Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 14

Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 14
Frá stjórn N.S.S. Þegar þetta blað kemur fyrir sjónir ykkar, góðir lesendur, er að hefjast nýr þáttur í starfsemi N.S.S. — blaðaútgáfa — ef svo mætti að orði komast. Blaði þessu er þó ekki ætlað að koma út reglulega, held- ur aðeins þegar tilefni gefst og þörf er á. Með útgáfu þessa litla blaðs hyggst N.S.S. ná til sem flestra með- lima sinna, og ná þar með því tak- marki sambandsins að það sé ekki aðeins félag fyrir útskrifaða Sam- vinnuskólanemendur sem búa í Reykjavik og nágrenni heldur líka fyrir þá sem búa úti á landsbyggð- inni. Hingað til hefur, eins og áður er greint, öll starfsemi N.S.S. mið- ast við þá sem búa á suðvestur- horni landsins, nema hvað hið ár- lega nemendamót á að tengja með- limina saman, Greinarstúfur þessi átti aðallega að vera spjall frá stjórninni um hvað gert hafi verið undanfarið og svo það hvað við höfum í hyggju. Eftir að nemendamótið var haldið hafa verið gerðar nokkrar tilraun- ir til félagsstarfs, og þá helzt að nefna tvö ferðalög og svo skemmt- unina sem haldin var í félagsheim- ili Kópavogs og tókst með ágætum. Þess má geta hér til gamans að hagnaður af þeirri skemmtun var um það bil 400,00 kr. sem mun vera það mesta sem N.S.S. hefur haft upp úr skemmtun hingað til. í sept. var haldinn almennur fund- ur, þar sem rætt var um aldurs- takmark inn í Samvinnuskólann. I tilefni af þeim fundi var Guðmundi Sveinssyni skólastjóra sent bréf um það sem gerðist á fundinum. Guð- mundur svaraði bréfinu um hæl mjög vinsamlega og óskaði eftir viðræðum við stjórnina um málið. Hringamálið svonefnda, sem N.S. S. tók í sínar hendur hefur þokast ögn áleiðis, og er nú verið að gera útlitsteikningu af fyrirhuguðum hring. Því mun verða lokið innan skamms. Ef hringur sá sem nú er til umræðu og verið er að teikna hlýtur samþykki, eru góðar horfur á að hann muni verða tilbúinn fyrir næsta vor, og hefur stjórnin ásett sér að vinna eins ötullega að fram- gangi þessa máls og hægt er. Það er vert að taka það fram hér að í þessu máli má hvorki fljótfærni né skyndiákvörðun ráða úrslitum, þar sem þetta er hlutur sem standa á í áraraðir og þeir eiga að bera hreyknir á hendi sér sem lokið hafa námi í Samvinnuskólanum. Varðandi framtíðarhorfur er að vísu ekki hægt mikið að segja, en þó er ætlunin að halda uppi ein- hverju félagslífi á vegum N.S.S. í vetur. T.d. mun, þegar þetta blað kemur út, hafa verið eitt skemmtikvöld þar sem spilað var Bingó o.fl. Þá er í ráði að halda dansleik um jólin og verður nán- ar tilkynnt um það síðar. Nú um þessar mundir er verið að innheimta ársgjöld í N.S.S. og verða póstkröfur að öllum líkindum send- ar jafnhliða blaðinu til þeirra sem búa úti á landi. Það er mjög æski- legt að félagar bregðist fljótt og vel við þegar að innheimtunni kem- ur, því að þó að starfsemin sé ekki mikil er mjög nauðsynlegt að hafa nokkurt fé á milli handa. í lok þessa spjalls vil ég leyfa mér að þakka Sigurði Hreiðari Hreiðarssyni og Degi Þorleifssyni fyrir að hafa átt hugmyndina að blaði þessu og að hafa unnið vel og dyggilega að útgáfu þess. K. Jónasson. 14 HERMES

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.