Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Qupperneq 48

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Qupperneq 48
RAÐSTEFNUR Fjármálaráðstefnan 1998 Ráðstefna sambandsins um fjár- mál sveitarfélaga 1998 var haldin á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 26. og 27. nóvember. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður sambandsins, setti ráðstefn- una með ræðu. Hann bauð fram- sögumenn og aðra þátttak- endur velkomna á þessa fyrstu fjármálaráðstefnu sambandsins á nýbyrjuðu kjörtímabili þeirra sveitar- stjórna sem kosnar höfðu verið á liðnu vori. „Þeirra bíða margvísleg verkefni og ábyrgð sveitarstjómanna er mikil, ekki síst í fjár- hagslegu tilliti,“ sagði Vil- hjálmur. „Hlutdeild sveitar- félaganna í opinberum rekstri hefur á síðustu árum vaxið verulega og fullvíst er að sá hlutur á eftir að stækka í náinni framtíð. Yf- irtaka alls reksturs grunn- skólans á stóran þátt í þeirri þróun og yfirfærsla málefna fatlaðra ffá ríki til sveitarfé- laga sem nú er í undirbúningi og verkefnaflutningur frá ríki til nokk- urra sveitarfélaga á grundvelli reynslusveitarfélagaverkefnisins eykur enn frekar rekstrarumfang sveitarfélaganna. Þessi þróun er hliðstæð því sem gerst hefúr annars staðar á Norðurlöndum þar sem samfélagsleg verkefni eru í ríkari mæli í höndum sveitarstjómarstigs- ins en verið hefur hér á landi. Sam- hliða auknum verkefnum og aukinni ráðstöfun opinberra fjármuna hefur fjármálastjórn sveitarfélaganna meira vægi í efnahagslegu tilliti og í þjóðarbúskapnum í heild sinni. Með fjölgun starfsmanna sveitarfélag- anna gegna sveitarstjórnir sífellt þýðingarmeira hlutverki sem vinnu- veitendur og ákvarðanir þeirra i samningum um kaup og kjör á vinnumarkaðinum skipta meira máli varðandi heildarþróun launamála í landinu. Af sjálfú leiðir að þróun í fjármál- um sveitarfélaganna hefur þeim mun meiri áhrif í hagkerfmu sem umsvif þeirra aukast. Þannig hefur fjármálastjórn sveitarfélaganna, í víðtækum skilningi þess orðs, sífellt rneiri áhrif á efnahagslífið og sveit- arstjórnarmenn verða að vera sér meðvitandi um að ákvarðanir þeirra og gerðir í fjánnálum hafa ört vax- andi áhrif á hagkerfí landsins. Sveitarstjórnarmenn bera því ásamt öðrum launagreiðendum mikla ábyrgð á varðveislu þess stöðugleika sem nú ríkir í efnahags- lífinu og til þeirra er gerð sú krafa að þeir séu sér meðvitandi um þá ábyrgð. Þótt ýmsir hagsmunahópar eða starfsstéttir séu háværar og geri kröfúr til margvíslegra framkvæmda eða launahækkana umfram undirrit- aða kjarasamninga, sem ef til vill væri þægilegast að verða við eða ánægjulegt að upp- fylla, ætlast hinn almenni kjósandi til þess að stjóm- málamenn sýni festu og ábyrgð. Gæti sveitarstjórnar- menn ekki að þessu tvennu er það ávísun á annað tveggja, enn frekari skuldaaukningu eða skattahækkun, sem hvort tveggja gæti auðveldlega raskað þeim stöðugleika sem við búum nú við með tilheyrandi áhrifum á rekstrarumhverfi fyrir- tækja og heimila í landinu. Ymis spjót beinast að sveitarfélögunum, ekki að- eins frá einstaka starfsstétt- um, hagsmunahópum eða félaga- samtökum heldur líka ffá fúlltrúum ríkisvaldsins, ráðuneytum og ffá Al- þingi. Einnig eru nýjar skyldur stundum lagðar á sveitarfélögin með ákvörðunum þessara aðila sem oft eru almennt orðaðar í lögum og reglugerðum og líkjast ffemur óljós- um stefnuyfirlýsingum. Sem dærni má taka eftirfarandi setningu úr lög- um unt félagsþjónustu sveitarfélaga sem orðast þannig: „Sveitarfélag skal sjá um að veita íbúum sínum þjónustu og aðstoð samkvæmt lög- um þessurn og jafnffamt tryggja að þeir geti séð fyrir sér og sínum.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambandsins: „Skulda- söfnun sveitarfélaganna getur ekki haldið áfram með sama hætti og verið hefur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.