Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Beta mín, ég votta þér, börn- um og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Þín systir, Hólmfríður Sveinsdóttir. Elsku Billi. Það er stutt á milli kveðju- stunda ykkar bræðra. Jón lést í nóvember 2009, Ragnar 2. jan. 2012 og nú er röðin komin að þér, Billi minn, en þú kvaddir okkur 21. jan. sl. Allir fenguð þið hvíld- ina eftir margra ára veikindi, all- ir fæddir á Siglufirði, misstuð föður ykkar ungir og urðuð að bjarga ykkur eftir bestu getu með hjálp duglegrar móður. Þið Nonni fóruð snemma á sjóinn og tókuð Svenna, litla bróður, með ykkur. Síðar lærðir þú netagerð sem varð þitt ævi- starf, í eigin fyrirtæki. Þið þrír fluttuð á Stór-Reykja- víkursvæðið, og Gígja líka, en Sveinn, yngsti bróðirinn er ennþá búsettur á Sigló en ætíð var góður samgangur á milli heimila ykkar systkina. Árið 2004 var þess minnst með hátíðarhöldum á Siglufirði að 100 ár voru liðin frá því að fyrst var söltuð þar síld af Norðmönnum. Og þar sem faðir ykkar var síld- arsaltandi og útgerðarmaður stungu þau Sveinn og Begga, konan hans upp á því að þið systkinin og makar hittust á Siglufirði og tækjuð þátt í hátíð- arhöldunum. Þarna áttuð þið systkinin sam- an yndislega sólardaga í faðmi fjallanna háu og öll dvöldum við á heimili Sveins og Beggu. Ekki mátti það seinna vera því nú var farið að bera á veikindum Jóns. Eftir að Jón var kominn á Skógarbæ og Ragnar á Sólvang buðu Beta og ykkar yndislegu dætur, okkur hjónum, ásamt Bettý og Sverri og Siggu og Jonna, tvisvar í súkkulaði- samkvæmi á ykkar fallega heim- ili Seiðakvísl 3. Okkur konunum fannst þetta meiri háttar gaman að fá að hittast og spjalla saman en þetta var orðið of erfitt fyrir karlana okkar. Sverrir lést í sumar, eftir margra ára veikindi. Á áttræðisafmæli þínu, sem Beta og börnin þín héldu upp á með glæsibrag, fengu þau Stefán afkomanda Stefáns Íslandi til að skemmta gestum með söng og glensi. Hann dansaði við þig sjó- mannavals, blikkaði allar fínu konurnar og bjó til smáleikþátt með Sveini syni þínum og Reyni Sigurðs og reyndi að kenna þeim að koma fram sem óperusöngv- arar. Þetta varð ógleymanlegur dagur fyrir okkur öll og lengi á eftir kviknuðu litlar stjörnur í augum Ragga bróður þíns ef minnst var á afmælið. En nú er komið að leiðarlok- um og þökkum við mágkonur og systkin af heilum hug fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum notið saman. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Erla Þórðardóttir. Það er margt veganestið sem við tökum með okkur út í lífið. Sumt glatast á miðri leið, ann- að nær slíkri fótfestu að það hlýt- ur framhaldslíf og getur jafnvel orðið öðrum veganesti. Hann Guðmundur Sveinsson, Billi frændi, gaf okkur hjónum hollráð í nestið, í upphafi búskap- arbaslsins, þegar hann skrifaði upp á víxil fyrir okkur til húsa- kaupa. Ekki lét hann undirskriftina eina nægja, né það sem hún stóð fyrir, heldur fylgdi henni úr hlaði með ámóta orðum: „Það getur alltaf gerst að menn geti ekki greitt af sínum skuldbindingum á réttum tíma, en látið aldrei henda ykkur að hafa ekki samband við lánar- drottna og útskýra málið, fá frest eða semja um greiðslur. Það versta sem nokkur maður gerir í slíkri stöðu er að þegja þunnu hljóði og láta ekki í sér heyra, það er nefnilega yfirleitt hægt að leysa margan vandann ef hann er færður í orð.“ Eitthvað á þessa leið voru um- búðirnar utan um víxilinn, sem fyrir löngu er greiddur, og í hús- inu erum við enn. Við höfum reynt að fylgja þessum ráðum og vonandi gefið þeim vængi, einhverjum öðrum til eftirbreytni. Billi var ákaflega hlýr maður, glaðsinna og barngóður. Hann reyndist mér sannur bjargvætt- ur á efri unglingsárunum, þegar við Helga vinkona þráðum það heitast að komast til útlanda, án þess þó að eiga fyrir fargjaldi aðra leiðina, hvað þá báðar. Með sín sambönd við útgerð- armenn, í tengslum við netagerð- ina, kjaftaði hann okkur inn á öndvegis skipstjóra á síldarbáti, og eftir vikulanga sjóveiki við síldveiðar í Norðursjónum náð- um við til fyrirheitna landsins og forfrömuðumst. Fyrir alla aðstoðina viljum við þakka. Í gegnum tíðina, einkum á ár- um áður, hittumst við oft í fjöl- skylduboðum; en Billi var föður- bróðir minn, og var einstaklega gaman að rökræða við hann um menn og málefni. Þar tókust gjarnan á ungæðisleg viðhorf okkar, hinna yngri, sem sáu lífið fyrir sér í rósrauðum bjarma jafnaðarmennskunnar, þar sem allir skyldu uppskera viðlíka hlut, andspænis lífsreynslu at- vinnurekandans, sem þrátt fyrir fallega hugsun vissi að í raun- veruleikanum væri slíkt ekki allt- af gerlegt og því síður alls kostar sanngjarnt. Þessi skoðanaskipti hafa án efa mótað okkur til frambúðar. Í nokkur undanfarin ár glímdi Billi við heilsubrest, en hélt þó ætíð sínu glaðlega og ljúfmann- lega viðmóti. Við Hreiðar sendum fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur, með kærri þökk fyrir samfylgdina og óskum góðum dreng fararheilla. Fríða frænka Ragnarsdóttir. Viljum með kærleika og hlýju minnast Guðmundar Sveinsson- ar eða Billa, mannsins hennar Betu frænku, móðursystur okk- ar. En það var góður samgangur á milli þessara fjölskyldna þegar við börnin vorum að alast upp. Hann var einstaklega barngóður og hændust börn mjög að hon- um. Alltaf tóku þau hjónin Beta og Billi vel á móti okkur börn- unum, þau voru ófá skiptin sem Anna og Rósa fengu að gista um helgar og skemmtu þær sér kon- unglega í faðmi fjölskyldunnar í Hábænum. Þær stundir lifa vel í minningunni og þegar yngsta systkinið, Auður, var skilin eftir hjá þeim í nokkra daga í pössun á unga aldri var daman sko ekkert á því að fara heim aftur eftir því- líka dekurdvöl. Oftar en ekki voru stórar púslur á borðum í stofunni og alltaf leyfði hann okkur að reyna að púsla þótt við gætum ekki sett eitt stykki niður en maður var aldrei rekinn í burtu. Minningin er ljúf þegar jóla- sveinninn góði birtist fyrir utan á aðfangadag, með pakka til okkar, vá jólasveinninn kom heim til okkar, það var svaka- lega spennandi. Takk fyrir allar samveru- stundir í gegnum árin. Megi ljós, friður og kærleikur umvefja ykk- ur elsku Beta, Sjöfn, Svenni, Birna og fjölskyldur. Minning um góðan mann lifir í hjörtum okkur, nú líður honum vel og örugglega fagnaðarfundir þegar þeir bræður hittast á ný. Siggubörn, Anna Kristín, Kristján, Rósa og Auður Elísabet. Að heilsast og kveðjast er lífs- ins saga, og nú hefur Billi gengið veginn á enda og kvatt þetta jarðvistarsvið. Það var í desem- ber 1992, sem aðstæður urðu þess valdandi að ég kom fyrst inn á heimili Betu og Billa í Dísarásn- um. Ég var dálítið kvíðin, þekkti þessi hjón ekki og bjóst eins við því að þarna mætti mér fálæti og kuldi. En það var nú öðru nær, þétt handtak, bros og hlý orð var það sem mætti mér og þegar upp komst að ég var á vissan hátt tengd Siglufirði varð Billi kátur. Um tíma kom ég á hverjum degi til þeirra hjóna og ætíð var Billi glaður og hress, og það var alveg einstakt að sjá og heyra hversu mikið hann dáði og elskaði barnabörnin. Endalaust var hann að fara með þau hingað og þang- að og leika við þau. Hjálpsamur var Billi með eindæmum, þau voru ófá skiptin er ég var að fara heim frá þeim að hann var búinn að skafa snjóinn af bílnum og ýta frá dekkjunum svo ég kæmist með góðu móti í burtu. Reyndar eigum við Garðar Billa svo mikið að þakka að ógerlegt er að koma því í orð, en ég vona að hann hafi vitað hversu óumræðilega þakk- lát við vorum, og erum enn. Síðast þegar ég sá Billa var hann byrjaður að fara aðeins inn í heim gleymskunnar, en þrátt fyrir það var hann brosandi og hlýr og þétta handtakið hans var ennþá það sama. Elsku Beta, sendum þér og allri fjölskyldunni samúðarkveðjur. Billa kveðjum með virðingu og þakklæti fyrir allt, og biðjum þess að ljós og friður fylgi honum. Signý Sigtryggsdóttir. Guðmundar Sveinssonar, fyrr- verandi tengdafaðir minn var vandaður, traustur og góður maður sem lét sér einstaklega annt um fjölskyldu sína. Ég kynntist honum ung að árum og var tengdadóttir hans í hátt á annan áratug. Samfylgdin varð þó lengri því ég átti því láni að fagna að eiga þau Betu og Billa að áfram og geta alltaf leitað til þeirra. Þau reyndust einstaklega góð afi og amma barnanna minna og ég naut ávallt náinna og góðra samvista við þau. Ég er innilega þakklát fyrir öll árin sem við héldum áfram að eiga sem fjöl- skylda eftir að ég varð ein með börnin og svo áfram eftir að ég fór á ný í sambúð. Þá héldum við t.d. öll saman áramótin í mörg ár, móðir mín og fyrrverandi tengdaforeldrar með núverandi tengdaforeldrum, sem okkur þótti mjög ánægjulegt. Frá þess- um árum er margs að minnast og samverustundirnar voru margar og fjölbreytilegar. Ferðalög til útlanda og innanlands, fjölmörg matarboð og viðburðir alls kon- ar. Sérstaklega eru minnisstæð- ar heimsóknir þeirra hjóna til Svíþjóðar, bæði til að taka þátt í daglegu lífi okkar og líka til að ferðast saman og halda upp á merka áfanga. Alltaf var afi Billi glaður og hress og ég gleymi því aldrei þegar hann þeyttist um skemmtiferðaskip á eftir litlu sonardótturinni sem var nýfarin að ganga og þurfti að spreyta sig upp og niður, út og suður og allir gáfust upp á að elta hana nema afi. Þau hjónin nutu sín einstak- lega vel sem gestgjafar, rausn- arleg og gefandi. Líflegar um- ræður voru gjarnan um menn og málefni þar sem Billi gerði oft góðlátlegt grín og gat líka stund- um verið beinskeyttur í tilsvör- um en alltaf hittinn á kjarna málsins, enda skarpgreindur og vel að sér. Öll hans störf einkenndust af fagmennsku og vandvirkni og hann rak sitt eigið fyrirtæki af myndarbrag. Það er þó þannig að trúlega er ekkert hlutverk sem fór honum jafn vel og afa- hlutverkið. Hann bókstaflega blómstraði í því strax frá komu fyrsta barnabarnsins. Hann hafði endalausa þolinmæði og áhuga og aðdáunin skilyrðislaus, enda dýrkuðu þau hann öll. Það voru mikil foréttindi barnanna minna að eiga hann sem afa. Ég kveð kæran tengdaföður minn fyrrverandi með virðingu og þakklæti fyrir einstaka um- hyggju og fórnfýsi sem ég og fjölskylda mín nutum í svo ríkum mæli alla tíð. Við Hjörleifur vott- um Betu og fjölskyldunni allri innilegustu samúð okkar. Hjördís Ásberg. Við fráfall Guðmundar Sveins- sonar netagerðarmeistara (Billa) vil ég minnast meistara míns í netagerð. Hann var mér fyrir- mynd og leiðarljós í iðngreininni sem ég og fleiri lögðu fyrir sig á sjöunda áratug síðustu aldar. Þá varð gríðarlegur uppgangur í sjávarútvegi með tilkomu nýrrar veiðitækni með hringnótum. Billi var einn þeirra sem lagði lóð sitt á vogarskálarnar í þróun hring- nótarinnar við veiðar á síld og loðnu sem leiddi af sér eitt af mestu framfaraskeiðum í sögu íslensku þjóðarinnar á þeim tíma. Það var einkar ánægjulegt að starfa með Billa við uppsetningar og viðhald á veiðarfærum nóta- flotans. Hann var góður leiðtogi starfsmanna sinna á netaverk- stæðinu sem hann rak um ártuga skeið í Reykjavík. Billi átti mjög gott með að hrífa menn með sér þegar mikið lá við á stuttum ver- tíðum þar sem allt kapp var lagt á að koma með sem mestan afla að landi. Við þessar aðstæður var Billi í essinu sínu og fljótur að átta sig á því hvað bæri að gera til að verkið gengi sem hraðast meðan aflanum var landað. Billi var að sama skapi mjög sam- viskusamur gagnvart sjálfum sér og öðrum og lofað sjaldan upp í ermina á sér ef hann sá fram á að geta ekki staðið við þau verk sem hann var beðinn að taka að sér. Það sama má segja um verklag Billa að hann gætti þess alltaf að vera með allar mælingar á hreinu í uppsetningum og við- gerðum. Hann fylgdist vel með að verkin væru rétt unnin af kostgæfni og ávann sér traust og vinsældir viðskiptavina sinna sem flestir versluðu við Billa um áratuga skeið. Billi var vakinn og sofinn við rekstur netagerðarinnar alla tíð og fylgdist af miklum áhuga með árangri nótaflotans á hverjum tíma. Óhætt er að fullyrða að það var honum mikið hjartans mál að framleiða úrvalsveiðarfæri og þjónusta nótaflotann af vand- virkni hverju sinni. Billi var einn af fáum netagerðarmeisturum sem seldu nýjar hringnætur til útflutnings. Ejler Jakobsen, einn fremsti síldarskipstjóri Færeyja fyrr og síðar, keypti nokkrar síldarnæt- ur frá honum þegar síldarævin- týrið svokallað stóð sem hæst austur af landinu. Viðskiptin komu til vegna þess hve hring- nætur Billa reyndust afbragðsvel hjá innlendum skipstjórum en ekki vegna auglýsinga- né mark- aðsátaks að hans hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að bestu sölumenn í veiðarfærum, sem og í öðru, eru ánægðir notendur sem miðla reynslu sinni og ár- angri til annarra á sama starfs- vettvangi. Vöruþróun og endur- bætur voru ofarlega í huga Billa alla tíð sem hann framkvæmdi í samvinnu við skipstjóra nóta- skipanna. Hæst ber að hann var fyrstur til að prófa og útfæra nýja fellinga-aðferð sem olli bylt- ingu í uppsetningu og viðhaldi hringnóta hér við land. Billi lét sér annt um fræðslu og hagsmunamál greinarinnar innan Landssamband veiðar- færagerða um árabil. Hann var gerður að heiðursfélaga sam- bandsins áður en hann lét af störfum í netagerð. Að endingu votta ég Elísabetu, eiginkonu Billa og öðrum aðstandendum einlæga samúð mína á sorgar- stundu. Guðmundur Gunnarsson. Elsku Guðmundur Emil. Mér er orða vant hvað ég á að skrifa um þig en það sem mig langar til að segja er: Ég var þess aðnjótandi að fá að fylgjast með þér í gegnum ömmu Doddu og Ásgeir afa. Það var gaman að fá að eiga kvöldstund með þér og mömmu þinni núna fyrir stuttu. Þú brostir, litla hetja, og fylgd- ist með á meðan ég var hjá ykkur mæðginunum. Þetta var með þínum betri Guðmundur Emil Oddgeirsson ✝ GuðmundurEmil Odd- geirsson fæddist í Reykjavík 30. októ- ber 2010. Hann andaðist á Barna- spítala Hringsins við Hringbraut 17. janúar 2012. Útför Guð- mundar Emils fór fram frá Graf- arvogskirkju 23. janúar 2012. dögum og ég var svo heppin að fá að njóta hans. En núna ertu far- inn á brott, elsku vinurinn, og eftir eru minningar og tómleiki. Það eina sem ég get sagt í dag er þakka þér fyrir allar góðu samveru- stundirnar okkar. Elsku Sigrún Halla, Oddgeir, Emma Þórunn, Dodda og Ásgeir. Ég og fjölskylda mín viljum votta ykkur alla okkar samúð á þessum erfiðu tímum og megi al- góður Guð styðja ykkur . Að lokum læt ég fylgja með stutt vers eftir Hallgrím Péturs- son Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Guð geymi þig. Anna María frænka. Þegar ég frétti látið hennar Göggu í Brekku komu í hugann myndir frá bernsku- og unglings- árunum heima í Svarfaðardal. Það er stutt á milli Jarðbrúar, þar sem ég ólst upp, og Brekku, æskuheim- ilis Göggu, og mikill samgangur á milli bæjanna. Við vorum jafnaldr- ar að kalla, ég árinu yngri, fæddur í september en hún í október og þess vegna „náði“ ég henni í aldri dagana sem á milli bar. Venjulega skiptumst við á af- mælisgjöfum og þar kom bara eitt til greina: bók, því bæði voru bókaormar og ekki fyrir það að synja að valið hafi stundum farið eftir smekk gefandans, að minnsta kosti hvað mig áhrærði, enda voru svo bækurnar lánaðar á víxl. Við vorum leiksystkin en eins og vænta mátti var minna um leiki að sumri en vetri því bæði fóru snemma að hjálpa til við verkin eftir því sem geta leyfði og þá voru sumarverkin fleiri við hæfi barna en vetrarverkin. Heimsóknir voru gagnkvæmar og þegar aftur skyldi farið heim fylgdi gestgjafinn gesti sínum á leið, jafnvel alla leið heim. Ekki skorti umræðuefni og oftar en ekki fylgdi svo gesturinn gestgjaf- anum heim aftur og þannig fram og til baka meðan málin voru rædd. Hvort fór svo einsamalt heim að lokum var ekki sjálfgefið. Bæði fengu helst bækur í jóla- gjöf og enn man ég spennuna eftir að vita hvaða bækur Gagga hafði fengið og líklega hefur hún verið álíka spennt fyrir mínum bókum. Svo var auðvitað lánað á víxl sam- kvæmt venju. Kristín Sigríður Klemenzdóttir ✝ Kristín Sigríð-ur (Gagga) Klemenzdóttir fæddist á Brekku í Svarfaðardal 5. október 1937. Hún lést á heimili sínu 16. janúar 2012. Útför Kristínar Sigríðar fór fram frá Dalvíkurkirkju 23. janúar 2012. Skólinn var á Þinghúsinu á Grund og þar fylgdumst við að í barnaskóla undir handleiðslu Þórarins Kr. Eldjárns á Tjörn og síðar í unglinga- skóla þar sem kenn- arinn var Hjörtur Eldjárn Þórarinsson á Tjörn. Síðasta kennslu- stund í barnaskólan- um fyrir matarhlé var þrungin spennu því Þórarinn hafði með sér kaffi á glerfleyg sem hann setti á olíuofninn í suðvesturhorni salarins til að yla kaffið og losaði aðeins um tappann. Hélt svo áfram að kenna og lést ekki sjá hvernig spennan magnaðist hjá ungviðinu sem beið í ofvæni eftir því að fleygurinn hitn- aði svo mikið að tappinn skytist úr með háum hvelli og skylli í loftinu. Það var svo aukabónus ef þrýsting- urinn varð svo mikill að kaffið gysi upp á eftir tappanum og skildi eftir brúnan blett í loftinu. Oft fór ég heim í Brekku með Göggu þegar við komum úr skól- anum. Þá var gjarna spilað um stund eða reiknuð heimadæmi. Stundum spilaði Klemenz við okk- ur eða vó sig upp á tein eða rör sem lá milli veggja í stofunni og hékk þar á tánum. Það langaði mig til að geta en varð aldrei nema löngunin og verður tæpast úr þessu. Það var kapp í okkur Göggu að fá hærri einkunnir en hitt og var ýmist hvort hafði betur. Aldrei varð það að vinslitum og ekki man ég til þess að nokkru sinni hafi slest upp á vinskapinn milli okkar. Gagga var gegnheil persóna sem gott var að eiga að vini. Mér þykir einkar vænt um að hafa hitt þau hjónin um gangnahelgina í haust. Þrátt fyrir veikindin átti hún bros að gefa og þannig er gott að muna hana. Ég votta ástvinum Göggu inni- lega samúð og bið Guð að blessa þeim minninguna um hana og styrkja þau í sorginni. Þórir Jónsson frá Jarðbrú. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.