Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 4

Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 4
Nemendamót 1960 Hópur af ungu fólki hafði safn- ast saman fyrir utan Sambandshús- ið í Reykjavík skömmu eftir há- degi laugardaginn 4. júní. Þetta voru útskrifaðir nemendur úr Sam- vinnuskólanum ásamt nokkrum gestum. Áfangastaðurinn var Bif- röst í Borgarfirði þar sem halda átti nemendamót Samvinnuskólans, hið annað í röðinni. Mikill galsi og glaðværð var ríkjandi, því nú skyldi skemmta sér með gömlum félögum á kunnugum stað. Stemning var góð og voru raddböndin óspart slíp- uð á leiðinni þangað uppeftir. í Bif- röst var komið stuttu fyrir kvöld- verð. Nokkrir nemendur voru þeg- ar komnir og tóku á móti okkur með kátínu og enn meiri söng. Dagskráin var áætluð þannig að um kvöldið áttu að fara fram skemmti- atriði ásamt dansi, en daginn eftir átti svo aðalfundur Nemendasam- bandsins að hefjast, er tími þótti tilkominn. Eftir stutta stund glumdi bjallan og gaf til kynna að kvöldverður væri framreiddur, en við minnt- umst þess að sú hin sama bjalla hefði ekki alltaf haft jafn góðan boðskap að færa og nú, er hún var að vekja ískalda vetrarmorgna, alltof snemma að manni fannst, eða að hringja í próf undir tvíræðu glotti hringjarans, sem sjaldan var sprækari en þá. En nú beinlínis kitlaði hún mann í magann. Kýldu menn nú vambirnar með gómsætu hangikjöti, sem hinn snjalli kokk- ur okkar hafði brasað og skorið niður af þeirri list sem honum er einum lagið, og ekki minnkaði mat- arlystin ef maður sá honum bregða fyrir. Dagskrá kvöldsins átti ekki að hefjast fyrr en klukkutíma eft- ir kvöldverð, svo þeir sem ekki voru í undirbúningi, uppvaski eða öðr- um snúningum, lögðust fyrir og spjölluðu um daginn og veginn, meðan kjötið var að sjatna, og enn aðrir fengu sér smá blund. Á rétt- um tíma var mótið svo sett af hátt- virtum formanni Nemendasam- bandsins, með nokkrum vel völd- um setningum. Kynnirinn kynnti atriðin jafnóðum og skaut einum og einum góðum inn á milli. Fyrsta atriðið var léttur þáttur sem los- aði rækilega um hlátursböndin. Þá

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.