Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 7

Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 7
Föndurklúbbur hefur það mark- mið að sameina alla áhugamenn um tómstundaiðju í einn samstæðan hóp, og fá honum ákveðin kvöld til starfsemi sinnar. Ekki er komin verulegur skriður á félag þetta, en kosinn hefur verið formaður, Vé- dís Elsa Kristjánsdóttir. Ljósmyndaklúbbarnir hafa nú ver- ið fluttir, af salernum vistanna, og hreiðrað um þá í uppgjafa þvotta- húsi á fyrstu hæð. Einum stækk- ara hefur verið bætt við, og eru þeir nú þrír talsins. Tónlistarklúbburinn hefur nú aft- ur tekið í notkun hin fullkomnu hljómflutningstæki skólans, en þau voru á fyrra vetri dæmd óstarfhæf af formönnum klúbbsins og einum kennara, eftir árangurslausar sam- setningartilraunir af þeirra hendi. Átti að senda tækin til viðgerðar fagmanna, en á síðustu stundu gat hinn snjalli Vilhjálmur sett þau saman á réttan hátt. Á hann þakk- ir skilið fyrir að hafa þannig forð- að þessum dýrmætu tækjum frá al- gjörri tortímingu. Tómstundakennari hefur einnig leitazt við að koma reglu á íþrótta- iðkun í útivistum, einkum með það að markmiði, að allir geti verið með. Nokkur kurr kom í fyrstu upp meðal ósamvinnuþýðra manna vegna skipulagningar þessarar, fannst þeim að með þessu væri athafnafrelsi þeirra skert. Lagaðist þetta þó fljótt, og reyndist á mis- skilningi byggt. Knattspyrnan er sem fyrr aðalíþróttin. Bekkjaliðin cru jöfn, hafa unnið sinn leikinn hvort. Merkilega lítið hefur verið um meiðsli í boltanum það sem af cr, aðeins einn fótbrotnað, og tveir orðið óvígir sakir snúnings spark- lima. Handknattleikur hefur nú að mestu verið friðaður kvenfólkinu. Er það ekki að ástæðulausu, því þegar einum karlmanni tókst að lauma sér í raðir kvenna, endaði það með óviti einnar ungmeyjar af hans völdum. Blakið er vinsælt, enda hættulítil íþrótt, og jafnan þröng mikil báðum megin netsins. Frjálsar íþróttir virðast nú vera að komast í tízku í Bifröst, einkum virðist hástökk og kúluvarp njóta mikilla vinsælda. Róður hefur verið mjög dýrkaður, einkum af svonefnd- ur ,,anti-íþróttamönnum“ og hefur spunnizt mikið umtal og blaðaskrif um afrek þeirra og hetjuskap. Einu sinni í viku geta áhugamenn nú komizt í hina nýju sundlaug að Varmalandi. Mikill áhugi hefur ver- ið um ferðir þessar, og leikur grun- ur á, að annað vaki fyrir sumum karlmanna, en einlægur sundáhugi. skal þó ekkert fullyrt um það. Gufubaðstofu hefur nú verið kom- ið fyrir í nýju byggingunni. Hefur sitt kynið stofuna hvorn daginn, og hefur sú tilhugun valdið nokkr- um vonbrigðum. Stundarfjórðungs afsláttur hefur verið gefinn á úti- vist, þeim sem gufuböðin stunda, og á það sinn þátt í vinsældum þeirra. Haldið var námskeið í hjálp í viðlögum snemma á skólaárinu. Sig- urður Teitsson erindreki S.V.F.f. dvaldi hér í eina viku, og kenndi Framhald á 15. síðu. f 'l HERMES Útgefandi: Nemendasamband Samvinnuskólans. Ritstjórar, blaðamenn og ábyrgðarmenn: Dagur Þor- leifsson, Sigurður Hreiðar. Ljósmyndari: Kári Jónasson. Prentað í: Prentsmiðju Jóns Helgasonar, Reykjavík. Myndamót: Rafmyndir hf. Myndamót af haus og teikni- myndum: Myndamót hf. Afgreiðslu annast Magnea Sig- urðardóttir, SÍS. v______________________________J HERME S 7

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.