkingar voru mjög skrautlega búnir. Má þar nefna Karíus og Baktus og Línu langsokk sem vöktu mikla hrifningu meðal unga fólksins. Fyrir þessum tveimur vinabæjafylkingum gengu tveir svartklæddir menn, skuggalegir mjög, en þeir voru persónugervingar þessara tveggja hreppa. „Hólmavíkurhreppur“ bar svarta tösku, stóra og umfangsmikla, sem að sögn innihélt góð- ar gjafir. Undirritaður varð kátur mjög og taldi að þarna væri sveitarsjóður Hólmavíkurhrepps kominn en það var ekki alveg svo gott heldur það næstbesta, ein flaska af „Bjartur í sumarskapi", vestfirskur galdrastafur og það sem mesta þörfin var á, svartur fáni með gulum mána og sól. Enda ekki lítil þörf þar á því veður var drungalegt, lítið hughreystandi. Að móttökunum loknum var Hólmvíkingum boðið í heljarinnar grillveislu í grunnskólanum. Voru menn að vonum ánægðir með hana þar sem ferðalagið var langt og síðasti kílómetrinn kaldur og vindasamur. Klukkan 11.00 laugardaginn 22. júlí lenti flugvél Flugmálastjómar með forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, forsetaritara, Svein Björnsson, og sam- gönguráðherra, Halldór Blöndal. Um leið og flugvélin snart jörðu braust sólin fram og gaf fögur fyrirheit um sólríka daga. Sannaðist þar það sem oft hefur verið sagt að forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, fylgi 20 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.