Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum er líkamlega og andlega vanþroskað vegna vannæringar og ef ekkert verður að gert mun fjöldi þeirra ná 450 milljónum á næstu 15 árum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Barna- heillar - Save the Children um van- næringu barna í heiminum en þar segir einnig að vannæring sé und- irliggjandi orsök dauða 2,6 milljóna barna á ári hverju. Samkvæmt tölunum látast um 300 börn úr vannæringu á hverri klukkustund en þrátt fyrir umfang vandans hefur lítið verið að gert, að sögn samtakanna. Vekja þurfi fólk til meðvitundar um vannæringu, sem auðvelt sé að koma í veg fyrir en til þess þurfi vilja. Vannæring sé fyrst og fremst pólitískt vandamál. „Við tókum fyrir Indland, Níger- íu, Perú, Pakistan og Bangladess því þarna býr meira en helmingur þeirra barna sem eru vannærð,“ segir Björg Björnsdóttir, verkefn- isstjóri Barnaheillar - Save the Children á Íslandi. Hún bendir á að viðkomandi ríki séu ekki endilega meðal fátækustu ríkja heims og þá séu t.d. 48% allra barna á Indlandi vannærð þrátt fyrir mikinn efna- hagslegan uppgang í landinu und- anfarin ár. Þarf ekki að kosta mikið Björg segir virðast skorta á póli- tískan vilja til að leysa vandann, þrátt fyrir að nægur matur sé til til að fæða allan heiminn. Af þeim 22 milljörðum dollara sem 13 ríki heims skuldbundu sig árið 2009 til að leggja fram til að hjálpa fátæk- ustu bændunum í þróunarlöndun- um fyrir árslok 2012, hafi til að mynda aðeins um 22% skilað sér. „Í skýrslunni er þó ekki bara verið að hvetja þróuð ríki til að standa við skuldbindingar sínar, heldur líka stjórnvöld í þeim ríkj- um þar sem vannæring er vanda- mál til að grípa til aðgerða til að spyrna við henni,“ segir Björg. Að- gerðirnar þurfi ekki að kosta mikið en m.a. hafi verið áætlað að fækka megi dauðsföllum barna um 1,3 milljónir á ári með því að fræða mæður um gildi þess að hafa börn sín einvörðungu á brjósti fyrstu sex mánuðina. Fræðsla, og að gera vannæringu sýnilega, er meðal þeirra aðgerða sem grípa þarf til samkvæmt skýrslunni. Þá þarf einnig að fjár- festa í beinum aðgerðum, t.d. víta- míngjöfum, fjölga heilbrigðisstarfs- fólki, vernda fjölskyldur gegn fátækt, styðja við landbúnað og efla pólitíska umræðu um málefnið. Morgunblaðið/Ómar Næring Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti í gær yfir stuðningi við sáttmála um að binda enda á hungur í heiminum. Hér sést hann í félagsskap vel nærðra og sælla barna í leikskólanum Dvergasteini. Pólitískt vandamál  2,6 milljónir barna deyja af völdum vannæringar á ári hverju  1 af 4 börnum líkamlega og andlega vanþroskað Sími: 561 1433 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð góðar ástæður til að heimsækja ...okkur 3 mánudaga-föstudaga...........7.30 -17.30 laugardaga.........................8.00 -16.00 KONUDAGUR....................8.00 -18.00 BOLLUDAGUR....................7.30 -18.30 B O LLU R Á B O LLU D A G IN N U R Á UU D U D U D G A G A G A G INININ NNN B R A U Ð O G R Ú N STY K K I A LLA D A G A B R A U Ð O G R Ú N S A L A L A LLALALA DDD G A G A G A G AAA B O LLU O B O B O B O LLLLLLUUUU STY K K I K A K A Á RSIN S 2012 Á K O N U D A G IN N PREN TU N .IS Söluferli: H a u ku r 0 2 .1 2 Eignabjarg ehf., dótturfélag Arion banka, hefur falið KONTAKT fyrirtækjaráðgjöf að annast sölu á öllum hlut sínum (100%) í Sigurplasti ehf. Fyrirtækið framleiðir fjölbreyttar umbúðir úr plasti og hefur það verið starfandi frá 1960. Það er til húsa að Völuteig 17-19 í Mosfellsbæ. Áhugasömum fjárfestum er boðið að fá senda stutta kynningu á fyrirtækinu í tölvupósti. Beiðni þar um skal send á: gunnar@kontakt.is. Leiði fyrsta skoðun fjárfestis til þess að hann óski eftir ítarlegri kynningu, fyllir hann út fjárfestaform og undirritar ásamt trúnaðaryfirlýsingu, en hvort tveggja fær hann sent með fyrri kynningunni. Þessu skilar fjárfestir til KONTAKT og sækir jafnframt ítarlegri kynningu. Gunnar Svavarsson (gunnar@kontakt.is) er umsjónaraðili söluferlisins f.h. KONTAKT. Tilboðum skal skila inn til KONTAKT fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 8. mars. Tilboðin skulu vera bindandi og einungis með eðlilegum fyrirvörum. Þeim fjárfesti/fjárfestum sem skila inn hagstæðustu tilboðunum að mati seljanda verður boðið að afla sér frekari upplýsinga í gagnamöppum, skoða starfsstöð félagsins, eiga samtöl við stjórnendur þess og að öðru leyti kanna áreiðanleika upplýsinga áður en skrifað er undir kaupsamning. - umbúðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.