Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2012 Í dag kveðjum við góða vinkonu sem féll frá eftir harða baráttu við krabbamein. Sigríður Sig- urðardóttir var kona sem hafði ákveðna sýn á hvernig hún vildi hafa umhverfi sitt. Við erum ekki frá því að fram undir það síðasta hafi hún náð fram þeim markmiðum sem hún setti sér þegar ljóst varð að tíminn sem hún átti eftir ólifað styttist. Eitt af þeim atriðum var að hafa sína allra nánustu hjá sér síð- ustu stundirnar og það markmið náðist. Við kynntumst þeim Siggu og Hauki fyrir um 30 árum í gegn- um foreldrastarf í Laugarnes- skóla en börn okkar voru saman í bekk. Náin kynni hófust síðan þegar við bjuggum í Svíþjóð í nokkur ár rétt eftir að þau hjón höfðu flust þangað til náms og átti það stopp að vera stutt en hefur varað síðan. Sá vinskapur óx og dafnaði vel. Sigga var ákveðin kona með skoðanir á ýmsum málum. Þegar hún var búin að ákveða eitthvað vann hún ötullega í því að láta það gerast. Sigga stundaði nám í sér- kennslu sem varð henni mjög mikilvægt. Að kenna, leiðbeina og styðja ungt fólk sem átti í erfiðleikum átti hug hennar all- an og sinnti hún því starfi af kostgæfni og natni. Hún gat rætt lengi hlýlega um skjól- stæðinga sína sem hún náði góðum og sterkum tökum á þrátt fyrir að margir þeirra voru greinilega erfiðir í um- gengni og ekki á færi allra að ná til þeirra. Margar minningar koma upp í hugann þegar litið er yfir far- inn veg. Hægt væri að rifja upp ótal gagnkvæm matarboð og heimsóknir. Við minnumst ferð- Sigríður Sigurðardóttir ✝ Sigríður Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 30. mars 1950. Hún lést í Svíþjóð 26. janúar 2012. Útför Sigríðar fór fram frá Digra- neskirkju 15. febr- úar 2012. ar til Prag, tvær fjölskyldur hvor í sínum bílnum, og þess skemmtilega tíma sem við áttum með þeim hjónum þar suðurfrá. Við minnumst „Mid- sommarafton“ bæði í Åkarp og þegar við vorum í viku- ferð til Stokkhólms eitt sumarið. Þar var margt skoðað og skemmt sér. En fyrst og síðast komum við til með að minnast Siggu fyrir að vera góður og traustur vinur. Það er alltaf sorglegt þegar vinir eða aðrir nánir deyja. Hversu vel sem maður er undir það búinn þá er það að mæta dauða sínum það eina sem vitað er um með vissu að gerist í lífi hvers manns. Þrátt fyrir að okkur finnist erfitt og þungbært að Sigga sé nú horfin þá er sorg og missir Hauks og barna þeirra enn meiri. Hún sýndi Maríu, barnabarni sínu, ein- staka hlýju enda augasteinn hennar og miðdepill tilverunnar þegar hún var í heimsókn oftast yfir helgar. Það fór ekki framhjá neinum hversu sterk tengslin voru á milli þeirra. Kæri Haukur, Finnbogi, Jó- hann Steinar, Una og María. Erfitt er að missa móður sína, ömmu, maka og besta vin en sameiginlega og með stuðningi ættingja og vina er hægt að milda þau áhrif. Við erum reiðubúin að stuðla að því með því að viðhalda langri vináttu og vera til staðar ef á þarf að halda. Kolbrún Björnsdóttir og Bjarni Jónsson. Lífið blasti við okkur, fullt af möguleikum; endalaust. Við komum, ung og saklaus, og Kennaraskólinn tók á móti okk- ur, án spurninga eða gagnrýni; við mættum þangað daglega fjóra vetur, lærðum það sem var sett fyrir framan okkur og fífl- uðumst og skemmtum okkur á milli. Vorum góður hópur, C- bekkurinn. Nú kveðjum við Siggu Sig. Hún barðist hetjulega; við gát- um fátt gert annað en að fylgj- ast með úr fjarlægð, hjálpar- laus. Sigga bjó og starfaði lengi í Svíþjóð með Hauki sínum og börnum. Við hefðum viljað sjá þau oftar. Við stelpurnar stofnuðum saumaklúbb fljótlega eftir út- skrift; við höfum ekki saumað mikið, mismikið alla vega, en við höfum haldið saman, gegnum þykkt og þunnt, fylgst með gleði og sorgum, hjónaböndum, barneignum, heilsu og fjölskylduþróun og rætt sam- félagsmál, málefni kennara, fjármál, húsnæðismál, hormóna- breytingar og bara hreint allt mannlegt. Stuðningurinn hefur verið ómetanlegur. Við höfum spáð og spekúlerað endalaust. Sigga var fjarri hin síðari ár en við hugsuðum til hennar og leit- uðum frétta eins og hægt var og hún fylgdist með okkur og gerð- um okkar úr fjarska og bjargaði netsambandið miklu. Síðast hittumst við öll, C- bekkurinn, haustið 2010, 40 ára kennarar. Sigga kom hingað heim frá Svíþjóð til að hitta okkur þrátt fyrir veikindi. Hún var hugrökk og bar sig vel. Við söknum hennar sárt, minnumst góðra daga. Við hugsum til Hauks og barnanna og vottum þeim okkar einlægustu samúð. F.h. saumaklúbbsins C, Guðrún, Agnes, Ásgerður, Ásta, Stefanía, Kolbrún, Kristrún, Rannveig, Sigríður Ólafs, Sigurlín, Svanborg og Valgerður. Elsku Sigga vinkona hefur fært sig um set. Það var gott að búa í Kópavogi kringum 1960, sólskin, sippað og sætabrauð í hverju húsi. Sigga bjó í Mel- gerðinu og María mamma henn- ar átti alltaf normalbrauð með kindakæfu handa okkur Árnýju eftir skóla, Bonanza í svarthvítu Kanasjónvarpinu, sælgæti á síð- kvöldum úr sjoppunni hans Sigga pabba hennar úti á Nesi, grammófón og stórt segul- bandstæki til að potast í, þegar lesa átti undir fullnaðarprófið. Svo gátum við fylgst með kvennamálum Konna stóra bróður hennar og karlamálum Bjargar systur og svo mætti lengi telja. Við fermdumst sam- an í nývígðri Kópavogskirkjunni vorið 1964, hárið upptúberað og kjólarnir úr skærlitu atlassilki, saumakonusaumaðir. Björg og Huldar giftu sig heima í stofu í Melgerðinu, seinna sama dag á leið út í Parísarvorið. Það voru páskar og afmælið hennar Siggu. Borðin svignuðu af rjómatertum og nýsmurðu sard- ínubrauði. Sigga er önnur til að kveðja af sjólasystkinunum úr landsprófsbekknum 1966 í Gaggó-Kóp, Guðmundur Helga- son lést í fyrra. Bekkurinn fór í siglingu með dönskum farþega- skipum til Færeyja eftir prófin og átti þar ógleymanlega ferð um ýmsar eyjar með Jón Bö sem fararstjóra. Við Sigga og Selma ásamt öðrum Kópavogs- meyjum steðjuðum um stræti Þórshafnar í nýjum saumakonu- saumuðum ullardrögtum, keypt- um popplínkápur bláar og grænar fyrir fermingarpening- inn, fórum á „dansur“ á kvöldin og litum Dani hýrari augum en bekkjarbræðurna eða Færey- ingana. Hormónarnir voru nú smám saman farnir að flækjast fyrir og fullorðinsárin að færast nær. Sigga fór í Kennó, Árný í Versló og við Selma og flestar hinna í Hamrahlíðina í fylgd Jóns Bö áfram. Eftir að Haukur kom til var ljóst að ekki varð aftur snúið hjá Siggu. Haukur var harður í horn að taka í pólitískum rök- ræðum og lét okkur vinkonurn- ar ekki komast upp með neitt frasakennt rauðsokkutal, við skyldum ígrunda innihaldið. Sigga og Haukur renndu sér svo áfram þroskabrautina í námi, barneignum og íbúða- kaupum og enginn hefði reynst Siggu betur en hann t.d. með köldum bökstrum ef Sigga fékk mígreni og sem rauðsokkufor- ingi um alla íbúð ef von var á gestum. Þótt vík væri milli vina eftir að þau fluttu til Svíþjóðar hélst þráðurinn og heillyndið. Þau voru höfðingjar heim að sækja, sinntu hverri þraut í uppeldi barnanna og menntuðu sig enn meira. Svo kom litla María, ljós- geislinn. Sigga mín var sterk og æðrulaus. Hún vissi í haust hvert stefndi. Elsku Haukur, Maríurnar, Finnbogi, Jói, Una og fjölskyld- an öll, máttur minninganna hlýjar okkur. Elísabet Berta. Fullyrða má, að skyndilegt andlát Láru Mar- grétar Ragnarsdóttur hafi ver- ið áfall fyrir alla, sem hana þekktu. Víst er, að við fyrrver- andi C-bekkjarsystur úr MR og núverandi saumaklúbbsfélagar erum harmi slegnar eftir þess- ar fregnir. Hér verður ekki vik- ið að starfsferli Láru eða lífs- hlaupi, það yrði efni í bók. Eftir yfir 40 ára nær samfellda og reglulega samveru eða sam- band stendur allt of mikið eftir til þess að hægt sé að gera því skil hér. Litríkur persónuleiki Láru setti svip sinn á mán- aðarlegar samkomur, þar sem við saumaklúbbsfélagar borð- um saman og spjöllum um heima og geima, en við erum jafn ólíkar og við erum margar. Lára Margrét Ragnarsdóttir ✝ Lára MargrétRagnarsdóttir fæddist í Reykja- vík 9. október 1947. Hún lést á heimili sínu 29. janúar. Lára Margrét var jarðsungin frá Dómkirkjunni 10. febrúar 2012. Við þekktum einn- ig Láru á misjafn- an hátt, hver og ein, sumar okkar alveg frá því í barnaskóla. Allar munum við þó vera sammála um að við eigum eftir að sakna Láru meira en orð fá lýst ásamt öllum hennar innleggj- um í klúbbinn. „Forloren skild- padde“ var oft á boðstólum hjá Láru, þegar hún hafði klúbb, og lék það enginn eftir henni. Lára var mikil leikkona og frá- sagnir hennar voru ætíð lífleg- ar. Ósjaldan var hún aðalper- sónan í klúbbi, skellihlæjandi eða gráti nær. Hún var af- burðagreind kona, umfram allt elskuleg við alla, hjálpsöm, við- kvæm, hæfileikarík og ekki síst glæsileg. Það geislaði af Láru, örugglega fram á síðasta dag. Við sendum fjölskyldu Láru Margrétar okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. saumaklúbbsins úr C- bekk, Hólmfríður Árnadóttir. Kveðja senn ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. Kveðja til Láru Margrétar: Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti er okkur hjónum barst sú harmafregn að Lára Magga, eins og hún var oftast kölluð af sínum vinum, væri lát- in. Það er erfitt að sætta sig við þegar kona á besta aldri er hrifin á braut, ekki síst þegar um er að ræða dugnaðarfork eins og Láru Möggu sem átti eftir að gera svo margt. Vegir Guðs eru margbreytilegir og oft erfitt fyrir okkur dauðlegu mennina að skilja. Lára Möggu hef ég þekkt nánast alla ævi eða síðan hún fór að þvælast fyrir okkur strákunum á Vesturgötunni að- eins 3-4 ára gömul. Alltaf fyr- irferðarmikil og föst á sínum skoðunum en trú sínum vinum, heiðarleg og hreinskiptin. Hún átti heiðurinn af stofnun kunningjahóps sem kallaði sig HEST og hafði það eitt á stefnuskrá sinni að fara saman í hestaferðir og þá nánast alltaf með Íshestum. Hún sjálf hafði alist upp með hestum enda var faðir hennar, Ragnar Tómas Árnason, hinn landsþekkti út- varpsþulur, mikill hestamaður og einn af brautryðjendum hestamennskunnar á þeim tíma. Við Lára skipulögðum marg- ar ferðirnar saman og hún var óþreytandi við að safna saman góðum hópi fólks sem svo hélt saman í mörg ár. Það fór þó aldrei á milli mála hver var for- inginn og hún var jafnan dug- leg við að skipuleggja kvöld- vökurnar í þessum miklu ævintýraferðum. Þýddi þá ekk- ert að væla út af þreytu eða svefnþörf. Ef Lára vildi syngja þá var sungið! Síðar á lífsleiðinni keyptu Lára og þáverandi eiginmaður hennar Ólafur Grétar hesthús við hliðina á hesthúsi okkar Sigrúnar í Kópavogi og þá var nú oft kátt í kotinu og mikið riðið út. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Það er margs að minnast bæði frá æsku og ótal hesta- ferðum og er okkur Sigrúnu efst í huga þakklæti til Láru Möggu fyrir vinskap og trú sem aldrei bar skugga á. Börnum, barnabörnum og systkinum vottum við innilega samúð og biðjum algóðan Guð að styðja þau og styrkja. Sigrún Ingólfsdóttir og Einar G. Bollason. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR ÁRNASON stýrimaður, Bakkabakka 4a, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Bjarni Jóhannsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Gyða María Hjartardóttir, Jóhann Gunnar Kristinsson, Lára Hjartardóttir, Sigurður Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, HAUKUR A. BOGASON, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 11. febrúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Guðlaug Jónsdóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Sigga á Hvítanesi, Höfða, Akranesi, lést laugardaginn 11. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Ástríður Þ. Þórðardóttir, Ester Teitsdóttir, Ævar Hreinn Þórðarson, Þórey J. Þórólfsdóttir, Sigurður Þórðarson, María Lárusdóttir, barnabörn, langömmubörn, langalangömmubörn og fjölskyldur. ✝ Elsku hjartans mamma, tengdamamma og amma, GUÐRÚN HJÖRLEIFSDÓTTIR, Guggú, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 13. febrúar. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Ragnhildur Bergþórsdóttir, Sigurbergur M. Ólafsson, Atli Bergþórsson, Sólrún Helga Örnólfsdóttir, Eleonora Bergþórsdóttir, Hekla Mekkín, Hlynur Snær, Sindri Freyr og Alísa Rán. ✝ Elskuleg frænka okkar, INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR, Kambsmýri 6, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 5. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Sigurbjörg Andrésdóttir og aðstandendur. ✝ DAGUR BENEDIKTSSON hjúkrunarfræðingur lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi þriðjudaginn 7. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.