Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 37
AF TÖLVULEIKJUM Friðjón F. Hermannsson friðjon@mbl.is Reckoning er hlutverkaleikurgerður fyrir einn leikmann,risastór og afskaplega skemmtilegur. Sögusviðið er Amal- ur, veröld þess og ríki. Söguhetjuna skapar spilarinn alveg frá grunni og eru allnokkrir valmöguleikar í boði til að skapa sér persónu og gæða hana þeim eiginleikum sem hentar manni best. Upphaf leiksins er þegar sögu- hetjan vakn- ar aftur til lífsins, eftir dauðdaga í stríði. Um- hverfið er drungalegur „Brunnur sálnanna“ og hefst þar með vegferðin til bjargar þegnum Amalur frá stórhættulegum og mjög ógnvekjandi furðuverum. Al- gjört minnisleysi og ósköpuð örlög er veganestið, og því fer mikill tími í að kynna sér eðli leiksins og tak- tíkina. Stór partur af svona hlut- verkaleikjum felst í því að skapa persónu og vinna sér inn galdra, vopn, skildi, brynjur og aðra hluti sem nýtast vel í bardögum við skrímsli og aðrar kynjaverur. Ferðalög á milli héraða, yfir grundir glitrandi af álfaglimmeri, geta breyst á stuttu augnabliki í drungaleg fen og pytti þar sem risavaxnar kóngulær og aðrar kynjaverur reyna að klekkja á söguhetjunni. Þó svo að söguþráð- urinn sé alls ekki nýr undir sólinni er gaman að sjá hvernig skaparar Salvatore skrifaði söguna og skap- aði veröld Amalur. Þessi maður hefur 15 sinnum sinnum átt bók á metsölulista New York Times. Þekktastur er hann fyrir bækur sínar í bókaseríunni „Forgotten Realms“, en þær bækur eru skrif- aðar fyrir spilara „Dungeons & Dragons“. Svo þegar kom að því að teikna og setja fram myndir var kallað í skapara „Spawn“, Emmy- og Grammy-verðlaunahafann Todd McFarlane. Hægt er að sækja ókeypis demó af leiknum á netinu í gegnum Playstation Store og þar getur maður prufað hann.    Þessi leikur er rosalega stórog skemmtilegur og krefst þéttrar spilunar. Að klára leikinn tekur rúmlega 20 klukkustundir og vel það. Hann er ekki allra, en þeir sem gefa sér tíma til að ná tökum á leiknum eru líklegir til að sitja límdir yfir honum. Útlitið er vel skapað og ævintýralegt. Bardaga- senurnar eru klárlega flottasti hluti leiksins og þegar leikmenn ná tökum á göldrum því tilviðbóar verður útkoman ansi töff. Leik- urinn er á köflum ansi ofbeldis- fullur og blóðugur, og því er hann ekki ætlaður leikmönnum yngri en 16 ára. Ekki er boðið upp á netspilun með þessum leik, en útgefendurnir hafa talað um að það sé á dagskrá. Dungeons & Dragons mætir Spawn Bardagi Hetja leiksins að kljást við eina af fjölmörgum kynjaverum og djöflum sem hægt er að finna í Amalur. þessa leiks hafa búið til „opið borð“ þar sem spilarinn hefur alla mögu- leika að fara fram og til baka í leiknum og leysa verkefni og þrautir eftir sínum hentugleika.    Með þessari uppsetninguskapast meira rými fyrir leikmenn að spila leikinn eftir sinni löngun og getu, í stað þess að fylgja föstum söguþræði. Mikil samskipti fara fram í samtals- senum og þar hefur spilarinn ávallt nokkra möguleika á að safna sér upplýsingum og komast í óteljandi verkefni. Bardagaatriðin í þessum leik eru ansi stórfengleg og mikið og stórt skref stigið fram á við mið- að við eldri hlutverkaleiki. Helstu kostir leiksins eru um leið veikleikar hans. Endalausar samtalssenur sem krefjast bæði at- hygli og sæmilegrar enskukunn- áttu. Í gegnum leikinn safnar mað- ur upp ýmsum vopnum, drykkjum og göldrum. Það er talsverð kúnst að raða þeim saman til að geta kastað fram göldrum og virkjað alla þá hluti sem í boði eru. Forða- búr söguhetjunnar er takmarkað og leyfir bara ákveðinn fjölda hluta og muna sem leikmaðurinn safnar á leið sinni í gegnum leikinn. Þetta getur verið ruglingslegt og flókið, en að sama skapi verður upplifunin ansi mikilfengleg þegar stórar bardagasenur fara fram og söguhetjan kastar göldrum, brúkar sverð, spjót, kasthringi og kuta til að slátra óvinaskrímslum. Grafíkin í þessum leik er góð og flott. Á köflum er blandað sam- an einföldum teiknimynda- persónum og svo flóknari og dýpri teikningum.    Munnhreyfingar stemma viðhljóðsetninguna þegar sam- talssenur fara fram. Fjöldi persóna kemur fram í þessum leik og er það virðingarvert hversu margir aðilar voru fengnir til að talsetja samtals- senur. Þannig öðlast leikurinn dýpt og ferskleika, því alltof oft er það sama manneskjan sem talar fyrir margar persónur. Það skemmir pínu fyrir að í bardagasenum þarf maður ansi oft að stjórna myndavélinni til að hafa yfirsýn yfir bardagann. Metsöluhöfundurinn R.A. »Bardagasenurnareru klárlega flottasti hluti leiksins og þegar leikmenn ná tökum á göldrum til viðbótar verð- ur útkoman ansi töff. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Jarðarför Whitney Houston verður haldin í New Hope Baptist Church í New Jersey þar sem Whitney hóf sinn söngferil sem barn. Jarðarförin fer fram á laugardaginn og verður ekki hverjum sem er hleypt inn í kirkjuna meðan á henni stendur. Eigandi útfararstofunnar sem sér um jarðarförina, Carolyn Whigham, hefur skýrt fjölmiðlum frá því að einungis þeim verði hleypt inn sem hafi fengið boð frá fjölskyldunni. „Þau deildu söngkonunni í nærri 30 ár með borginni, ríkinu, landinu og umheiminum en nú er þetta þeirra tími með henni til að minnast hennar og kveðja í hinsta sinn,“ sagði Caro- lyn Whigham við fjölmiðla. Reuters Jarðarför Whitney Houston verður jörðuð á laugardaginn í heimabæ sínum í New Jersey. Jarðarförin í kirkjunni heima Sjónvarpskokkurinn geðþekki Ja- mie Oliver datt heldur betur í lukkupottinn þegar hann fann afar sjaldgæf frumeintök af plötum Joy Division og New Order í kjall- aranum á nýjum veitingastað sem hann var að gera upp og breyta. Þá fann hann einnig byssur, gull og skartgripi. Fundurinn er metinn á 1,1 milljón pund en kokkur ákvað þó að halda þessu ekki fyrir sjálfan sig heldur færa fjármálaráðuneyt- inu fundinn. Veitingastaðurinn er í húsnæði sem áður hýsti Midland- bankann. Fjársjóður Sjaldgæf frumeintök New Or- der og Joy Division í kjallara Jamie Oliver. Oliver uppgötvar Joy Division! –– Meira fyrir lesendur : NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is . PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 20. febrúar Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni með sérlega glæsilegri umfjöllun um mat, vín og veitingastaði föstudaginn 24. febrúar. Food and Fun verður haldin í Reykjavík 29. febrúar - 4. mars Food and Fun hefur fyrir löngu unnið sér sess sem kærkominn sælkeraviðburður í skammdeginu. Líkt og fyrr koma erlendir listakokkar til landsins og matreiða úr íslensku hráefni glæsilega rétti á völdum veitingastöðum. Með hátíðinni er stefnt að því að kynna gæði íslenskra matvæla og veitinga- mennsku sem gerir íslenskan mat jafn ferskan og bragðmikinn og raunin er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.