Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Í opnu bréfi hér í blaðinu á laugardaginn spyr Björn Ólafur Hallgrímsson mig þess hvort ég hafi fengið upplýsingar um fund seðlabankastjóra með forsætisráðherra, ut- anríkisráðherra og fjármálaráðherra frá 7. febrúar 2008, beint eða óbeint. Látið er að því liggja að ég hafi á grundvelli þessa tekið ákvörðun um sölu hlutabréfa minna í Glitni í þeim sama mánuði. Lögmaðurinn dylgjar um lögbrot með þessu. Af sama meiði er grein brjóst- mylkings útrásarinnar, Hallgríms Helgasonar, sem birtist á öðrum stað í vikunni sem leið. Sá telur að ég hljóti að hafa vitað að lögbrot væru framin þegar Glitnir veitti fé- laginu Vafningi lán eða að minnsta kosti mátt vita að gerningurinn væri grafskrift bankans. Aftur er dylgjað um lögbrot vegna sölu hlutabréfa og málið sagt líkt öðru sem nú er til meðferðar í dómskerfinu. Skrifin eru af þeim meiði sem hvað mest hefur verið áberandi und- anfarin misseri og biskup Íslands gerði að sérstöku umtalsefni í nýárspredikun sinni: „Og við sitjum í örfoka auðn hálfsannleika, upp- hrópana og yfirboða.“ Hvað liggur að baki? Erfitt er að verjast þeirri hugsun að tilefni greinaskrifanna hafi eitt- hvað með þingmál mitt um aft- urköllun ákærunnar yfir Geir H. Haarde að gera. Skrifað er um gamlar fréttir, þær endursagðar og kryddaðar. Allt til að varpa rýrð á undirritaðan á viðkvæmum pólitísk- um tímum. En þetta eru vindhögg. Ólíkt hnefahöggunum sem Hallgrímur lét dynja á bíl Geirs H. Haarde um leið og hann öskraði og æpti eins og frægt varð. Staðan í byrjun árs 2008 Það er auðsótt fyrir Björn Ólaf að fá stað- fest hjá mér að í við- komandi mánuði hafði ég enga vitneskju um fund seðlabankastjóra með viðkomandi ráð- herrum, hvorki beint né óbeint. Nauðsynlegt er hins vegar að benda á að fullyrðing Björns Ólafs, um að þau tíðindi hafi verið flutt á nefndum fundi, að fall bankanna yrði ekki umflúið, er röng. Nægir um þetta að vísa til rannsókn- arskýrslu Alþingis þar sem fjallað er um minnisblað Seðlabankans vegna ferðarinnar til Bretlands, sem rætt var um á fundinum: ,,Und- ir lok minnisblaðsins er sú ályktun dregin að hefjast þurfi þegar handa við að vinda ofan af þeirri stöðu sem upp sé komin.“ Skrif þeirra félaga ganga að öðru leyti út frá því að það hafi einungis verið á fárra vitorði að alvarleg staða væri uppi í alþjóðlega og um leið íslenska bankakerfinu. Ekkert gæti verið fjær sannleikanum. Frá því um haustið 2007 fluttu fjölmiðlar sífellt slæmar fréttir af fjármálamörkuðum. Þessi umræða fór mjög vaxandi á Íslandi í jan- úarmánuði 2008. Nefna má sem dæmi að forsíða Morgunblaðsins 17. janúar 2008 fjallaði um að allir íslensku bank- arnir væru í vandræðum með láns- fjármögnun þar sem skuldatrygg- ingaálagið væri komið í hæstu hæðir. Glitnir hafði þá nýhætt við skuldabréfaútboð vegna slæmra kjara. Í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins 20. janúar 2008 segir að ekkert hafi verið meira rætt í er- lendum fjölmiðlum en umskiptin sem orðið höfðu á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Smátt og smátt hafi komið í ljós að við værum að sigla inn í mestu fjármálakreppu síðastliðinna tveggja áratuga. Þessi umræða hélt áfram og í fullu samræmi við ástandið fór verð á öllum íslenskum hlutabréfum hríðlækkandi á þessum tíma. Fyrstu tíu dagana í janúar 2008 lækkaði markaðsvirði félaga í kauphöllinni um 360 milljarða. Hlutabréfa- vísitalan féll síðan snemma í febrúar niður í jafngildi nóvember 2005. Hvatt til aðgerða Áhyggjur af þessu ástandi urðu okkur Illuga Gunnarssyni tilefni greinarskrifa í Morgunblaðinu í febrúarmánuði 2008 þar sem við lýstum þeirri skoðun að raunveru- leg hætta væri á fjármálakreppu á Íslandi. Tefldum við fram hug- myndum um aðgerðir sem stjórn- völd gætu gripið til. Í greininni sagði m.a.: ,,Sú hætta steðjar nú að hagkerf- inu að íslensku bönkunum gangi illa að afla þess fjármagns sem þeir þurfa vegna starfsemi sinnar á næsta ári. Ef ekkert breytist til hins betra á fjármagnsmarkaði og ekki tekst að auka traust erlendra mark- aðsaðila verður fjármögnun bank- anna óheyrilega dýr eða í versta falli ómöguleg.“ Því miður fór það svo, hálfu ári síðar, að fjármagnið þraut. Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið ætti að vera ljóst hve fráleitar þær aðdróttanir eru að einhvers konar trúnaðarupplýsingar hafi haft áhrif á þá ákvörðun mína að selja hlutabréf í Glitni í umræddum mán- uði. Þar lá ekkert annað að baki en það sem við öllum blasti og ég ræddi opinskátt um við hvern sem heyra vildi. Vafningur Um aðkomu mína að lánveit- ingum Glitnis til hlutafélagsins Vafnings hef ég margrætt í við- tölum í blöðum, útvarpi sem og sjónvarpi. Tilraunir til að bendla mig við lögbrot og brask hafa hins vegar fyrir löngu keyrt um þverbak. Lánveitingar til Vafnings fóru í opinbera rannsókn. Þar var staðfest að eina aðkoma mín að því máli var sú að koma fram fyrir hönd hluthafa í félaginu og tryggja bankanum veð fyrir lánveitingunum með und- irritun, fyrir þeirra hönd, á veð- samning. Ég kom hvergi að stofnun Vafnings og sat ekki í stjórn félags- ins. Kom hvergi að samningum við bankann, hvorki um lánsfjárhæð, tryggingar né nokkuð annað. Skrif- aði auk þess ekki undir lánssamn- inginn. Undir rannsókn málsins hef ég á engu stigi legið undir grun um lög- brot. Í blaðaskrifum hefur ítrekað verið reynt að færa á mínar herðar ákvarðanir sem teknar voru án nokkurra afskipta af minni hálfu. Ég ber enga ábyrgð á ákvörðunum stjórnenda eða eigenda Sjóvá. Hafi verið farið illa með eigur þess félags er skýrt hver ber ábyrgð á slíku, þótt mikið hafi verið skrifað og sagt til að reyna að fella þá ábyrgð á mig. ,,Bjarni í braski á Makaó“ er ein afar fjarstæðukenndra fyr- irsagna sem diktaðar hafa verið upp um þetta mál og ærumeiðing er eini tilgangurinn. Ég ber á sama hátt enga ábyrgð á mögulega röngum ákvörðunum stjórnenda Glitnis, sem þeir sæta nú ákæru vegna. Aldrei hafði ég ástæðu til að ætla annað en að bankinn færi að lögum og reglum við lánveitingar sínar. Allt tal um annað eru rakalausar dylgjur – ,,hálfsannleikur, upphrópanir og yf- irboð.“ Helsjúk umræða Ég mun aldrei víkja mér undan því að svara málefnalegri gagnrýni. En ég ætla ekki og mun ekki taka á mig ábyrgð á annarra manna gjörð- um. Það ætti enginn að gera. Þá frábið ég mér dylgjuskrif á borð við þau sem ég hef hér rætt um. Ekki dreg ég í efa að ásökunin er söluvæn, einkum þegar formaður stjórnmálaflokks á í hlut. Eins og sagði í tilvitnaðri predikun dugar það í því réttarkerfi sem birtist okk- ur svo víða í dag. Þar þykir sjálfsagt að ráðast með öllum ráðum gegn þeim sem hafa tileinkað stjórnmál- unum eða öðrum opinberum störf- um krafta sína. Í þessu réttarkerfi er ætlunin að afplánunin fari fram strax í gapastokki almennings- álitsins. Ég finn að sóma- og réttlæt- iskennd fjölmargra er misboðið vegna þessarar þróunar. Brýnt er að allir þeir sem fengið hafa nóg berjist gegn henni með réttlæti, sanngirni og heiðarleika að vopni. Í þeirri baráttu mun ég hvergi hvika. Baráttan er fyrir betra samfélagi. Svar við opnu bréfi og öðrum dylgjum Eftir Bjarna Benediktsson » Skrifað er um gaml- ar fréttir, þær end- ursagðar og kryddaðar. Allt til að varpa rýrð á undirritaðan á við- kvæmum pólitískum tímum. En þetta eru vindhögg. Bjarni Benediktsson Höfundur er alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Mér er það skylt að ítreka að ég vissi ekkert um tilvist þess fundar sem Björn vitnar til í febrúar 2008 fyrr en fjölmiðar fjölluðu um hann mörgum mánuðum síðar. Ég bað fyrst um heimild til að setja hluta- bréfaeign mína í Kaupþingi og skuldir yfir í eignarhaldsfélag í nóvember 2007 og í janúar 2008 sem var síðan samþykkt í febrúar 2008. Ég hafði engar innherjaupp- lýsingar varðandi stöðu Kaupþings eða annarra banka. Virðingarfyllst, KRISTJÁN ARASON Athugasemd vegna aðsendrar greinar frá Birni Ólafi Hallgrímssyni Frá Kristjáni Arasyni Við munum líklegast öll eftir draumnum um „Nýtt Ísland“. Þetta er draumur sem varð til í kjölfar fjármálahrunsins. Draum- ur um opið samfélag, samfélag einingar, jafnréttis og mannúðar. Nú virðist draumurinn gleymdur eða týndur. Í janúarmánuði var lokað hjá Fjölskylduhjálp Íslands af þeirri einföldu ástæðu að gera þurfti hlé á aðstoð og safna, svo hægt væri að halda áfram útdeilingu matar handa þúsundum Íslend- inga. Hjálparstarf kirkjunnar styrkir barnafjölskyldur sem fyrr. En ótrúlegur fjöldi hefur ekki til hnífs og skeiðar og fær enga björg sér veitt undir lok þessa kalda janúarmánaðar. Öryrkjar. Sjúk- lingar. Aldraðir. Lifir í allsleysi og bíður eftir að Fjölskylduhjálpin hefji á ný neyðaraðstoð sína. Er þetta hið Nýja Ísland sem okkur dreymdi? ÞÓRHALLUR HEIMISSON, prestur. Nýja Ísland? – Allsleysi Frá Þórhalli Heimissyni Bréf til blaðsins Hvers konar nið- urskurður myndi geta haft afdrifarík, veru- leg og varanleg áhrif á efnahagslíf þjóð- arinnar? Því er fljótsvarað: Fækkun þingmanna um meira en helming og sömuleiðis og svip- uð fækkun ráðherra. Með öðrum orðum báknið burt og öll óþarfa og ótæk yfirbygging látin hverfa út í hafsauga. Sendiherra- embættin skorin niður um dúsín og vel það. Er nokkru siðmenntuðu þjóð- félagi boðlegt að það tíðkist að þingmenn sem láta af störfum séu ýmist gerðir að sendiherrum eða seðlabankastjórum? Það er ekki nógu sterkt að orði kveðið að þetta jaðri við siðspillingu, heldur er þetta siðspilling af versta tagi. Svo að farið sé út í aðra sálma, þá væri þess svo sannarlega ósk- andi að fundið yrði upp krassandi meðal við þeirri hvimleiðu munn- ræpu sem allt of margir þingmenn hafa tamið sér á sínum „virðulega vinnustað“. Og enn skulum við venda okkar kvæði í kross og snúa okkur að al- ræmda kvótakerfinu og misnotkun þess. Hugsið ykkur, lesendur góð- ir, þær gríðarlegu fjarfúlgur sem gjafakvótagreifunum tókst að stinga undan á sínum tíma með svívirðulegu framtalsbraski sínu og eru þær nú víst geymdar á litlum eyjum eða litlu lævísu Lúx- emburg. Það er jú enginn smá- kapítuli út af fyrir sig, sem ekki verða gerð nein tæm- andi skil hér að þessu sinni. Það er svo ótal margt sem mætti færa til betri vegar í okkar örsmáa ríki ef rétt er haldið á spil- unum. Væri t.a.m. ekki ráðlegt að utan- landsferðir opinberra starfsmanna yrðu færri, já langtum færri en raun ber vitni. Og ekki megum við gleyma stórtæku bankaræningjunum okkar. Almælt er að besta leiðin til að ræna banka sé að vera eigandi hans. Er ekki fyrir langa-löngu orðið tíma- bært að þeir hljóti sín maklegu málagjöld? Og í beinu framhaldi af því, væri ekki tilvalið að setja þak á launakjör núverandi bankastjóra og það þak sem heldur? En hvað þarf til að hrinda þess- um djörfu og róttæku hugmyndum í framkvæmd? Það þarf ekki að- eins að safna saman dugandi og fjölmennu liði meðal almennings heldur þarf líka að blása nýju og fersku lífi í búsáhaldabyltinguna. Engin vettlingatök núna, né fúsk eða hálfkák, heldur alvörubylt- ingu, sem munu áreiðanlega verða gerð verðskulduð skil í sögubókum Íslands í framtíðinni. Sá sem þessar línur ritar væri alveg reiðubúinn til að taka að sér forystu í því vandasama bylting- arstarfi sem fram undan er, en því miður er það gjörsamlega óhugs- andi fyrir aldurs sakir. Ég er nú þegar kominn á tíræðisaldur. Eng- in ástæða er þó til að örvænta, enda er ég fullviss um að brátt munum við finna málsvara og for- ingja sem munu áreiðanlega hrósa sigri í okkar stórbrotnu byltingu eða með öðrum orðum sannkall- aðan hugsjónamann, sem mun hafa manndóm, dugnað og kjark til að gera þennan lífsnauðsynlega niðurskurð að varanlegum veru- leika. Ímyndum okkur allt það mikla fé sem myndi sparast við þessa stórbrotnu ráðstöfun okkar og því gætum við síðar varið til velferða- mála, heilbrigðiskerfisins, mennt- unar, vegagerðar (Oddsskarð hefði forgang) og annarra góðra hluta. Þá kæmi ekki lengur til greina að loka líknardeildum í þéttbýli eða sjúkrahúsum úti á landsbyggðinni. Rísi „Nýja Ísland“ upp með reisn og glæsibrag. Það skuluð þið bóka. P.S. Fyrst verðum við víst að losa okkur við skammsýna banka- stjóra (á borð við B.E. í Ísl.) sem eru bandóðir í að veðsetja óveidd- an fisk í sjónum við Íslands- trendur. Hvers konar niðurskurður gæti bjargað efnahagslífi Íslands? Eftir Halldór Þorsteinsson »Hugsið ykkur þær gríðarlegu fjár- fúlgur sem gjafakvóta- greifunum tókst að stinga undan á sínum tíma með svívirðilegu framtalsbraski sínu og eru þær nú víst geymd- ar á litlum eyjum eða í Lúxemburg.Halldór Þorsteinsson Höfundur er fv. skólastjóri Málaskóla Halldórs. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.