Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Síða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1999, Síða 48
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Aðalfundur SASS 1999 Þorvarður Hjaltason framkvœmdastjóri Aðalfundur SASS, Samtaka sunnlenskra sveitar- félaga, 1999 var haldinn dagana 19. og 20. mars sl. að Efstalandi í Ölfusi. Meginefni fundarins auk venjulegra aðalfundarstarfa var umfjöllun annars vegar um háskólamenntun og byggðarþróun og hins vegar um umhverfismál. Einnig lágu fyrir fundinum starfsskýrsla stjórnar og fram- kvæmdastjóra, starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Suður- lands og skýrsla stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands. Jafnframt var lögð fram skýrsla háskólanefndar SASS. Til fundarins komu 55 fulltrúar frá 21 sveitarfélagi auk gesta og starfsmanna. Fundarstjórar voru þcir Jón Hólm Stefánsson og Sig- urður Þráinsson, bæjarstjómarmenn í Ölfusi. Fundarrit- ari var Guðni Pétursson, skrifstofustjóri Ölfuss. Starfsskýrslur Ingunn Guðmundsdóttir, formaður SASS, flutti starfs- skýrslu stjómar og framkvæmdastjóra. Hún greindi frá hefðbundnum störfum stjómarinnar og síðan einstökum áherslumálum og viðfangsefnum hennar. Þá greindi hún frá rekstri stofnana sem heyra undir samtökin eða em reknar af þeim. Hún gerði sérstaklega að umtalsefni samskipti Alþingis og sveitarfélaganna og gagnrýndi einkum þann skamma tíma sem sveitarfélögum væri gefinn til umsagnar um þingmál sem vörðuðu sveitarfé- lögin miklu. Einnig væm hagsmunir sveitarfélaganna oft og tíðum sniðgengnir af hálfú Alþingis. Formaður heilbrigðisnefndar Suðurlands, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, flutti skýrslu um fyrsta starfstímabil nefndarinnar. Reynslan af hinni nýju skipan er góð það sem af er, en heilbrigðisnefndin leysti níu heilbrigðis- nefndir af hólmi á síðasta sumri. Matthías Garðarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, lagði síðan fram og fylgdi úr hlaði starfsskýrslu eftirlitsins. Aldís Hafsteinsdóttir flutti ársskýrslu stjómar Skóla- skrifstofú Suðurlands. Þá ræddi hún yfirfærslu málefna grunnskólans til sveitarfélaganna og reynsluna af henni, svo og nýja aðalnámsskrá fyrir gmnnskólann sem öðlast gildi frá og með næsta hausti. Einnig ræddi hún um þró- un háskólakennslu á Suðurlandi svo og fjamám sem far- ið hefúr mjög vaxandi á síðustu ámm. Jón Hjartarson, forstöðumaður Skólaskrifstofú Suðurlands, flutti starfs- skýrslu fyrir árið 1998 og jafnframt greindi hann frá störfúm háskólanefndar SASS. Fór hann yfir tildrög að stofnun nefndarinnar og greindi frá störfúm hennar. Nið- urstaða nefndarinnar varð sú að stefna bæri að stofnun Fræðslumiðstöðvar Suðurlands. Óskaði hann f. h. nefnd- arinnar eftir umboði aðalfundar SASS til stofnunar sjálfseignarstofnunar um fræðslumiðstöð þannig að starfsemi gæti hafist á hausti komanda. Undir þessum lið tók til máls Ingi Rúnar Eðvarðsson, dósent við Háskól- ann á Akureyri, en hann hafði haft yfirumsjón með könnun sem unnin hafði verið fyrir háskólanefndina um viðhorf Sunnlendinga til menntatækifæra á Suðurlandi. Fór hann yfir helstu markmið, framkvæmd og niðurstöð- ur hennar. Meginniðurstaða könnunarinnar er sú að Sunnlendingar hafa vemlegan áhuga á að stunda fram- haldsnám í heimabyggð. Að lokum hvatti hann til stofn- unar fræðslumiðstöðvar á Suðurlandi. Ávörp Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, ávarpaði fundinn og ræddi þær miklu breytingar og þróun sem orðið hafa á sveitar- stjómarstiginu síðustu 4-5 árin svo og þau verkefni sem sveitarfélögin hafa tekið við undanfarin ár og þau sem nú em í burðarliðnum, svo sem yfirfærsla á málefnum fatlaðra. Einnig ræddi hann almennt um fjárhagsvanda sveitarfélaganna í landinu. Þá skýrði hann frá þvi að nú væri unnið að endurskoðun á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Einnig ræddi hann byggðamál og aðgerðir í þeim. Bar hann síðan fúndinum kveðjur frá stjóm sam- bandsins og óskaði fundinum allra heilla. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum, færði fúndinum kveðjur af Suðumesjum. Þá ræddi hann sameiginleg hagsmunamál landshlutanna beggja, t.d. Suðurstrandarveg og ferða- og atvinnumál. Erindi Háskólamenntun og byggðarþróun Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, fjallaði um hlutverk og framlag háskóla i byggðarþróun landsins. Þá ræddi hann sérstaklega um menntun og bú- setuþróun á Suðurlandi og kynnti nýja skýrslu Rann- sóknarstofnunar Háskólans á Akureyri um „Viðhorf Sunnlendinga til menntatækifæra í heimabyggð“. Þá 238

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.