Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2012 Spánar og það var líka gaman að koma í sumarbústaðinn til þín og afa. Þú sast alltaf í stólnum þín- um og prjónaðir eitthvað fallegt. Ég var á leiðinni til þín að kveðja þig, en þú varst farin þegar ég kom. Ég fékk að sjá þig og þú varst svo falleg með augnskugga. Afi var alltaf svo duglegur að hjálpa þér, ég elska þig amma mín og sakna þín. Þín ömmustelpa, Karen Sól. Elsku amma mín, ég á svo margar fallegar minningar um þig. Alltaf þegar ég kom heim til þín gafstu mér ís eða kökur. Þú prjónaðir svo flotta peysu á mig, ég fer eiginlega alltaf í henni þeg- ar ég fer í skólann. Þú gafst mér alltaf hlýju. Afi var alltaf til stað- ar þegar þig vantaði hjálp. Þú varst svo sterk og dugleg, en þessi ljóti sjúkdómur náði loks að vinna, en þú hefur barist gegn honum í 10 ár. Ég á eftir að sakna þín elsku amma mín. Við skulum passa afa fyrir þig. Þinn ömmustrákur, Pétur Arnar. Elsku amma mín. Ég fór heim til þín og afa fyrir stuttu og sagði mömmu að amma Svandís væri horfin. Hún amma væri horfin og væri lasin. Ég hef engan skilning á því sem hefur gerst en ég hef huggað mömmu mikið. Gefið henni mörg knús og þurrkað tár- in hennar því mér finnst svo erfitt að sjá mömmu gráta. Ég ákvað svo að þú værir í sveitinni og heimtaði það að fara strax í sveit- ina. Þegar mamma sagði mér að það væri ekki hægt þá varð ég mjög sár, en afi Pétur lofaði mér því að ég fengi að fara í sveitina bráðum þegar snjórinn væri far- inn. Þú varst alltaf að gefa mér got- terí og þegar mamma reyndi að stoppa mig þegar ég var búin að borða mikið úr skálinni þá settir þú bara meira gotterí í skálina. Þú last líka oft fyrir mig bækurn- ar um Snúð og Snældu, það fannst okkur báðum gaman og gátum setið lengi og skoðað myndirnar og lesið. Við gátum meira að segja setið saman og lesið tímarit, þú sýndir mér myndir og ég sýndi þér. Við vor- um góðar saman. Ég vildi að ég hefði haft þig lengur hjá mér amma mín. Þín ömmustelpa, Hafrún Lilja. Elsku amma mín. Mig langar að skrifa til þín nokkkur orð og segja hve yndisleg amma þú varst mér. Þú varst mér alltaf til staðar, og ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir vini mína. Man það svo vel þegar þið afi fóruð eina helgi í sumarbústaðinn ykk- ar. Mig og vin minn vantaði gist- ingu í Reykjavík í einni keppn- isferð sem við vorum í, og þið lánuðuð okkur húsið ykkar heila helgi eins og ekkert væri eðli- legra, og við aðeins 16 ára gamlir. Eins þótt þið afi væruð heima, þá stóð hús ykkar opið fyrir mig og vini mína. Elsku amma mín það er ekki hægt að lýsa því með orðum hversu mikið ég mun sakna þín. Það verður skrítið að koma til afa og sjá þig ekki sitjandi í stólnum þínum prjónandi peysu handa einhverju barnabarninu. Ég elska þig amma mín svo mikið og er svo þakklátur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Varst alltaf svo sterk og dugleg og það ættu allir að taka þig til fyrirmyndar, þú barðist við veik- indi þín af mikilli hetjudáð og kvartaðir aldrei. Varst alltaf hress og kát og alltaf svo sæt og falleg. Veit að þú ert á betri stað núna þar sem ég veit að þér líður betur án sársauka veikinda þinna. Ég elska þig amma mín Elsku afi minn, takk fyrir að vera svo góður við ömmu mína. Hilmar Þór Kárason. Elsku fallega amma mín. Við eigum svo margar góðar minningar saman. Það sem er mér efst í huga er þegar við fór- um saman til Danmerkur árið 2004. Við fórum í tívolíið eitt kvöldið og einhvern veginn náði ég að plata þig með mér í stærsta tækið. Þú settist við hliðina á mér, brostir og kallaðir til mannsins sem var að stjórna tækinu „mormor í tívolí, mormor í tívolí“, okkur fannst það mjög fyndið. Ég var miklu hræddari í tækinu en nokkurn tímann þú. Þú varst hörkutól, snúllu-amman mín. Þú varst alltaf full af orku. Þegar ég bjó hjá ykkur varstu á fullu í ræktinni, þú fórst oftar í ræktina en ég, borðaðir alltaf fisk og grænmeti og fékkst þér alltaf Cheerios í morgunmatinn. Það eru ekki allir sem eiga ömmur sem biðja um skrefamæli í sex- tugsafmælisgjöf. Elsku amma mín, þú varst einstök kona, sem ég sakna svo mikið. Þú varst allt- af svo fín, áttir alltaf flottustu skóna og flottustu kápurnar og vil ég meina að ég hafi fengið alla mína skósýki frá þér. Þegar ég var lítil fórstu alltaf með mig í leikhús þegar ég kom til Reykjavíkur. Við gerðum okk- ur fínar og fór ég oft í hvíta pels- inum sem þú saumaðir handa mér, vorum alltaf algjörar skvís- ur. Þú elskaðir að stússast með mér og elskaði ég að stússast með þér. Ég eyddi öllum verslunar- mannahelgunum með ykkur afa á Flúðum, það var alltaf uppá- haldshelgin mín á árinu. Þú varst svo miklu meira en bara amma mín. Þú varst vinkona mín. Þegar ég kíkti í heimsókn gátum við alltaf spjallað svo lengi, horfðum á þáttinn okkar (Glæstar vonir), þú prjónaðir og við töluðum um daginn og veginn. Ég gat alltaf leitað til þín þegar ég þurfti hjálp við að prjóna eða við stafsetningu. Þegar ég var lasin tókstu mig alltaf að þér og hjúkraðir mér eða fórst með mig til læknis. Þú varst amma mín þegar ég þurfti á ömmu að halda, mamma mín þegar ég þurfti á mömmu að halda og vinkona mín þegar ég þurfti á vinkonu að halda. Þessar hugljúfu minningar verða mér ljósið í sárri sorg sakn- aðar. Ég mun halda fast í allar þessar fallegu minningar sem við eigum saman. Hvíl í friði, elsku amma mín. Afi, takk fyrir að vera klett- urinn hennar ömmu. Elsku afi, mamma, Sólrún, Birgir og Óskar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi guð vaka yfir ykkur á þessum erfiða tíma. Sandra Dís Káradóttir. Hún Svandís systir mín er dá- in. Sú staðreynd nístir sál mína og hjarta. Elsku systir, þú varst falleg, góð, dugleg, þrautseig og ávallt vongóð allt til hinstu stundar. Aldrei heyrði ég þig tala illa um aðra, ávallt reiðubúin að að- stoða og hjálpa öðrum. Þú varst mikil handverkskona, saumaðir og prjónaðir á allan hópinn þinn sem er orðinn ansi stór. Elsku Svandís, takk fyrir mig og mín börn sem fengu margar gleðistundir hjá þér og Pétri í Laugarási og allar góðu veiting- arnar sem þú reiddir fram. Og svo var Jörðin fyrr en varði vikin úr veizluglaumi hins káta júlídags, ofurlítið reynslusár og svikin á sólskinsdýrð, er fann sér hvíldir strax við hljóða gleði heitra ágústkvelda og hjúpuð rökkri byrgðra sumarelda. Þó voru merki þess, sem verða vildi, á viði og blómi í hverjum gróðurstað. Hún vissi, að hverju fór, og fann og skildi, þar færðust sumarlokin stundvíst að, því dásemd hver og fegurð á sér endi, svo öllu er mældur tími úr drottins hendi. Og mig, sem hafði fylgzt með ferðum Jarðar og fetað hennar slóð um sumarleið og engar götur fundizt fótum harðar, mig fór að gruna, hvað að lokum beið. Og dimmur ótti dunaði mér í blóði, þótt döggin enn í morgunsári glóði. Hvar fann sér staðar ferill minn að kveldi? Hvar fékk ég sýnt, að betur hafði ég mætt? Hvar mundi lýsa lengi af mínum eldi? Hvar lifna dáð af minni gjörð og sætt? Hvar vaxa grös úr gengnu spori mínu, Hvar glóa blóm og lyfta höfði sínu? Hið eina svar, sem orðlaus þögnin veitti, var ekkert svar. En rétt í sömu mund rann ágústsól og öllum litum breytti, og undireins var skipt um svið og stund. En geisli hlýr og goluhöndin mjúka úr gráum hærum tók að slétta og strjúka. Ég lifi enn við ljúfa ágústdaga og læt mig ekki hræða efstu nótt, en nýt hvers geisla og gróðurilms úr haga og golunnar, sem hvíslar milt og hljótt: Fávíst, einsamt förubarn á vegi, fylgzt er með þér, þótt þú vitir eigi, Þínum morgni, þínum degi, Þínu kveldi – og nótt. (Bragi Sigurjónsson) Guð geymi þig elsku Svandís. Sjöfn Ottósdóttir og Markús Sigurðsson. Í dag kveðjum við góða sam- ferðakonu, mágkonu mína Svan- dísi Ottósdóttur, sem varð að láta í minni pokann eftir langa bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Á slíkri stundu leitar hugurinn til liðins tíma og þá er margs að minnast því samferðin er orðin býsna löng. Fyrir um 50 árum réði hún sig til Lillu systur norður á Blönduósi til að líta eftir Óskari og Ásu og nokkrum árum síðar sumarpart í Húnaveri hjá Sigfúsi og Jóhönnu. En kynnin urðu meiri síðar þegar Svandís og Pét- ur stofnuðu heimili í Mosgerðinu. Myndin sem birtist þegar horft er yfir lífshlaup Svandísar er trygglynd og traust mann- nesja sem ávann sér virðingu allra sem henni kynntust, bæði innan fjölskyldunnar, í vinahópn- um og í starfi. Svandís bjó yfir traustri skapgerð og lét ekki mótlætið brjóta sig niður heldur mætti því af yfirvegun og af raunsæi. Það var gott að eiga hana að því hún var í senn góður vinur og jarðbundinn leiðbein- andi. Hennar góðu hæfileikar til að takast á við hin daglegu verk- efni nýttust henni vel í að halda utan um stóra fjölskyldu. Svandís var Reykjavíkurmær, fædd og uppalin í Reykjavík, en þrátt fyrir það átti hún sína sveit sem skipti hana miklu máli. Hún og Pétur byggðu sér sumarbú- stað í Gnúpverjahreppnum og lögðu mikla alúð við að rækta landið upp og skapa sem best skilyrði til útivistar. Nú er svæðið orðið að sælureit með háum trjám sem skýla fyrir norðaust- anáttinni, sem stundum virðist ætla að vara að eilífu í Gnúpverja- hreppnum. Dvölin í sveitinni var ekki eingöngu bundin við sum- arbústaðinn því hún lét sig einnig miklu varða umhverfið og mann- lífið. Hún var ekki gestkomandi, heldur ein af heildinni, samfélag- ið í sveitinni skipti máli og hún var virkur þátttakandi í félagslíf- inu, mætti í réttir og á þorrablót. Að kveðja lífsförunaut fyrir aldur fram eftir langa sambúð er erfið stund, en stund sem mörg okkar verðum að takast á við ein- hvern tímann á lífsleiðinni. Það getur verið erfitt að sjá framhald- ið og hvernig á að fylla upp í það tómarúm sem skapast við slíkar aðstæður. Það er nú verkefnið sem blasir við Pétri og börnum. Þá skiptir máli að eiga góðar minningar, geta rifjað upp allt það góða og skemmtilega. Fjöl- skylda Svandísar á fjársjóð minn- inga sem léttir sporin og auðveld- ar þeim að byggja framtíðina án hennar. Um leið og ég þakka Svandísi samfylgdina vil ég senda Pétri og fjölskyldu hans mínar bestu kveðjur og þrátt fyrir að erfitt sé að sætta sig við að ástvinur sé horfinn skiptir miklu máli að hann lifir áfram með okkur. Þorbjörn Guðmundsson. Það er ekki auðvelt að horfast í augu við það þegar góð vinkona hverfur á braut úr þessum heimi. Kynni okkar Svandísar hófust þegar ég byrjaði að vinna á geð- deild Landspítala í ágúst 1988, en þá hafði hún unnið þar í eitt ár sem læknaritari og vann hún við þá stofnun meðan henni entust kraftar, síðustu árin á barna- og unglingageðdeild. Með okkur tókst fljótt góður vinskapur og ekki dró það úr þegar í ljós komu tengsl hennar fjölskyldu við vina- fólk mitt sem bjó þá í Laugarási í Biskupstungum, þar sem Svandís og hennar fjölskylda bjuggu um árabil. Við höfðum báðar sterkar taugar til sveitalífsins og um haustið ákváðum við að fara sam- an austur í sveitir í réttir sem varð síðan árviss viðburður, var þá gist í Straumi á Flúðum þar sem við höfum notið góðra sam- verustunda með því frábæra fólki sem þar býr og átt margar gleði- stundir. Það eru ótal minningar sem leita á hugann sem langt mál væri að telja upp. Ég fór með þeim Svandísi og Pétri í nokkrar sólar- landaferðir sem ekki munu gleymast, en það var líf og yndi Svandísar að fara í slíkar ferðir. Voru þau hjónin einmitt nýkomin úr ferð til Tenerife þegar hún þurfti að leggjast inn á sjúkrahús vegna sinna veikinda, þar sem hún lauk sinni lífsgöngu. Svandís var einstaklega góður starfskraftur, samviskusöm og dugleg og ég dáðist oft að þraut- seigju hennar við að takast á við hin ýmsu verkefni sem þurftu íhugunar við, það var ekki til í henni neitt sem hét að gefast upp og leggja árar í bát þó að málin lægju ekki ljóst fyrir. Þessi þrautseigja kom einnig mjög vel fram í veikindum hennar, sem reyndust henni erfið síðustu árin þar sem hún var hætt að geta far- ið út úr húsi öðruvísi en að notast við hjálpartæki. Það hefur þó létt henni tilveruna mikið hvað hún var félagslynd, hafði gaman af að vera innan um fólk og notaði hvert tækifæri til þess að hitta fjölskyldu og vini, bæði heima og heiman. Einnig átti Svandís sinn sælureit í sumarbústað þeirra Péturs þar sem þau dvöldu allar stundir sem þau gátu yfir sum- artímann og þar leið henni best. Svandís lét sér annt um börnin sín og barnabörnin enda komu þau mikið til hennar. Hún þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, enda liggja eftir hana lopapeysur, treflar, sokkar og vettlingar í stórum stíl sem mundi vafalaust fylla stóran gám ef því væri öllu safnað saman. Ég get séð hana fyrir mér sitjandi á bekk á sólar- strönd með lopapeysu á hnjánum að keppast við að prjóna, því ekki dugði að sitja iðjulaus þó að við hin lægjum endilöng með tærnar upp í loftið. Nú hefur hún lagt upp í sína hinstu ferð til ókunnra stranda þar sem hún nýtur vonandi sólar og sumaryls í landi eilífðarinnar. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Svandísi og fyrir að hafa átt vináttu hennar. Fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Þorvaldsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SÆMUNDUR HARALDSSON, Dalbraut 7, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 25. janúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 14.00. Vilborg Ásgeirsdóttir, Kristín Sæmundsdóttir, Gísli Sveinsson, Jón Steinar Sæmundsson, Þorvaldur Sæmundsson, Steinunn Ingvarsdóttir, Stefán Sæmundsson, Linda Agnarsdóttir, Rúnar Sæmundsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og dóttir, KRISTÍN SIGURVINSDÓTTIR, Framnesvegi 15, Keflavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 25. janúar. Útför verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 13.00. Hreinn Steinþórsson, Sigurvin Hreinsson, Ágústa K. Jónsdóttir, Steinþór Hreinsson, Elísabet Kristinsdóttir, Jóhann Hreinsson, Þorgerður Halldórsdóttir, barnabörn, Jóhanna Karlsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN GUÐJÓNSSON apótekari og lyfjafræðingur, Hjallalandi 40, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 22. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. febrúar kl. 13.00. Kristinn Sigurjónsson, Kristín Aðalsteinsdóttir, Inga Sigurjónsdóttir, Ísak V. Jóhannsson, Guðjón Sigurjónsson, Bjarni Sigurjónsson, Rebekka Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN GUÐNADÓTTIR, Sléttuvegi 23, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 1. febrúar kl. 13:00. Vigfús Ólafsson, Ólafur Vigfússon, María Anna Clausen, Vigfús Már Vigfússon, Ingunn J. Sigurðardóttir, Þórhallur Vigfússon, Þuríður Guðjónsdóttir, Valgerður Vigfúsardóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR BERGMANN BERGSSON, taugalæknir og fyrrverandi yfirlæknir á Landspítalanum lést á heimili sínu síðastliðinn fimmtudag. Unnur Þórðardóttir, Yrsa Bergmann Sverrisdóttir, Ýmir Bergmann og barnabörn. Konan mín, móðir okkar, amma og langamma, ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, til heimilis að Smyrlahrauni 46, Hafnarfirði sem lést 26. janúar verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13:00. Kristján Jónsson, Hildur Kristjánsdóttir, Sigurjón Kristjánsson, Kristín Hjaltadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.