Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Síða 67

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1999, Síða 67
FRÁ LANDSHLUTASAMTÖKUNUM stjóma á starfssvæðinu. Svömn var almennt góð og kynnti hann helstu niðurstöður lokaskýrslu um könnun- ina. Almennt var afstaða til Skóla- þj ónustunnar j ákvæð. Starfshópurinn lagði til að Skóla- þjónusta Eyþings yrði rekin með sama hætti tvö ár til viðbótar eða fram til ársins 2000. í lok þess tíma- bils yrði þjónustan metin að nýju, þá sérstaklega með tilliti til úrbóta í þeim þáttum sem þóttu veikastir í fyrirliggjandi úttekt. Þá yrðu einnig metin áhrif hugsanlegrar sameining- ar sveitarfélaga á skipulag þjónust- unnar. Að lokinni kynningu Elsu og Braga urðu miklar og liflegar um- ræður um niðurstöður starfshópsins og lokaskýrslu háskólans. Við upp- haf umræðnanna mælti Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, fyrir tillögu sex fulltrúa Akureyrar á fundinum um að hætta starfsemi Skólaþjónustunnar frá og með 1. ágúst 1999. Fyrir fundinum lá jafh- framt bréf ffá bæjarstjóm Akureyrar þar sem skýrt var ffá áformum bæj- arstjómar að draga sig út úr rekstri Skólaþjónustunnar. Að lokinni um- fjöllun í neffid sem starfaði á fund- inum um málefni Skólaþjónustunn- ar og eftir miklar umræður var eftir- farandi tillaga samþykkt: „Með tilliti til þeirrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akureyrar að hefja undirbúning flutnings verkefna þeirra sem Skólaþjónusta Eyþings sinnir fýrir gmnnskólana á Akureyri yfir til Akureyrarbæjar frá og með september 1999 (sbr. bréf Akureyr- arbæjar til stjórnar Eyþings 10. ágúst 1998) samþykkir aðalfundur Eyþings, haldinn á Húsavík dagana 3. og 4. september 1998, að frá og með 1. ágúst 1999 verði starfsemi Skólaþjónustu Eyþings hætt og að hvert sveitarfélag taki við þeim verkefnum sem henni eru ætluð samkvæmt stofnsamningi. Fram til þess tíma verði þjónustan rekin með óbreyttum hætti og tíminn notaður í hverju sveitarfélagi til þess að skipuleggja og undirbúa það þjón- ustuform sem við á að taka þannig að ekki verði rof í þjónustunni. Samþykkir aðalfundurinn að fela stjóm Eyþings að gera tillögur um hvernig farið verði með eignir Skólaþjónustunnar og gögn sem trúnaður liggur á og ekki er unnt að skipta milli rekstraraðila. Oskað verði tilnefningar frá skólastjórum og kennumm til þátttöku í þessari vinnu. Skulu tillögur stjómar sendar sveitarstjómum til kynningar fyrir 15. janúar 1999.“ Málefni fatlaðra Valgerður Magnúsdóttir, formað- ur landshlutanefndar um yfirfærslu Ásta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður skólaráðs, flytur skýrslu um starfsemi Skólaþjónustu Eyþings. Við borðið sitja, talið frá vinstri, Sigbjörn Gunnars- son, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Kristján Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar Húsa- víkur, Sigfríður Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, og Guðmundur Nielsson, bæjarritari á Húsavík, sem var ritari á fundinum. Myndirnar á fundinum tók Sigurður Pétur Björnsson á Húsavík.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.