Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Á litla sviði Borgarleik- hússins er verið að sýna sjóntónleikinn Sögu þjóðar. Eiríkur Þ. Stephensen og Hjör- leifur Hjartarson, meðlimir hljóm- sveitarinnar Hunds í óskilum, fara þar í tali og tónum á hundavaði í gegnum Íslandssöguna frá upphafi til okkar daga. Sýningin er sam- starfsverkefni Hunds í óskilum, Leikfélags Akureyrar og Borgar- leikhússins og var frumsýnd norðan heiða fyrr á þessu leikári. Benedikt Erlingsson er leikstjóri sýningar- innar. „Okkur hefur alltaf fundist tónlist- arflutningur okkar vera á milli þess að vera leikhús og tónleikar. Þess vegna ákváðum við núna að fara yfir línuna og stíga á leiksviðið,“ segja þeir félagar, Eiríkur og Hjörleifur. „Í þessari sýningu förum við í gegn- um alla Íslandssöguna. Við byrjum á Miklahvelli en förum þar hratt yfir sögu og tökum svo helstu atriði í Ís- landssögunni frá landnámi til dags- ins í dag. Í Íslandssögunni skiptast á góðæri og hrun og síðasta hrun er alls ekki nýtt fyrirbæri. Við getum ekki sagt alla Íslandssöguna en segj- um frá því sem okkur finnst áhuga- vert og þar er margt sem fólk þekkir en þar er örugglega líka ýmislegt sem margir eru búnir að gleyma. Við reynum að finna spaugilega hlið á sögunni, tölum út frá nútíman- um og finnum samsvaranir. Ekkert er nýtt undir sólinni og það getur verið fyndið að sjá hvernig hlutirnir endurtaka sig. En þetta verk á ekki bara að vera fyndið og skemmtilegt heldur líka fræðandi. Við þurftum að leggjast í mikla vinnu við að lesa okkur til um Íslandssöguna og reyna að finna sitthvað áhugavert sem virkar á sviði.“ Lásuð þið gamlar kennslubækur? „Já, meðal annars. Við höfum öll lesið sömu kennslubækurnar og þær verða að vera þarna. Ætli Jónas frá Hriflu rifjist ekki upp fyrir þeim sem verða í salnum. Söguskoðun hans er í okkur öllum.“ Hvernig lög notið þið í sýning- unni? „Í gegnum tíðina höfum við spilað þó nokkuð af lögum eftir aðra í mis- skrýtnum útsendingum og við not- um eitthvað af þeim, en við höfum líka samið mikið af nýjum lögum sér- staklega fyrir þessa sýningu. Upp- haflega hugmyndin var sviðsettir tónleikar en síðan þróaðist vinnan í átt að meira leikhúsi. Ætli það megi ekki kalla þetta sjóntónleika. Við er- um kátir með þetta verk og vonum að það gangi vel hér í Borgarleikhús- inu. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að rifja upp Íslandssöguna. Svo er líka alltaf jákvætt að fá nýtt íslenskt leikverk í leikhúsin.“ Benedikt Erlingsson leikstýrir. Hvernig var að vinna í samstarfi við hann? „Það er mjög gaman að vinna með honum. Við unnum með honum í Ís- landsklukkunni þar sem við sömdum og fluttum tónlistina og fengum reyndar Grímuverðlaunin fyrir tón- listina, sem var verulega skemmti- legt. Okkur langaði því til að fá Benedikt í samstarf með okkur. Hann var rétti maðurinn í þetta.“ Segið mér svo af hverju hljóm- sveitin ykkar heitir Hundur í óskil- um? „Við byrjuðum að spila saman 1994 og spiluðum þá dinnertónlist. Á þeim tíma hét hljómsveitin alls kon- ar nöfnum. Ætli það hafi ekki verið eins konar húmor hjá okkur að skipta stöðugt um nafn. Svo létum við prenta nafnspjöld einmitt þegar við hétum Hundur í óskilum. Þetta var stór bunki af nafnspjöldum og eftir það var of kostnaðarsamt að skipta um nafn. Síðan höfum við heitið Hundur í óskilum.“ Hvað er framundan hjá ykkur? „Við höfum aldrei planað framtíð- ina. Við munum finna okkur eitthvað að gera eftir þessa sýningu.“ Morgunblaðið/Kristinn Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Þ. Stephensen „Okkur hefur alltaf fundist tónlistarflutningur okkar vera á milli þess að vera leikhús og tónleikar.“ Frá Miklahvelli til nútímans  Sjóntónleikurinn Saga þjóðar í Borgarleikhúsinu  Hljómsveitin Hundur í óskilum segir Íslands- söguna  Reynum að finna spaugilega hlið á sögunni, segja meðlimir hljómsveitarinnar » „Við reynum að finna spaugilega hlið á sögunni, tölum út frá nú-tímanum og finnum samsvaranir. Ekkert er nýtt undir sólinni og það getur verið fyndið að sjá hvernig hlutirnir endurtaka sig. En þetta verk á ekki bara að vera fyndið og skemmtilegt heldur líka fræðandi. Við þurftum að leggjast í mikla vinnu við að lesa okkur til um Íslandssöguna og reyna að finna sitthvað áhugavert sem virkar á sviði.“Hjörleifur Hjartarson er tón- menntakennari að mennt og hefur fengist jöfnum höndum við tónlist og skriftir um árabil. Hann söng með Tjarnar- kvartettinum, hefur skrifað nokkur leikrit og samið leik- hústónlist fyrir eigin verk og annarra. Eiríkur Stephensen er mennt- aður blásarakennari og tón- fræðingur. Hann starfar sem skólastjóri Tónlistarskóla Eyja- fjarðar. Hundur í óskilum LISTAMENNIRNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.