Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Nýræktarstyrkir Bókmenntasjóðs fyrir árið 2012 voru afhentir í Gunnarshúsi í gær. Styrkjunum er ætlað að styðja útgáfu á nýjum ís- lenskum skáldverkum sem hafa takmarkaða eða litla tekjuvon en teljast hafa ótvírætt menningar- legt gildi. Þetta er í fimmta sinn sem Nýræktarstyrkjum Bók- menntasjóðs er úthlutað. Að þessu sinni hlutu styrkir smá- sagnasafnið Fjarlægðir og fleiri sögur eftir Dag Hjartarson, ljóða- bókin Á milli okkar allt eftir Heið- rúnu Ólafsdóttur sem Ungmenna- félagið Heiðrún gefur út, Hulstur utan um sál eftir Hugrúnu Hrönn Ólafsdóttur sem Pírumpár gefur út, Segulskekkja: textasafn eftir Soffíu Bjarnadóttur sem Stella út- gáfa gefur út og myndasmásagan Mér þykir það leitt eftir Sunnu Sigurðardóttur sem ViðVera gefur út. Í tilkynningu frá Bókmennta- sjóði kemur fram að umsóknum um Nýræktarstyrki hafi fjölgað töluvert frá því að þeim var fyrst úthlutað árið 2008. Það ár bárust níu umsóknir um fimm styrki, en í ár bárust 23 umsóknir um fimm styrki að upphæð 200.000 kr. Afhending Styrkþegar voru ánægðir þegar þeir tóku við styrkjunum. Nýræktarstyrkir af- hentir í fimmta sinn OPNAR Í DAG KL. 15 LAUGAVEGI 45 OPIÐ KL. 11- KL. 18 ALLA VIRKA DAGA OG LAUGARDAGA KL. 11 - KL. 17 Pétur Blöndal pebl@mbl.is „Þegar landið rís“ og „Þið þekkið fold“ er yfirskrift kvæða sem skáldið Matthías Johannessen hefur birt á dagbókarsíðu sinni, matthias.is. „Ég hafði verið að lesa bók Guð- mundar Andra Thorssonar Valeyr- arvalsinn og þegar ég kom að síðasta kaflanum, þá sá ég að hann er eins- konar prósaljóð og það þótti mér gott, því að hina ljóðrænu áferð vant- ar alltof oft í íslensk skáldverk,“ seg- ir Matthías. „Ég hugsaði um þennan kafla og hann hafði áhrif á mig og að því kom að ég fór að yrkja í tengslum við hann án þess það hafi verið ætl- unin.“ Matthías segir það hafa haft áhrif á sig er Guðmundur Andri talar um að lífið sé leiðin til dauðans: „En í Quo Vadis er sagt að dauðinn sé veg- urinn til eilífðarinnar. Um þetta fór ég að hugsa, án þess ég ætlaði mér eitthvað sérstaklega að fara að yrkja um lífið og tilveruna. En þá kom þessi flokkur allt í einu í heimsókn eins og fuglar á tré. Ég sagði Guð- mundi Andra frá þessu, að hann bæri ábyrgð á þessum flokki, og vonandi stendur hann undir því. En hann sagði mér að ljóðlínan „lífið er leiðin til dauðans“ væri fengin úr ljóði eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson sem ég vissi ekki. En það skipti engu máli, flokkurinn kom samt. Og ekki síst vegna þess að í þessum síðasta kafla Valeyrarvalsins segir Guðmundur Andri: „Ég var bara vitund.“ Undir- meðvitundin hugsaði mikið um þessa setningu og ég fór í þetta ljóðræna ferðalag. En upphafsvörðurnar voru þessar tvær setningar úr fyrr- nefndum síðasta kafla í skáldsögu Guðmundar Andra.“ Nýju ljóðin eru samin til hliðar við Hrunadansinn sem birtist í Morgun- blaðinu 12. apríl árið 2006. „Það var nokkuð löngu áður en hrunið varð,“ segir Matthías. „Hann var þannig sprottinn úr einhverskonar hugboði. Hann var birtur í Morgunblaðinu á sínum tíma og Gunnar Eyjólfsson gerði hann þekktan með upplestri sínum. Og síðan var hann gefinn út á diski. Hrunið virðist einatt leita á mig og ég hef einkum hugsað um það, að við gerðum út á frelsi einstaklingsins. Og ég trúði á það, enda kalda stríðs ritstjóri. En hrunið sýndi mér og öðrum að það eru margir sem hafa ekki siðferðilegt þrek til að búa við slíkt frelsi. Það hefur valdið mér miklum vonbrigðum og um þetta virðist ég hafa hugsað mikið. Og úr þessari undirmeðvitund hef- ur þessi síðasti ljóðaflokkur minn augsýnilega sprottið. Hann fjallar um lífið og tilveruna, en einkum sam- tíðina. Á rústum þess ófrelsis sem er fylgikvilli freistinga Mammóns. Hann er ábending um það, að besta veganesti okkar til framtíðar er það sem einkum hefur gert okkur að þjóð, það er arfleifðin. Og í skjóli hennar og með því að fara eftir þeim vörðum sem hún hefur hlaðið getum við aftur orðið merkileg þjóð með fólki sem hægt er að treysta fyrir frelsi einstaklingsins.“ Matthías speglar samtímann í arf- leifðinni og má segja að það sé nokk- urskonar siðavöndun. „Aðhald líka,“ segir hann. En hvernig gengur þjóð- inni að finna rætur sínar? „Þjóðin er byrjuð að fóta sig sem betur fer,“ svarar hann. „Hún geng- ur með staf eftir vonda byltu. En það merkir ekki að hún eigi að verða ein- hvers konar stafkarl það sem eftir er. Hún hlýtur að geta fundið það að- hald sem nauðsynlegt er til að trúa fólkinu fyrir því frelsi sem við teljum að sé nauðsynlegt innan þess lýð- ræðislega kerfis sem viljum búa í. En til þess þarf að ala umhverfið upp í því að kunna skil á raunverulegum verðmætum. Fjölmiðlarnir eru til að mynda fullir af glysi og gervilausn- um og viðstöðulaust er reynt að fylla tóm sem aldrei verður fyllt. Við erum lítil þjóð og afskekkt og það fer okk- ur best að vera lítil þjóð og afskekkt. Við þurfum engar útrásarþotur til að fljúga inn í gerviframtíð.“ Morgunblaðið/Kristinn Um framtíðina Matthías Johannessen segir þjóðina ekki þurfa útrásar- þotur til að fljúga inn í gerviframtíð. Þjóðin gengur með staf eftir vonda byltu  Ný ljóð eftir Matthías Johannessen á dagbókarsíðu skáldsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.