Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 58
UMHVERFISMAL Meðhöndlun grænmetis- og ávaxta- úrgangs frá höfuðborgarsvæðinu Harpa Birgisdóttir, nemi í umhverfisverkfrœði I grein þessari er fjallað um verkefni sem undirrituð vann fyrir tilstuðlan Sorpu bs. sum- arið 1996. Verkefnið var hluti af námi í um- hverfisverkfræði við Danntarks Tekniske Universitet og unnið undir leiðsögn Jens Christians Tjell, dósents í efnaverkfræði við Institut for Miljóteknologi. DTU. Tilgangur verkefnisins var að athuga ntöguleika á með- höndlun grænmetis- og ávaxtaúrgangs sem fellur til frá verslunum og innflutningi á höf- uðborgarsvæðinu. Astæður fyrir sérstökum áhuga á at- hugun á úrbótum í nteðhöndlun grænmetis- og ávaxtaúr- gangs voru m.a. þær að álitið var að slíkur úrgangur félli til í miklu ntagni á höfðuðborgarsvæðinu, úrganginn mætti auðveldlega flokka frá öðrum úrgangi og miklir möguleikar væru á endurvinnslu hans í stað urðunar á sorphaugum eins og tíðkast hefur hingað til. Niðurstaða verkefnisins var að þrjár endurvinnsluaðferðir koma til greina fyrir höfuðborgarsvæðið: þurrfóðursvinnsla í graskögglaverksmiðju, votfóðursvinnsla í kjötmjöls- verksmiðju og lágtæknijarðgerð í múgum. Hagkvæmni þessara aðferða eru bomar saman í greininni. Sérstæðar aöstæöur í fámennu og dreif- býlu samfélagi I áranna rás hefur reynst erfitt að koma á haldbærum endurvinnslukerfum í fámennum og strjálbýlum samfé- lögurn. Endurvinnsla hefur einfaldlega ekki þótt borga sig. Astæða þess er tvíþætt. Við þessar aðstæður er ann- ars vegar um lítið magn úrgangs að ræða og hins vegar um lítinn markað fyrir framleiðsluvöruna. Segja má að Islendingar hafi vanist því að líta á sig sem fámenna þjóð með stórt landsvæði og því haft urðun alls úrgangs á sorphaugum verið látin viðgangast. Viðhorf stjórnvalda og almennings hafa breyst hin síðustu ár. A höfuðborgarsvæðinu búa nú um 64% þjóð- arinnar og kallar það á aukið landrými til sorpurðunar. Gera má ráð fyrir áframhaldandi útþenslu byggðar, þannig að svæði sem til skamms tíma voru utan byggðar eru nú að verða þéttbýlissvæði. Þar sem takmarkað byggingarland er til ráðstöfunar er mikilvægt að draga úr urðun og auka endurvinnslu, því reynslan sýnir að sorpurðunarstaðir eru óvinsælir í nágrenni íbúðarbyggð- ar, jafnvel þótt unnt sé að sýna fram á óveru- lega mengun og óþægindi. Yfirvöld á höfuð- borgarsvæðinu, sem og víðar um landið, eru nú orðin meðvituð unt þau vandamál sem fylgja sífelldri aukningu á sorpmagni og þar af leiðandi aukna þörf á skipulagningu í úr- gangsmálum. Einnig er umhverfisvitund al- mennings vaxandi, sem kemur t.d. fram í tíð- ari mótmælum nágranna þegar rætt er um staðarva! fyrir sorpurðun. Menn geta því ekki og vilja ekki lengur nota afsökunina um fámenna þjóð með óþrjótandi landsvæði til sorpurðunar. Stefna stjórnvalda í úrgangsmálum er að draga úr magni sorps til endanlegrar förgunar um 50% á tímabil- inu 1992-2000 m.a. með aukinni endurvinnslu og minni notkun umbúða. Umhverfisráðherra skipaði starfshóp til þess að kanna úrgangsmyndun, sorphirðu og meðferð spilliefna og gera framkvæmdaáætlun í umhverfis- og þróunarmálum. Niðurstaða starfshópsins var m.a. að vinna verði löggjöf á sviði sorpmála, en sú leið hefur verið valin alls staðar á Norðurlöndunum að Islandi und- anskildu. Við eigum ennþá langt í land til að ná þessum markmiðum stjómvalda ef litið er á það magn sorps sem urðað var á höfuðborgarsvæðinu. A fyrstu þremur árun- um, 1992 til 1995, tókst einungis að minnka magn urð- aðs sorps á höfuðborgarsvæðinu um tæplega 5%. Um verkefnið Verkefnið var unnið að frumkvæði Sorpu, en engin lög eða reglur í landinu kveða á um að hætta skuli urðun lífræns úrgangs (og þar með urðun grænmetis- og ávaxtaúrgangs). Tilgangur verkefnisins var að athuga hvort og þá hvaða aðrir möguleikar væru fyrir hendi, sem bæði væru umhverfisvænir og fjárhagslega hag- kvæmir. Við vinnslu verkefnisins var því lögð áhersla á að finna einfaldar aðferðir sem krefðust lítillar fjárfest- ingar í tækjabúnaði. Við það fæddist hugmyndin um að nota þekktar aðferðir og aðstöðu sem fyrir hendi er á höfuðborgarsvæðinu til endurvinnslu úrgangsins. Þegar byrja átti á verkefninu lágu engar tölulegar upp- lýsingar fyrir um magn, samsetningu og meðhöndlun líf- ræns úrgangs sem fellur til frá fyrirtækjum í matvælaiðn- aði, innflutningi og verslun í landinu. Undirrituð ákvað 5 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.