Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Egill Ólafsson Kristján Jónsson Dómur Hæstaréttar í gær um geng- istryggðu lánin hefur einvörðungu áhrif á þá vexti sem greiddir voru af láninu frá því það var tekið þar til Alþingi setti lög um málið í desem- ber 2010. Gengislánin bera lægstu óverðtryggða vexti Seðlabanka Ís- lands frá þeim tíma. Margir velta nú fyrir sér stöðu þeirra sem ekki greiddu af lánunum, einnig gæti þurft nýja dóma til að láta reyna á réttarstöðu þeirra sem eru með fjár- mál sín í svonefndri frystingu. Loks er sagt líklegt að dómurinn hafi for- dæmisgildi varðandi lán til fyrir- tækja sem gæti þýtt mun meiri skell fyrir bankana en ella. Eykur á misvægi milli lántaka Dómurinn eykur enn á misvægi milli þeirra sem tóku gengisbundin húsnæðislán og hinna sem glíma við verðtryggð lán vegna íbúðakaupa og hafa enga leiðréttingu fengið, segir Kristján Þór Júlíusson alþingismað- ur á fésbókarsíðu sinni. „Í umræðum eftir gengislánadóm Hæstaréttar 2010 kom fram það sjónarmið að eðlilegt væri að miða við óverðtryggða vexti Seðlabank- ans en ekki Libor-vexti vegna þess að annars yrði munur á stöðu þeirra sem tóku gengistryggð lán og þeirra sem tóku innlend verðtryggð lán svo mikill. Mikill meirihluti allra lána heimilanna er verðtryggð lán,“ segir Kristján. Hjónin sem höfðuðu málið gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum, Maria Elvira Mendez Pinedo og Sig- urður Hreinn Sigurðsson, höfðu greitt upp gengistryggða lánið sem um var deilt og gátu sýnt fullnaðar- kvittun. Ágreiningurinn stóð um hvernig ætti að reikna vexti frá þeim tíma sem lánið var tekið þar til Al- þingi breytti lögunum 2010. Bank- arnir höfðu miðað við óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands enda höfðu Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið mælt með því. Niðurstaða meirihluta Hæsta- réttar í gær var hins vegar að miða ætti við Libor-vexti sem voru 2-5% á þessum tíma, mun lægri en seðla- bankavextirnir. Þó að meirihluti réttarins geri athugasemd við lögin frá 2010 standa þau óbreytt varð- andi þau lán sem enn eru ógreidd og lántakendur eru að borga af. Mjög mörgum af þeim gengis- tryggðu lánum sem einstaklingar og fyrirtæki tóku fyrir hrun hefur verið breytt í íslenskar krónur. Þegar þetta var gert þurfti að endurreikna lánin og þá skipti auðvitað vaxtapró- sentan meginmáli. Nú þarf að end- urreikna lánin út frá nýrri forsendu. Misjafnt er hversu miklu þessi end- urreikningur skilar lántakanum. Þeir fá t.d. meira sem tóku lán 2005 en þeir sem tóku lán 2008 vegna þess að lánið er búið að standa leng- ur á þessum lágu óverðtryggðu vöxtum. Deilt er um það hvaða fordæmis- gildi dómurinn í gær hafi fyrir lán til fyrirtækja. Ragnar H. Hall, lögmað- ur hjónanna, álítur líklegast að sömu viðmið muni gilda um vextina hvort sem um venjulega neytendur eða fyrirtæki sé að ræða. Margir benda á að grundvallarreglan hljóti alltaf að vera sú sama, að miðað sé við þá vexti sem samið var um upphaflega ef viðskiptavinur hafi í höndum fullnaðarkvittun. Bílalánafyrirtæki fá högg Ljóst er að niðurstaða dómsins mun hafa neikvæð áhrif innan kerf- isins en þó ekki að því marki að það ógni fjármálastöðugleika. Þetta seg- ir í yfirlýsingu frá Fjármálaeftirlit- inu um dóm Hæstaréttar. „Áhrifin gætu orðið mismikil eftir fjármálafyrirtækjum og í sumum til- vikum gætu þau jafnvel verið óveru- leg. Því er á þessari stundu ekki ljóst hver áhrif dómsins verða að lokum. Þá er eiginfjárstaða viðskiptabank- anna langt umfram þær kröfur sem Fjármálaeftirlitið gerir. Fjármála- eftirlitið mun strax hefja vinnu við mat á áhrifum dómsins á fjárhags- stöðu einstakra fjármálafyrirtækja. Mikilvægt er að eyða allri óvissu um fordæmisgildi dómsins og áhrif hans á endurútreikning gengistryggðra lána,“ segir í yfirlýsingunni. Bílalánafyrirtæki voru mikið í er- lendum lánum. Í frumvarpi efna- hags- og viðskiptaráðherra frá árinu 2010 um gengislánamálið er bókfært virði bílalánasamninga sagt um 61 milljarður króna og byggt á tölum frá Fjármálaeftirlitinu. Morgunblaðið/Samsett mynd Ingólfur Óvissa um áhrif dómsins  Hæstiréttur fellir úr gildi afturvirka lagasetningu frá 2010 um að vextir á er- lendum gengislánum skyldu miðast við óverðtryggða bankavexti Seðlabankans Guðlaugur Þór Þórðarson á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd en fulltrúar Seðla- bankans og Fjár- málaeftirlitsins komu fyrir nefnd- ina í gær vegna dómsins. Fram hefur komið að þótt tapið gæti skipt tugmilljörðum myndu bank- arnir geta staðið það af sér en mörg- um spurningum er enn ósvarað. „Við spurðum en það var heldur fátt um svör, manni fannst ráðuneyti og eftirlitsstofnanir ekki hafa verið vel undirbúin fyrir þennan dóm,“ segir Guðlaugur. Hann segir þetta vekja furðu af því að menn hafi haft meira en ár til að fara yfir það hvaða afleiðingar dómur af þessu tagi gæti haft. „Við erum búin að ræða þetta margsinnis í nefndinni og við sjálf- stæðismenn höfum viljað leita allra leiða til að koma fólki í skjól meðan þessi óvissa væri í dómsmálum.“ kjon@mbl.is Ráðuneyti voru illa undirbúin  Sjálfstæðismenn segja óvissuna mikla Guðlaugur Þór Þórðarson ,,Dómurinn snýr náttúrlega bara að afmörkuðu máli og leysir úr því álitaefni sem var í því og sam- bærilegum mál- um,“ segir Helgi Hjörvar, formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. ,,En um leið vakna þá spurningar um stöðu annarra samninga.“ Erlendu gengislánin voru dæmd ógild. Helgi er spurður hvort rík- isstjórnin hafi gert mistök þegar sett voru afturvirk lög 2010 um að lægstu óverðtryggðir vextir seðla- bankans skyldu eiga við um erlendu gengislánin. Helgi sat sjálfur hjá við afgreiðslu laganna en bendir á að mikil lagaleg óvissa hafi ríkt um það hvernig taka skyldi á þessu flókna máli. Og Hæstiréttur hafi klofnað í málinu í gær, fjórir dæmt kæranda í vil en þrír bankanum. Spurningar vakna um önnur lán Helgi Hjörvar Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmað- ur sótti málið fyrir hjónin í málinu gegn Frjálsa fjárfestingarbankan- um. Hann var spurður hvort dóm- urinn í gær myndi geta haft áhrif á stöðu þeirra sem hafa misst allt sitt í banka- og gengishruninu. „Það kann vel að vera að þeir eigi rétt á leiðrétt- ingu,“ svarar Ragnar. „En þau mál verða menn að skoða hvert og eitt fyrir sig. Það getur reynt á fyrning- arákvæði vegna þess að fyrningar- tími á vöxtum er fjögur ár og ef menn eru að endurreikna vexti lengra aftur í tímann er það líka óheimilt.“ Ekki hafi reynt á fyrn- ingu í máli hjónanna, ágrein- ingurinn hafi komið upp áður en krafan var fyrnd. „En ef óheimil kröfugerð hefur leitt til þess að fólk hafi misst eignir sínar sýnist mér að menn hljóti að skoða það eitt- hvað betur. Skoða hvernig hagur þess verði réttur jafnvel þótt bank- arnir telji sig hafa verið í góðri trú, það er bara allt annað mál. Aðalat- riðið er að reyna að finna leið til að komast að niðurstöðu án þess að setja allt í einhvern hnút.“ En hvað með þá sem hafa misst fyrirtæki sín? Ragnar segir að er- lendu gengislánin geti stundum hafa ráðið úrslitum, sum fyrirtæki hafi meira að segja verið keyrð í þrot áð- ur en búið var að dæma um lögmæti gengistrygginganna. „Ég veit um stjórnendur sem í því lentu sem hafa í hyggju að láta reyna eitthvað á sína stöðu.“ kjon@mbl.is Fallin fyrirtæki gætu látið reyna á stöðu sína  Ragnar H. Hall segir að skoða verði hvert mál fyrir sig Ragnar H. Hall Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að endurreikna verði öll gengistryggð lán í kjölfar dóms Hæstaréttar. Hann segist ekki sjá betur en að dómurinn hafi bæði áhrif á lán einstaklinga og fyrirtækja. „Þetta hefur í för með sér einhvern kostnað og mikla vinnu því það þarf að endurreikna allt aftur,“ segir Steinþór. „Það er hins vegar of skammt liðið frá því dómurinn féll til að við getum komið fram með einhverja tölu með ábyrgum hætti. Um leið og eitthvað er fast í hendi munum við gefa frá okkur slíkar upplýsingar,“ segir Steinþór. Endurreikna þarf öll gengislán BANKASTJÓRI LANDSBANKANS UM DÓMINN Steinþór Pálsson Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Athygli er vakin á að á skattur.is er boðið upp á sjálfsafgreiðslu og á rsk.is er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um skattamál. Lokað í dag ! Fimmtudaginn 16. febrúar er lokað hjá ríkisskattstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.