Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 17
VERKASKIPTING RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA mönnum sem ráðuneytið efndi til er samningarnir voru undirritaðir við athöfn að Borgartúni 6 í Reykjavík 3. janúar og „það er ekkert smáræði sem sveitarfélögin eru að styrkja sig með þessari yfirtöku," bætti hann við. „Við teljum það henta skjólstæð- ingum okkar betur að fatlaðir séu ekki einangraður hópur heldur í hópi almennra borgara sem njóti þjónustu með svipuðum hætti og aðrir," sagði Einar Njálsson, bæjar- stjóri á Húsavík, við þetta tækifæri. Hann kvað barnaverndarnefndir hafa verið sameinaðar í tvær í Þing- eyjarsýslum og að stefnt væri að sameiginlegri félagsmálastofnun fyrir alla sýsluna. „Reynslan er sú að þá eru starfsmennirnir ekki að bauka við félagsmálin hver í sínu horni eins og einyrkjar heldur styrkja þeir hver annan með því að vinna í teymi," sagði hann. Hinir bæjarstjóramir tóku í sama streng: „Við höfum þegar tekið að okkur heilsugæslu og öldrunarmál," sagði Sturlaugur Þorsteinsson, bæj- arstjóri Homafjarðarbæjar, „og telj- um okkur vera að styrkja stjómsýsl- una enn frekar með því að yfirtaka nú málefni fatlaðra." FRA STJORN SAMBANDSINS Sambandið tekur að sér verkefni á sviði ferlimála Hinn 13. febrúar sl. gerðu félags- málaráðuneytið og sambandið sam- komulag um að sambandið tæki að sér tiltekin verkefni á sviði ferlimála fatlaðra. Gildir samkomulagið frá 1. febrúar 1997 til ársloka 1998 þegar gert er ráð fyrir að sveitarfélög yfir- taki að fullu og öllu málefni fatlaðra frá ríkinu. Samkvæmt samkomulaginu tekur sambandið að sér að annast eftirfar- andi verkefni: a) Leiðbeiningar við stofnanir, fé- lagasamtök, sveitarfélög og hönnuði um hönnun nýbygginga og breyt- ingar á eldri byggingum með tilliti til aðgengis fatlaðra. b) Úttekt á byggingum og um- hverfi með tilliti til aðgengis fatl- aðra. Um getur verið að ræða sjálf- stæða úttekt eða úttekt sem sveitar- félag óskar eftir. c) Námskeiðahald og kynningu á ákvæðum byggingarlaga og skipu- lagslaga og reglugerðum með þeim lögum með tilliti til aðgengis fatl- aðra. d) Störf fyrir nefnd sem starfað hefur á vegum félagsmálaráðuneyt- isins frá árinu 1991 og fjallar um hönnun bygginga með tilliti til að- gengis fatlaðra. I greinargerð ráðuneytisins um samkomulagið segir að markmið þess sé að komið verði á markvissu starfi á sviði ferli- og aðgengismála fatlaðra árin 1997 og 1998. Það verði gert með því að hvetja sveitar- félögin til þess að sinna ferlimálum með skipulegum hætti og að gera áætlanir um nauðsynlegar úrbætur á aðgengi opinberra bygginga, þjón- ustustofnana og gatnakerfi. Af hálfu sambandsins hefur Guð- rún S. Hilmisdóttir verkfræðingur umsjón með þeim verkefnum sem í samkomulaginu felast. Hún hefur viðtalstíma vegna þeirra á skrifstofu sambandsins á mánudögum milli kl. 9 og 12. „Fram til þessa hefur Vestmanna- eyjabær sem reynslusveitarfélag að- eins yfirtekið byggingareftirlit", sagði Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, við þetta tækifæri. „Málefnum fatlaðra fylgir Kertaverksmiðjan Heimaey, sam- býli fatlaðra og meðferðarheimili. Öll nálgun íbúa byggðarlagsins við yfirstjóm slíkra stofnana eykur kröf- ur til þeirra um skilvirka stjómun, og ég er viss um að þessi mála- flokkur kominn heim tryggir betri þjónustu við skjólstæðingana. Og allt eru þetta verkefni sem eiga heima í héraði." BYGGÐARMERKI Ný byggðarmerkja- nefnd Stjóm sambandsins hefur skipað Ólaf Kristjánsson, bæjarstjóra í Bol- ungarvík, sem aðalfulltrúa og Unnar Stefánsson ritstjóra sem varamann hans í fastanefnd um byggðarmerki sem félagsmálaráðherra, Páll Pét- ursson, hefur skipað til fjögurra ára. Aðrir í nefndinni eru Guðný Jón- asdóttir menntaskólakennari og Ingvar Gíslason, fv. menntamála- ráðherra, sem er formaður nefndar- innar. Varafulltrúi Guðnýjar er Elín Pálsdóttir, deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, og varafulltrúi Ingvars Sigríður Lillý Baldursdóttir, skrif- stofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Þegar sveitarstjórn ákveður að taka upp byggðarmerki fyrir sveitar- félag ber henni að tilkynna félags- málaráðuneytinu þá ákvörðun sína. Ráðuneytið þarf að staðfesta þá ákvörðun og birtir síðan staðfesting- una og merkið í Stjórnartíðindum. Áður en ráðuneytið gerir það þarf fastanefndin að hafa látið í té já- kvæða umsögn um merkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.