Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Björn Björnsson Sauðárkróur Mikið var um að vera í og við höfninna á Sauðárkróki á þriðjudag en þá stóðu yfir tökur á hluta nýrrar kvikmyndar sem fram- leidd er af Friðriki Þór Friðrikssyni, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, sem er einnig handritshöfundur. Tökuliðið hafði tekið á leigu einn af togurum Fisk Seafood, Klakkinn, og var hann að minnsta kosti að hluta til orðinn að rússneskum tog- ara. Atriðið, sem tekið var upp, var að innfæddur sundreið út að togar- anum til þess að verða sér úti um brjóstbirtu sem þar var í boði, og að erindinu uppfylltu var sundriðin sama leið til lands. Það var hinn landskunni hesta- maður Hermann Árnason sem lagði til þaulreyndan vatnahest í þetta at- riði og reið honum sjálfur út að skipinu, en bakaleiðina annaðist Steinn Ármann leikari, enda klárinn fúsari til lands en á útleiðinni og því sá hluti ef til vill auðveldari þó Steinn Ármann muni enginn viðvan- ingur í umgengni við þarfasta þjón- inn. Benedikt Erlingsson sagði að taka þessa atriðis hefði heppnast með ágætum, þó að smá hnökrar hefðu á orðið kæmi það ekki að sök, og verulega ánægjulegt að vera hér í Skagafirði í vöggu íslenskrar hesta- mennsku við upptökur á nokkrum atriðum myndarinnar. Benedikt sagði að hér væri um að ræða íslenskt drama, þar sem sleg- inn væri alveg nýr tónn, ný tegund af rómantík í hæsta veldi, en sam- kvæmt hefðinni fléttuðust saman ástir og örlög manna og hesta á „dauðans óvissa tíma“. Þessu til staðfestingar kæmu fyrir fleiri en ein og fleiri en tvær jarðarfarir. Tökur standa fram á fimmtudag í Skagafirði en Benedikt gerði ráð fyrir frumsýningu myndarinnar ein- hverntíma síðla hausts á næsta ári. Nýtt sjónarhorn á sveitarómantík Morgunblaðið/Björn Björnsson Sundreið Steinn Ármann á leið til lands í höfninni á Sauðárkróki. Áætlað er að þjóðaratkvæða- greiðslan um stjórnlagaráðs- tillögur 20. október nk. muni kosta alls 240 milljónir kr. samkvæmt drögum að frumvarpi til fjár- aukalaga fyrir árið 2012. Af þeim er áætlað að um það bil 180 millj- ónir fari til sveitarfélaganna vegna nauðsynlegs kostnaðar, s.s. vegna starfa undirkjörstjórna og hverfa- kjörstjórna og vegna kjörgagna, húsnæðis til kjörfunda og atkvæða- kassa. Samkvæmt upplýsingum frá inn- anríkisráðuneytinu hefur verið ákveðið að greiðslur til sveitar- félaganna vegna atkvæðagreiðsl- unnar verði reiknaðar þannig að 530 krónur verði greiddar fyrir hvern kjósanda á kjörskrá og 390 þúsund krónur fyrir hvern kjörstað sem sveitarstjórn ákveður. Sveitarfélögin leggja út fyrir þeim kostnaði sem fellur til vegna framkvæmdar atkvæðagreiðsl- unnar en geta óskað eftir greiðslu hjá innanríkisráðuneytinu með því að skila inn reikningi, gíróseðli eða greiðslutilmælum en þurfa sam- hliða því að skila inn upplýsingum um kjósendur og kjörstaði í sveitar- félaginu, sem staðfestar hafa verið af kjörstjórn viðkomandi sveitarfé- lags. holmfridur@mbl.is Skila reikn- ingi fyrir kosningu  Ríkið greiðir 530 kr. á hvern kjósanda Morgunblaðið/Ómar Kosið Ríkið ber allan kostnað af þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það hefur vakið sérstaka athygli lögreglu undan- farið að ljósabún- aði margra öku- tækja er ábóta- vant. Margir hafa verið stöðvaðir vegna þessa en ýmist vantaði ljós að framan eða aftan en ökumönn- unum var góðfúslega bent á að skipta um perur, öryggi eða annað það sem bilað var. Lögreglan hvetur ökumenn til að ganga úr skugga um að ljósin séu í lagi enda séu þau mikilvægt öryggistæki. Þau þurfi alltaf að vera í lagi og ekki síst í skammdeginu. Ljósabúnaði ábótavant Í tilefni af 70 ára sögu félagsins og forvera þess verður sérstök afmælisráðstefna haldin í Hörpu þann 25. september. Þar munu lykilmenn í sjávarútvegs- og smásöluiðnaði fjalla um margvísleg málefni tengdum iðnaðinum. 13.30 Setning ráðstefnu og ávarp, Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group Ráðstefnustjóri: Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group 13.40 Efnahagsleg áhrif sölusamtaka á sjávarútveginn og Ísland Daði Már Kristófersson, dósent, Háskóli Íslands 14.25 Retail and Seafood – Umræðustjóri: Anita Barker, framkvæmdastjóri Coldwater o Seafood from a Retailers Perspective – Andrew Mackenzie, sölustjóri hjá Marks & Spencer o Growth and Opportunity in North America – Henry Demone, forstjóri Highliner Foods 15.30 Kaffihlé 15.50 Seafood Branding – Umræðustjóri: Árni Geir Pálsson, stjórnarmaður Icelandic Group o Saucy Fish Co.: From minnow to mammoth – Simon Smith, sölu- og markaðsstjóri Seachill o The brand Icelandic – Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Icelandic Iberica 17.00 Ráðstefnuslit 17.00 –18.00 Léttar veitingar Vinsamlegast hafðu samband við Lilju Valþórsdóttur (liljav@icelandic.is) fyrir kl. 14.00, 24. september til að skrá þig á ráðstefnuna. Takmarkað sætaframboð. Verð 7.900 kr. Við hlökkum til að sjá þig á ráðstefnunni. Afmælisráðstefna Icelandic Group Dagskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.