Helgafell - 01.12.1955, Page 62

Helgafell - 01.12.1955, Page 62
60 HELGAFELL reiðin heimsæki okkur inn um vesturdyrnar. Og ég dreg það mjög í efa, að skáld, sem ekki getur ort vel í hömlum stuðla, höfuðstafa og hendinga, sé þess megnugur að gera betur, þó að hann brjóti sig úr þessum „fjötrum". Það er að minnsta kosti langt í frá, að það hafi tekizt enn sem komið er hér á landi. Jæja, vinur! Þetta fer nú að taka enda. Eg ætlast ekki til, að þú skiljir þessi þankabrot mín á þann veg, að ég fordæmi atómljóðin. Nei, það geri ég ekki. £g hef gaman af sumum þeirra, gaman á vissan hátt. En þau hafa yfir- leitt tvo galla, sem þau ættu ekki að hafa: Þau eru lélegur skáldskapur, og þau eru leiðinlegur skáldskapur, að minnsta kosti fyrir smekk þeirra manna, sem gjafarinn allra góðra hluta hefur ekki gefið nægilega spauggreind eða nógu staðgóða blindu á niðurlægingu þessara tíma. Yfirbragð atómljóðanna er yfirleitt kollindoðrulegt, orðbragð þeirra at- kvæðalítið, fremur fátæklegt og stundum afkáralegt, hugsunin óskýr, oft talað f langsóttum líkingum, sem verka á lesandann svipað og rebúsar, og um inni- haldið verður ekki sagt, að það sé þrungið áberandi guðmóði. Það er einhver uppdráttarsvipur yfir öllu þessu. Og verst er þó þetta: Maður hefur atóm- skáldin grunuð um, að þau yrki svona af þeirri ástæðu, að þau geti ekki ort með stuðlum og höfuðstöfum „eins vel og Shakespeare“. Vanmati á atómform- inu má hins vegar skella á heimsku tímanna. En Guð fyrirgefi mér að segja svona, ef þetta skyldi nú allt vera einlæg leit að fullkomnara „tjáningarformi"! Sú leit hefur ekki ennþá borið sýnilega ávexti. Það er mín réttlæting. En þá fer ég að hugsa: Mannshöfuðið er ekki að- eins þungt. Það er líka lengi að skapast. Það var aðall íslenzkrar ljóðlistar að vera borin fram á dálítið upphöfnu og orðauðugu máli, eins konar sparimáli, þrátt fyrir hortitti og stundum gallaða byggingarlist. Þess vegna voru það mikil tilbrigði frá hversdagsleikanum að lesa íslenzk Ijóð. A þessu verður breyting að ráði nálægt lokum fyrri heimsstyrjaldar. Þá er farið að yrkja ljóð á hversdagslegra máli og fátæklegra en áður var. Munur á rímuðu máli og lausu verður með öðrum orðum minni. Yms skáldskaparorð hverfa, og kenningar sjást ekki lengur, en smekklega gerðar kenningar, þó í hóf stillt,, geta verið prýði á ljóðum og auðga þau að margbreytni og myndum. Þar á móti verður fágun ljóðanna meiri, en andríki og alvara minni. Með atómskáldskapnum gerist málið ennþá fátæklegra og óskáldlegra, heldur sig nær göturæsunum. Maður finnur ekki til neinnar sunnudagskennd- ar, þegar maður leggur sig á bakið upp á dívan (eða sóffa) til að líta í atóm- ljóðabók. Þessi skáld hafa samt fengið sinn Fíladelfíusöfnuð, þó að ekkert þeirra hafi sett saman eins gott kvæði, að mínum dómi, og Æskuást, sem Jón- as Guðlaugsson orti á unga aldri og fékk þó engan Fíladelfíusöfnnð á ættjörð sinni. En þá voru aðrir tímar. Og Guð forði mér frá að fella dóma með gam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.