Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 21
HEILBRIGÐISMÁL Víðtækar forvarnir í sveitarfélögum Einar Gylfi Jónsson, deildarstjóri forvamadeildar Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SAA) Forvamadeild SÁÁ er um þessar mundir að hefja samstarf við fimm sveitarfélög um verkefni í vímu- vörnum, sem í fyrstu atrennu mun vara út þetta ár. Sveitarfélögin eru: Akraneskaupstaður, Egilsstaðabær, Húsavíkurkaupstaður, Mosfellsbær og Vestmannaeyjabær. Þrjú önnur sveitarfélög hafa lýst áhuga á hlið- stæðu samstarfi frá næstu áramótum og væntanlega munu fleiri bætast í hópinn. Allir leggi forvörnum lið Verkefnið beinist að vímuefna- neyslu unglinga á grunnskólaaldri og er leitast við að efla sem flesta þætti sem talið er að dragi úr líkun- um á neyslu unglinga á áfengi og öðrum vímuefnum. Sveitarfélögin munu marka sér vímuvarnastefnu og lykilaðilar í forvömum í sveitar- félögunum munu leggja fram sinn skerf. Leitast verður við að virkja sem flesta aðila í hverju sveitarfé- lagi undir þeim formerkjum að allir geti lagt vímuvömum lið. Forsvars- menn stofnana og félagasamtaka munu fá fræðslu um ástand mála og leiðir í forvamastarfi ásamt ráðgjöf við að marka sér stefnu í þeim mál- um. Sérstaklega verður athyglinni beint að foreldrum, kennurum, íþróttaþjálfurum og starfsfólki heilsugæslu að ógleymdum ungl- ingunum sjálfum. Jákvæóir þættir í lífi unglinga Auk fræðslu og aðgerða sem spoma gegn vímuefnaneyslu ungl- inga verður lögð áhersla á jákvæða þætti eins og íþróttamót, listvið- burði o.fl. Þetta er gert vegna þess að við teljum að stundum sé gengið of langt í að draga upp dökku hlið- amar og beina athyglinni að því sem miður fer. Nauðsynlegt er að beina athyglinni einnig að því jákvæða sem er að gerast í lífi unglinga og samskiptum þeirra við fullorðna og styrkja þessa þætti. Forvarnir til framtíðar á faglegum grunni Árangur verkefnisins verður met- inn og sér Félagsvísindastofnun Há- skóla Islands um þann þátt. Mat á árangri mun ekki einungis beinast að vímuefnaneyslunni sjálfri, heldur einnig ýmsum öðrum þáttum sem vitað er að hafa áhrif á líðan og að- stæður unglinga. Það er orðið mjög brýnt að meta árangur forvarna- starfs. Hingað til hefur um of tíðkast að fara af stað með „eitthvað“ sem menn telja af hyggjuviti sínu að hafi forvamagildi. Ekki er reynt að meta árangurinn, heldur er ætlast til að viljinn sé tekinn fyrir verkið og hver og einn sem kann að bjargast sé ómaksins virði. Þótt vissulega sé eitthvað til í þessu og ætla megi að flestir tilburðir til forvama geri eitt- hvert gagn fyrir einhverja, hlýtur það að vera skylda þeirra sem sinna forvörnum að leitast við að bæta vinnubrögð sín í því skyni að ná sem bestum árangri. Þótt hér sé í fyrstu lotu um eins árs átak að ræða verður engu að síð- ur lögð áhersla á að byggja upp for- vamir til framtíðar í sveitarfélögun- um fimm. Ef takast á að snúa við öfugþróun undanfarinna ára er mik- ilvægt að öflugt og markvisst for- varnastarf sé sífellt í gangi og sé endurskoðað í ljósi fenginnar reynslu. Samstarf margra aöila Auk sveitarfélaganna fimm og Félagsvísindastofnunar munu fleiri aðilar taka þátt í verkefninu með ýmsum hætti. Forvamasjóður styrk- ir verkefnið og Fræðslumiðstöð í fíknivömum (FRÆ), Rauði kross Is- lands og Bamaheill munu taka þátt í einstökum þáttum þess. Þessi sam- vinna er okkur mikið fagnaðarefni, því eigi forvarnir að skila árangri þurfa þeir sem að þeim starfa að stilla saman strengi sína. Á næstu mánuðum mun forvama- deild SÁÁ verða í nánu samstarfi við fjölda einstaklinga í sveitarfé- lögunum fimm. Það er von okkar að það samstarf skili þeim árangri sem til er sáð, þ.e. að þessi sveitarfélög móti og framfylgi vímuvamastefnu sem skilar árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.