Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2000, Blaðsíða 14
ERLEND SAMSKIPTI Uppbyggingarsjóðir ESB Gísli Gíslason, bœjarstjóri á Akranesi Þegar EES-samningurinn var gerður við Evrópusambandið var sett upp af hálfu EFTA-landanna sem stóðu að samningnum viðamik- ið stjómkerfi sem átti að líkjast upp- byggingu ESB. Tilgangurinn var vafalaust sá að samskiptin við ESB færu fram í sambærilegum stjórn- einingum. Þetta má sjá i skýringar- mynd sem birtist með grein minni í 2. tölublaði Sveitarstjórnarmála á þessu ári og sýnir tvær stoðir EES- samningsins. Þegar skipulag ESB er skoðað á þessari mynd er þó ljóst að stóran kafla i starfsemi bandalagsins vantar, þ.e. þá uppbyggingarsjóði sem ESB notar til að ná fram mark- miðum sínum innan aðildarland- anna. Þau þrjú EFTA-lönd sem nú standa að EES-samningnum, Island, Noregur og Liechtenstein, eiga ekki almennan aðgang að þessum upp- byggingarsjóðum, en eru þó gjald- geng í nokkur verkefni á vegum þeirra. EES-löndin greiða sam- kvæmt samningnum talsverðar fjár- hæðir til reksturs ESB en sam- kvæmt skýrslu utanríkisráðherra um stöðu Islands í Evrópusamstarfi, sem gerð var í apríl á þessu ári, var beint framlag íslands til ESB á árinu 1999 rúmlega 220 millj. kr. auk framlags til stofnana EES og í þró- unarsjóð EFTA, sem nam um 210 millj. kr. Tilgangur uppbyggingar- sjóóa ESB Uppbyggingarsjóðir ESB eru fjórir en að auki er sjóður sem er sérstakur þróunarsjóður (Cohesion- fund). Þessir uppbyggingarsjóðir eiga sér mislanga sögu en Félags- málasjóðurinn og Landbúnaðarsjóð- urinn eiga t.d. rætur að rekja til árs- ins 1958 og Byggðaþróunarsjóður- inn er frá árinu 1975. Hér fer á eftir stutt samantekt um starfsemi sjóð- anna og markmið: a) Félagsmálasjóðurinn Sjóðurinn styrkir m.a. ýmiss kon- ar starfsnám, styður verkefni til að vinna á langtímaatvinnuleysi, ekki hvað síst atvinnuleysi ungs fólks. Einnig verkefni þar sem stuðlað er að jöfnum möguleikum fólks á að komast inn á vinnumarkaðinn (m.a. með verkefninu EQUAL), rann- sóknir og þróun á vinnumarkaði, bætta stöðu kvenna á vinnumarkaði o.fl. b) Evrópski byggðaþróunarsjóð- urinn Þessi sjóður hefur mesta fjármuni til ráðstöfunar innan ESB. Verkefni hans eru margháttuð, m.a. að stuðla að jöfnuði milli landsvæða innan aðildarlandanna. Verkefnum sjóðs- ins er skipað í þrjú meginmarkmið: Undir markmiði 1 fjárfestir sjóður- inn m.a. í verkefnum sem stuðla að bættum samgöngum, Qarskiptum, orkukerfum, heilbrigðismálum og umhverfísmálum. Svæði sem falla undir þessi verkefni eru þar sem tekjur á hvern íbúa eru minna en 75% af meðaltekjum innan landa ESB. Undir markmiði 2 er m.a. það verkefni að stuðla að endurlífgun iðnaðarsvæða og þéttbýlissvæða sem hefur hnignað, aðstoð við land- búnaðarsvæði sem eiga við erfið- leika að etja og stuðningur við byggðir i vanda þar sem sjávarút- vegur hefur verið undirstöðuat- vinnugrein. Undir markmið 3 falla þeir sem ekki uppfylla skilyrði 1 og 2, en tilgangur verkefna undir þeim lið lýtur að atvinnusköpun, þróun í menntakerfmu, endurlífgun hnign- andi þéttbýlissvæða (URBAN) og stuðningur við byggðaverkefni milli landa, héraða og svæða (Interreg III). c) Landbúnaðarsjóðurinn Sjóðurinn stuðlar að framkvæmd á landbúnaðarstefnu ESB. Hann styrkir m.a. þróunarverkefni innan landbúnaðar sem stuðla að aukinni hagkvæmni í landbúnaði, lækkun framleiðslukostnaðar, auknurn gæð- um o.s.frv. Einnig styrkir sjóðurinn starfsþjálfun bænda, auðveldar bændum að komast á eftirlaun og greiðir bætur til bænda sem verða að bregða búi af ýmsum ástæðum. Þá leggur sjóðurinn fram fjármuni til verkefria á sviði skógræktar, um- hverfisverkefna, þróunarverkefna í landbúnaði og verkefna í ferða- mennsku sem tengjast landbúnaði. d) Fiskveiðisjóðurinn Sjóðurinn stuðlar að því að ESB komi stefhu sinni i fiskveiðimálum í framkvæmd. í því felst m.a. að veija fjármunum til að hafa áhrif á sókn í fiskistofna, stærð og afkasta- getu skipastóls, vemd hafsvæða, að- stöðu í fiskihöfnum, þróun og mark- aðssetningu sjávarafla, vöruþróun o.fl. Markmiðið er að stuðla að jafn- vægi þannig að sjávarútvegurinn verði sjálfbær atvinnugrein án þess að fiskistofnar verði ofVeiddir. 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.