Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2012 Stóísk ró hans var aðdáunar- verð, höfðingi í allra garð, alltaf glaður í bragði, alltaf með hug- ann við reksturinn, alltaf með hugann við velferð starfsmanna sinna, alltaf með hugann við stöð- ugleika og árangur, alltaf í dansi með listagyðjunni með því að virkja málverk og höggmyndir eftir kunna íslenska listamenn sem umgjörð og hvatningu í fyr- irtæki sínu Íspan. Grímur Guðmundsson var magnaður athafnamaður, en hann stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt 1969. Fyrirtæki hans komst fljótlega í fremstu röð og hefur Grímur Guðmundsson ✝ Grímur Guð-mundsson, stofnandi og fyrrv. forstjóri Íspan glerverksmiðju, fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1925. Hann lést á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Seljahlíð í Reykjavík 27. nóv- ember sl. Útför Gríms fór fram frá Digraneskirkju 9. des- ember 2011. haldið því striki síð- an með vönduðum vinnubrögðum, ein- stakri lipurð í allri þjónustu og stöð- ugri framþróun og endurnýjun, ein- stakt fjölskyldufyr- irtæki sem hefur aldrei reist sér hurðarás um öxl byggt á metnaði og reisn höfðingjans Gríms Guðmundssonar Það var aldrei skortur á um- ræðuefni þegar maður leit við hjá Grími. Hann var spjallari af Guðs náð og lagði alltaf gott til mál- anna, glaður og þægilegur, bratt- ur sama hvaðan blés í hversdags- baráttunni. Hann var einkar félagslyndur en hélt þó sínu striki og kvikaði ekkert til eða frá, van- ur að ígrunda í botn áætlun og að- ferðir. Að hitta hann minnti oft á meðtöku fræðslupistla því saman fór verkvit, reynsla og áræði og endalaus leikgleði. Ég hygg að það sé ekkert fyr- irtæki á Íslandi sem er eins um- vafið listaverkum og Íspan í Breiddinni í Kópavogi, helst Hót- el Holt. Metnaður Íspans er að tryggja vinsamlegt og gefandi vinnusvæði, skapa metnaðarfullt og skapandi andrúm í glerverk- smiðjunni og Grímur var ekki síst í essinu sínu yfir kakóbolla í kaffi- stofu Íspans þar sem menn og málefni voru krufin til mergjar á léttu nótunum með þeim áherslu- nótum að lífið á að vera skemmti- legt. Á seinna fallinu þegar Grím- ur slakaði á klónni í daglegum rekstri og fjölskylda hans sigldi skútunni farsællega þá naut hann þess þó til fulls að vera með um borð, finna lyktina, taktinn og rennslið sem öllu skiptir í góðum rekstri. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur, systkynin voru við stýrið. Grímur var einstaklega traust- ur og tryggur og vinur vina sinna í hvívetna. Í fyrsta sinn sem ég hitti hann vegna þess að mig vantaði gler fyrir um 30 árum, þá tókum við langt spjall, en í lok spjallsins sagði hann: „Ég hef fylgst með þér, þú gerir góða hluti. Haltu áfram“. Mér peyjan- um fannst þetta skrítið, en þetta var hlý og dýrmæt hvatning. Þannig var Grímur í Íspan, hann hvatti menn til dáða, það fylgdu honum góðir straumar, öflug ára og trú á lífinu. Þannig er stemmningin í fjölskyldufyrir- tæki hans. Grímur í Íspan er einn af þessum mönnum sem maður hugsar oft til vegna þess að hans er saknað. Það er gott að eiga minning- arnar um hann sem haldreipi í lífsins öldusjó sem lygnum og straumböndunum álfareiðanna í sléttum sjó. Minningin um Grím í Íspan er bakhjarl sem styrkir og hvetur til dáða. Megi góður Guð styrkja eftir- lifandi ástvini hans og vini og varðveita hina stóisku ró athafna- skálds sem með eðalgleri sínu opnaði tæra sýn út í heiminn, bæði heima og handan. Árni Johnsen. ✝ Pálmey ÓlafíaKristjánsdóttir fæddist á Látrum í Aðalvík 5. desem- ber 1918. Hún lést 19. febrúar 2012. Foreldrar henn- ar voru María Arnfinnsdóttir og Kristján Guðna- son. Systir hennar var Arnfríður f. 24. maí 1907, d. 5. desember 1976. Eiginmaður Pálmeyjar var Hannes Jónsson f. 7. apríl 1912, d. 21. ágúst 1984. Dóttir þeirra er Bára Hannesdóttir, f. 30. ágúst 1941, maki Gunnar Jakobsson, f. 28. júlí 1936. Dætur þeirra eru: 1) Hanna Pálmey f. 20. ágúst 1959, maki Ragnar Oddsson, f. 3. ágúst 1959, börn þeirra Haukur, f. 13. september 1980, Signý Bára, f. 8. október 1988. 2) María Kristín, f. 16. mars 1962, maki Smári Bald- ursson, f. 18. sept- ember 1957, synir þeirra Hannes, f. 24. 1991, Kristján Pálmi, f. 30. ágúst 1997. 3) Þórunn Margrét, f. 7. desember 1968, maki Bolli Ófeigsson, f. 12. september 1970, börn þeirra Gunnar, f. 27. mars 1992, Hild- ur Margrét, f. 3. desember 2002, og Bára María, f. 12. febrúar 2005. Jarðarför Pálmeyjar fór fram í kyrrþey 24. febrúar 2012. Elsku mamma mín, nú ert þú laus við sjúkdóminn og komin á góðan stað. Mamma ólst upp á Látrum við gott atlæti og gekk í barnaskól- ann þar. Hún hefur sagt mér margar sögur af uppvextinum í þessari dásamlegu vík. Þarna var friður og ró og mikið frelsi fyrir börn. Hún var aðeins sextán ára þeg- ar hún trúlofaðist Hannesi Jóns- syni. Þau gengu í hjónaband 1939, settust að á Ísafirði og bjuggu þar til 1950, þá fluttu þau suður til Reykjavíkur. Fyrsta veturinn fyrir sunnan var stofnað Átthagafélag Sléttu- hrepps sem starfaði af miklum krafti og gerir enn. Mamma og pabbi unnu mikið fyrir það félag og höfðu gaman af. 1960 fóru mamma og pabbi að vinna hjá Flugfélagi Íslands. Þar unnu þau í 12 ár, eða þar til flug- skýlið brann. Þarna var eldaður allur matur í millilandaflugvélar F.Í. og oft mikið að gera. Það var mikið og gott félagslíf hjá Flug- félagi Íslands, sem þau tóku full- an þátt í. t.d. spilakvöld tvisvar í mánuði. Mamma hafði mjög gam- an af að spila og kom oftast heim með verðlaun. Skipuleggjendurn- ir voru farnir að spyrja hana hvað hana vantaði eða hvað hana lang- aði í í verðlaun. Þegar það brann hjá F.Í. fluttu þau sig yfir til Loft- leiða en þá voru flugfélögin að sameinast. Þau fóru norður í Aðalvík flest sumur eftir 1967 og fengum við fjölskyldan oft að fljóta með, það voru dásamlegar stundir. 1962 fluttu pabbi og mamma í Stóra- gerði 10, þar sem þau bjuggu þar til 1984. Þar áttu þau góðan tíma, eignuðust fyrsta bílinn og fóru margar ferðir út á land á sumrin. Oft var farið í Hreyfilshúsið á gömlu dansana, þeim fannst svo gaman að dansa. Árið 2004 var hún greind með langt genginn Alzheimerssjúk- dóm, það var mikið áfall. Hún fékk inni á Roðasölum 2005 og síðar á Hrafnistu í Kópavogi. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem önnuðust mömmu mína og vil sérstaklega nefna starfs- fólkið á Hrafnistu í Kópavogi. Einn er sá sem öllum gefur óskahvíld á hinstu stund. Líknarfaðmi veika vefur, veitir sæta hvíld og blund. (Guðrún Magnúsdóttir.) Hvíl í friði, elsku mamma mín. Ég veit að strengurinn á milli okkar er og verður sterkur um alla tíð. Þín dóttir, Bára. Elsku amma okkar, nú ertu komin til afa og nú líður þér vel. Manst allt, þekkir alla og ert laus úr fjötrum minnisleysisins. Amma var okkur ávallt svo góð og eigum við ótal góðar minningar um hana. Allar yndislegu ferðinar okkar norður í Aðalvík þar sem afi og amma sögðu okkur sögur af því þegar þau voru að alast upp. Ferðinar í sumarbústaðinn í Grímsnesinu þar sem við spiluð- um, sungum og dönsuðum, það var alltaf svo gaman. Ömmu þótti gaman að fá gesti, hún var alltaf með heitt á könnunni og bauð upp á pönnukökur eða lummur. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Blessuð sé minning þín. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigga Dúa) Hanna Pálmey, María Kristín, Þórunn Margrét og fjölskyldur. Ekki veit ég hve gömul ég var þegar ég sá Pöllu móðursystur mína í fyrsta skipti. Sennilega hef ég verið svona sex ára gömul. Mikið var ég upp með mér, þegar hún kom norður á Siglufjörð í heimsókn til okkar. Það var svo flott að eiga frænku sem kom alla leið frá henni Reykjavík. Hún kom líka með nammi og allt, eins og krakkarnir segja nú til dags. Það var eitthvað svo framandi og spennandi að vera í návist henn- ar. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór sjö ára gömul með mömmu „suður“ til Pöllu og Hannesar og borðaði besta graut sem ég á ævi minni hafði smakkað. Það var hrísmjölsgrautur með rúsínum og kanilsykri sem Hannes hafði eld- að. Ég minnist þess einnig þegar ég suðaði og suðaði í henni að lána mér hrátt egg , því ég ætlaði mér að gera kraftaverk á eldhúsgólf- inu á Baugsvegi 7. Það skyldi koma ungi og ég lá í gólfinu eins og hæna í dágóðan tíma þangað til ég varð að játa mig sigraða því auðvitað datt ég á eggið og braut það. „Þvílíkur þrái í stelpunni,“ sagði Palla frænka. „Hvaðan hef- ur stelpan þetta?“ Núna veit ég hvaðan sá þrái kom, því ég átti ekki lengra að sækja það en til hennar sjálfrar. Palla frænka var mjög ákveðin og hispurslaus kona. Hún lét allt flakka og ég dáðist að henni hvað hún var laus við alla tilgerð og kom ætíð til dyranna eins og hún var klædd. Hún hafði forystuhæfileika og vann alltaf sín verk af dugnaði og elju þar til hún varð að hætta sök- um aldurs. Síðustu æviárin voru henni mjög erfið vegna veikinda . Hún reyndi samt að halda virðingu sinni og reisn allt til dauðadags. Ég átti með henni margar ljúfar stundir og mikið fannst mér gott að geta hjúfrað mig upp að henni og talað við hana. Ekki veit ég hvort hún meðtók allt sem ég sagði, en hún strauk mér ávallt um vangann og horfði blítt til mín. Nú er Drottinn búinn að taka hana í faðm sér og strjúka henni um vangann. Hún er komin til Hannesar og ég er viss um, að það hafa verið miklir fagnaðarfundir. Að lokum vil ég senda Báru, Gunna og afkomendum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning elsku Pöllu frænku. Guðbjörg María Jóelsdóttir (Gugga Maja). Mig langar til að kveðja Pöllu frænku með örfáum línum. Palla frænka, móðursystir mín, var „frænkan“ í fjölskyldunni minni. Það var aldrei talað um Pöllu öðruvísi en „frænka“ fylgdi með. Kynni okkar Pöllu frænku urðu fyrst verulega náin þegar ég kom til Reykjavíkur til náms fyrir rúmum 50 árum og hún og Hann- es, eiginmaður hennar, tóku mig að sér eins og ég væri þeirra eigin sonur. Ég bjó á heimili þeirra um tveggja ára skeið. Þá bjuggu þau í blokk við Stóragerði. Íbúðin var ekki stór, eitt svefnherbergi og samliggjandi stofa og borðstofa. Þau settu upp skilrúm milli stofu og borðstofu og sváfu í borðstof- unni en ég fékk besta herbergið, svefnherbergið, til eigin nota. Þeim var umhugað um að ég hefði það sem allra best og sinnti mínu námi. Hannes var mat- reiðslumeistari og lengst af vann Palla frænka við hlið hans í veit- ingahúsum eða mötuneytum, lengst hjá Flugfélagi Íslands á Reykjavíkurflugvelli. Heima skiptu þau eldamennskunni milli sín og naut ég góðs af því, hafði reyndar stundum á tilfinningunni að þau væru bara að elda fyrir mig. Það var oft glatt á hjalla í Stóragerðinu því bæði voru þau hjónin glaðsinna og Hannes mikill grallari en Palla frænka kunni vel að meta smágrín og óvænt uppá- tæki. Þau höfðu gaman af því að spila á spil og oft var gripið í spil þegar gesti bar að garði. Stund- um fékk Hannes lánaða harmon- ikku og spilaði með tilþrifum og ef bræður hans, Sölvi eða Snorri, sem báðir gátu spilað, voru við- staddir þurfti Palla stundum að hafa hemil á spilamennskunni. Palla var kraftmikil kona og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún sagði sína mein- ingu skýrt og skorinort, hvar og hvenær sem var, sama hver átti í hlut. Okkur samdi alltaf vel og aldrei bar skugga á okkar sam- skipti. Vegna búsetu hvors á sínu landshorninu voru samskiptin mest símleiðis sl. 35 ár, en alltaf þegar ég kom í heimsókn fannst mér Palla frænka taka mér eins og sínum einkasyni. Ég mun allt- af minnast Pöllu frænku með þakklæti og hlýhug fyrir það sem hún gerði fyrir mig. Ég sendi Báru og fjölskyldu einlægar sam- úðarkveðjur. Hjálmar Jóelsson. Pálmey Ó. Kristjánsdóttir Með sorg í hjarta kveð ég Dísu og hugur minn leitar til ykkar; elsku Númi, Elva Dögg, Telma Hrönn, Tolli, Atli og yndislegu ömmu- og afabörn. Fréttin af andláti Dísu tók mikið á mig. Með hógværð sinni og látlausu yfirbragði skilur hún eftir sterkar og fallegar minning- ar. Þegar við bjuggum í Heiðar- lundi var mikill samgangur á milli íbúðanna og vinabönd mynduðust strax. Dísa sat oft í kaffi hjá mömmu en við stelpurnar hlup- um hiklaust á milli íbúðanna og vorum hálfgerðir heimagangar. Það lék flest í höndunum á Dísu. Til dæmis tók hún að sér að greiða mér fyrir fermingar- myndatöku sem þurfti að endur- taka því myndirnar eyðilögðust hjá ljósmyndaranum. Mér eru minnisstæð fallegu fötin sem hún saumaði á Elvu Dögg og fékk ég eitt sinn föt, saumuð af Dísu, lán- uð fyrir árshátíð. Þegar ég fór að eignast börn gaf hún þeim fallega prjónaðar flíkur sem ég á enn. Í seinni tíð fór ég stundum upp í Heiðarlund í kaffi til Dísu og Núma þegar systurnar voru í Svandís Stefánsdóttir ✝ Svandís Stef-ánsdóttir fædd- ist á Litlu- Hámundarstöðum í Árskógshreppi 27. september 1943. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 8. febrúar 2012. Útför Svandísar fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 17. febrúar 2012. heimsókn hér fyrir norðan. Oft hitt- umst við Dísa í Skógarlundinum, ég skokkandi og hún í göngutúrnum sín- um, og alltaf stopp- uðum við til að spjalla. Dísa sagði mér fréttir af stelp- unum og barna- börnunum en ég sagði fréttir af mömmu og pabba. Annars var Dísa dugleg að heimsækja for- eldra mína og alltaf lét hún sjá sig á afmælisdaginn hennar mömmu. Oft kom hún með myndir af fjöl- skyldunni til að sýna þeim. Dísa, ég þakka þér fyrir stuðn- inginn sem þú veittir mér í sumar þegar pabbi veiktist og mamma slasaðist. Það var gott að tala við þig. Númi, Elva Dögg og Telma Hrönn, Guð veiti ykkur stuðning í sorg ykkar. Eftir standa minn- ingar um konu með hógværa framkomu en stórt hjarta. Bless- uð sé minning hennar. Fanný María Brynjarsdóttir. Kæra vina. Það er sárt að sjá svona fljótt á eftir þér, það var okkar gæfa að vera meðal þinna bestu vina um áratuga skeið. Að eiga góða vini er ómetanlegt. Í öll þessi ár höf- um við átt saman margar góðar og glaðar stundir. Að fá að ganga með ykkur Núma, Elvu og Telmu er ein af stóru gjöfum lífsins. Dísa var sterk og dugleg kona sem við bárum mikla virðingu fyrir, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum en bar um leið virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún hafði stórt hjarta og mikla hlýju, og sást það best á ástinni og kær- leikanum sem hún umvafði maka sinn, börn og barnabörn. Fyrir nokkrum árum er þú greindist með krabbamein og gekkst undir mikla aðgerð varstu svo ákveðin að sigrast á sjúk- dómnum, þú varst sterk og dug- leg og kvartaðir aldrei. Þegar við sáum og fundum æðruleysi þitt var það skjöldur til að standa af okkur storminn. Í nokkur ár varst þú frísk og hress, en svo tóku veikindin sig upp á ný og nú svífur þú guðs um geim, laus við allar þjáningar. Síðasta samveru- stund vinahópsins var í nóvem- ber, en þá komum við saman í matarveislu í Heiðarlundinum hjá ykkur hjónum og áttum þar yndislegt kvöld. Við erum óend- anlega þakklát fyrir þessa síð- ustu samverustund, þín verður sárt saknað úr vinahópnum. Sam- ferðin hefði mátt vera miklu, miklu lengri, það var svo margt sem við áttum eftir að gera sam- an, en um slíkt er ekki spurt. Við ráðum ekki sjálf hvernig og hve- nær vegferðinni lýkur. Elsku Númi, Elva Dögg, Thelma Hrönn og barnabörnin sem Dísa var svo stolt af því hún var yndisleg amma. Guð styrki ykkur og verndi og leiði ykkur í ljósið á ný. Elsku Dísa okkar, við þig viljum við segja, þú sem í fjar- lægð bak við himininn dvelur, hafðu ævinlega þökk fyrir vinátt- una og hlýjuna. Við höldum utan um Núma og fjölskylduna þína. Öllum ástvinum Dísu sendum við dýpstu samúðarkveðjur. Fljúgðu burt í hæstu hæðir í átt til guðs og sólar sem allt græða. Samúðar- kveðjur. Heiða og Hafþór, Gunnborg og Pétur, Rósa og Þóroddur og fjölskyldur. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.