Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Í haust sendi ég inn umsögn til Ramma- áætlunar um verndun og orkunýtingu, sem ég vann á vegum Framtíðarlandsins um virkjanir á Leirhnjúks- Gjástykkissvæðinu. Landeigendafélag Reykjahlíðar gerði það líka ásamt fleiri aðilum og málið var komið í aðgengilegan farveg á rammaaetl- un.is. En Ólafur H. Jónsson, formað- ur landeigendafélagsins var ekki ánægður, því hann ritaði til mín opið bréf í Morgunblaðinu með at- hugasemdum um umsögn mína og fylgdi því eftir viku seinni með öðru opnu bréfi til mín í blaðinu. Ólafur var einn af burðarásum handbolta- landsliðsins á sínum tíma, en í þeirri íþrótt skiptast liðin á um að hafa bolt- ann. En með því að skrifa tvær grein- ar í röð gaf Ólafur sér boltann í fyrstu sóknir sínar í málinu svo að staðan í talningu sóknanna varð strax 2:0. Ég svaraði reyndar með einni grein en eftir nokkurt hlé svar- aði Ólafur með þriðju grein sinni svo að staðan er 3:1. Kannski heldur hann að með því sé hann með unnið mál og ef ég skrifi aðra grein geti hann komið með grein á móti og komist í 4:2. Ég hef svo sem engar áhyggjur af því, Ólafur minn, vegna þess að eins og þú veist ráðast úrslit ekki af tölu sóknanna heldur sóknarnýtingunni, og í upphafssetningu fyrsta bréfs þín byrjaðir þú, sem varst ein magnað- asta „undirhandarskytta“ íslenskrar handboltasögu, á því að skjóta sjálf- an þig í fótinn. Látum það liggja á milli hluta en hugum að helstu rök- semdinni, sem þú beitir í þriðju grein þinni, en hún er sú að samanburður minn á aðstæðum í Yellowstone og í Gjástykki eigi ekki við af því að Yel- lowstone sé tæplega 9000 ferkíló- metrar að stærð, 90 sinnum stærra en Gjástykki og 18 sinnum stærra en allt Reykjahlíðarland. Sem sagt: Þú telur að stærð Yellowstone ráði úr- slitum um friðun þess. Þetta er at- hyglisvert sjónarmið. Gjástykki er um 100 ferkílómetrar. Askja er um 100 ferkílómetrar, Kverkfjöll enn minni. Þingvallaþjóðgarður er um 100 ferkílómetrar. Samkvæmt rök- semdafærslu þinni ætti ekki að friða neitt af þessum svæðum, vegna þess hve þau eru lítil, heldur væri réttlæt- anlegt að reisa virkjanir í Öskju, Kverkfjöllum og Gjástykki og jafnvel að taka Þingvelli út af heims- minjaskrá UNESCO og reisa virkj- un þar ef þar fyndist háhiti. Er það í lagi, Ólafur? Fer gildi nátt- úruverðmæta bara eftir flatarmáli? Væri í fínu lagi að reisa virkjun við Geysi af því að Geysissvæðið er að- eins 2-3 ferkílómetrar og 4000 sinn- um minna en Yellowstone? Í grein þinni telur þú hugsanlegt að Bandaríkjamenn hafi ekki lagt í að virkja gríðarlegan háhita og vatnsafl í Yellowstone vegna jarðskjálfta þar, sem séu mörg þúsund. Gott væri fyr- ir þig að kynna þér þær heimildir sem til eru um friðun Yellowstone og leita að einhverri setningu eða heim- ild sem minnist á þetta sem ástæðu fyrir friðun, því að aldrei hefur verið minnst á truflanir af völdum jarðskjálfta í neinum þeim heimildum sem ég hef séð um ástæðu friðunar Yellow- stone, heldur var bar- áttan fyrir friðun svæð- isins háð árum saman með sömu rökum og nú eru notuð fyrir friðun Gjástykkis og gegn þeim rökum, sem þú notar nú gegn friðun Gjástykkis. Meðal þeirra eru þau rök að friðað verði svæðið engum til gagns. Sjálfur nefnir þú þó að þúsundir fólks vinni í Yellowstone, (að ekki sé minnst á alla þá utan garðsins sem hafa tekjur af honum), og að þangað komi þrjár milljónir ferðamanna á ári. Bæta má því við að um helm- ingur þeirra kemur þangað yfir þver- an hnöttinn frá öðrum heimsálfum. Samt er þar engin virkjun, enda kemur þetta fólk þangað vegna þess að svæðið er óvirkjað. Og þrátt fyrir þetta kemst Yellowstone ekki á blað sem eitt af helstu náttúruundrum veraldar þótt hinn eldvirki hluti Ís- lands hafi komist á slíka skrá. Það er rétt hjá þér að þúsundir smáskjálfta mælast í Yellowstone en þeir eru svo litlir að þeir sjást bara á mælum og fólk verður ekki vart við þá. Skjálft- ar, sem fólk verður vart og skjálftar yfir 3 á Richter koma miklu sjaldnar fyrir í Yellowstone en á Reykjanes- skaganum og ekki er að sjá að jarð- skjálftar á suðvesturhorni Íslands hafi leitt til mannvirkjafælni þar. Hvergi sér þess að Yellowstone hafi verið friðað vegna jarðskjálftahættu. Mig grunar að þú getir ekki séð neina aðra ástæðu fyrir friðun en skjálftavirkni af því að þér virðist fyrirmunað að skilja hvers vegna náttúruverðmæti séu friðuð og hvernig er hægt að fá meira út úr þeim fjárhagslega með verndarnýt- ingu en orkunýtingu. Þú segir að jarðvarmavirkjun í Gjástykki sé ekki sambærileg að um- fangi og raski við Hellisheið- arvirkjun, sem sé mun stærri. En það þarf ekki að fara suður á Hellis- heiði til að sjá virkjun sem sambæri- leg er fyrirhugaðri Gjástykk- isvirkjun. Kröfluvirkjun er minni að afli en áætlað er að Gjástykk- isvirkjun verði, og slík virkjun, stærri en Kröfluvirkjun, myndi blasa við á mestöllu Gjástykkissvæðinu og valda ómældum óafturkræfum um- hverfisspjöllum á stað sem á sér enga hliðstæðu á jarðríki. Um yrði að ræða umrót á nýrunnum hraunum, sem engin leið er að koma í fyrra horf eftir röskun. Skiptir litlu þótt hús verði til hliðar við dýrmætasta svæð- ið, – holur, gufuleiðslur, vegir og lín- ur verða þar. Ólafur H. Jónsson, Gjástykki – Yellowstone Eftir Ómar Ragnarsson Ómar Ragnarsson » Ólafur, sjónarmiðin sem þú notar gegn friðun Gjástykkis voru notuð gegn friðun Yel- lowstone fyrir 130 árum. Þar þættu þau fráleit í dag. Höfundur er stjórnarmaður í Framtíðarlandinu. Það eru kunnugleg vinnubrögð sem komu fram í frétt á press- an.is. hinn 13.2. sl. und- ir fyrirsögninni „Fallni meirihlutinn var ósátt- ur við bæjarstjórann – Stjórnarhættirnir minntu of mikið á Gunnar I. Birgisson.“ Gamalkunn vinnubrögð Þar virðist hafa gerst enn og aftur að farið hafi verið í leiðangur í bæj- arbókhaldinu og grafin upp viðskipti sem hentaði að gera tortryggileg með ákveðið markmið í huga. Í þessu tilfelli að varpa rýrð á störf fyrrver- andi bæjarstjóra, Guðrúnar Páls- dóttir, með því að leka í fjölmiðla frétt um að Guðrún bæjarstjóri hafi upp á sitt einsdæmi tekið þá af- drifaríku ákvörðun fyrir hönd Kópa- vogsbæjar að láta vinna verk fyrir heilar 1,2 milljónir án útboðs. Upp- hæð langt innan marka inn- kaupareglna Kópavogs um útboð. Ég hef auðvitað ekki hinn minnsta græna grun um hver það var sem rakst fyrir einskæra tilviljun á þessi gögn í bókhaldi bæjarins. Umfang viðskiptanna og bíræfni bæjarstjór- ans að fara svona óhefðbundna leið við svo mikilvæga ákvörðun, án út- boðs, hefur sýnilega komið viðkom- andi svo á óvart að það hefur orðið þeirri persónu um megn. Hún hefur séð sig knúna til að tjá sig við fjöl- miðla líkt og gert var í bíla- og pen- ingaskápsmálunum. Allt uppi á borð- inu á þeim bæ. Ég geng hins vegar út frá því að blaðamaður Pressunnar hafi ekki frjálsan aðgang að bókhaldi Kópavogsbæjar og því er miður að fínn fréttavefur eins og pressan.is láti nota sig á þennan hátt. Rætnar aðdróttanir Samkvæmt fréttinni staðfestir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, verkkaupin auk þess sem haft er eftir henni að þetta hafi komið á óvart á sínum tíma og svo bætir hún um betur og segir (samkvæmt pressan.is) að „ýmislegt bendir til þess að Guðrún hafi farið óhefðbundnar leiðir hvað fjármál bæjarins varðar“. Það er dapurlegt að verða vitni að þessum málflutningi Guðríðar Arn- ardóttur. Það er þegar búið að svæla Guðrúnu úr starfi og það var afar illa að því staðið. Hvað þarf að gera meira? Ná af henni ærunni líka? Það er vel skiljanlegt að fólki sem hefur klúðrað langþráðum pólitísk- um draumum sínum verði á mistök í látunum sem fylgja því að meirihluti þeirra splundrast. Síendurteknar dylgjur og órökstuddar árásir á mannorð Guðrúnar Pálsdóttir, að því er virðist til að dylja raunverulegar ástæður meirihlutaslitanna, eru hins vegar óskiljanlegar og ekki sæm- andi. Nú er mál að linni. Ósanngjörn aðför Guðrún hefur verið fjármálastjóri Kópavogs til fjölda ára og enginn skuggi fallið þar á þar til allt í einu núna þegar gefa þarf skýringar á falli meirihlutans. Guðríður hlýtur fjandakornið að hafa spurst fyrir um hæfni Guðrúnar áður en hún var ráð- in og hafi hún notað „óhefðbundnar leiðir“ í fjármálum bæjarins þá hefði það örugglega borist Guðríði til eyrna áður en skrifað var undir ráðn- ingarsamninginn. Fyrrverandi meirihluta má hrósa fyrir dugnað að einu leyti. Að búa til stefnur. Á stuttum valdatíma sam- þykkti meirihluti Guðríðar t.d. um- hverfisstefnu Kópavogsbæjar, sam- þykkt fyrir félagsmálaráð Kópavogs, samþykkt um kattahald í Kópavogi, eineltisstefnu Kópavogs og reglur um ábyrgð og starfshætti ráðinna stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna við stjórnsýslu Kópa- vogsbæjar, svo eitthvað sé nefnt. Innihald þessara stefna virðist þó hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá einhverjum bæjarfulltrúum meirihlutans sáluga. Hér eru nokkrir punktar úr eineltisstefnunni: „Á góðum vinnustað sýnir sam- starfsfólk hvað öðru kurteisi og virð- ingu í samskiptum.“ „Á góðum vinnustað er tekið markvisst á vandamálum sem koma upp.“ „Einelti getur tekið á sig margar myndir, t.d. baktal, slúður, útúrsnún- ingur, niðrandi ummæli og þöggun.“ „Ósanngjörn gagnrýni á vinnu- brögð.“ Guðrún Pálsdóttir getur eflaust gert mistök eins og við hin en hafi það gerst er örugglega að finna í ein- hverri stefnunni markviss viðbrögð við slíku. Slík viðbrögð eru áreið- anlega ekki að fara með aðdróttanir og hálflygar ítrekað í fjölmiðla til að rakka mannorðið af einstaklingi sem hefur þjónað bæjarfélaginu sínu af trúfestu nánast alla starfsævi sína. Aðförin að bæjar- stjóra Kópavogs Eftir Jóhann Ísberg Jóhann Ísberg » Þar virðist hafa gerst enn og aftur að farið hafi verið í leið- angur í bæjarbókhald- inu og grafin upp við- skipti sem hentaði að gera tortryggileg. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Kópavogi. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS . MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar. Viðtal við formann Ímark. Saga og þróun auglýsinga hér á landi. Neytendur og auglýsingar. Nám í markaðsfræði. Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna í ár - Hverjir keppa um Lúðurinn? Fyrri sigurverarar íslensku markaðsverðlaunanna. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. ÍMARK íslenski markaðsdagurinn Morgunblaðið gefur út ÍMARK sérblað fimmtudaginn 23. febrúar og er tileinkað Íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 24. febrúar. nk. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 17. feb. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: S É R B L A Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.