Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landeigendur í innri hluta Fljóts- hlíðar hafa formlega krafist þess að varnargarði Markarfljóts við Þór- ólfsfell verði breytt til fyrra horfs og að greiddar verði skaðabætur vegna þess lands sem fljótið hefur eytt frá því garðurinn var endurbyggður. Stjórnendur viðkomandi stofnana eru að undirbúa andsvör en Land- græðslan og Vegagerðin hafna því að landeyðingin starfi af breytingum á garðinum. Markarfljót hefur flæmst um breiðan farveg sinn í þúsundir ára og spillt landi beggja vegna. Varnar- garður sem gerður var við Þórólfsfell 1946 hlífði að mestu innstu bæjum Fljótshlíðar og þar hefur gróið upp land sem notað hefur verið til beitar. Varnargarðurinn skemmdist í hamfarahlaupi sem kom undan Gíg- jökli í eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010. Þegar Landgræðslan og Vega- gerðin létu endurbyggja garðinn síð- ar á því ári var legu hans breytt í óþökk Fljótshlíðinga. Þeir telja að með breytingunni hafi rennsli fljóts- ins verið breytt þannig að það flæm- ist nú yfir 3000 hektara svæði og hafi þegar eyðilagt yfir hundrað hektara af grónu og hálfgrónu landi sem tek- ist hafði að verja í 60 ár. Einnig hafi öll veiði í Þórólfsá verið eyðilögð og veiði í Bleiksá kunni að hafa orðið fyrir tjóni. Landeigendur í innsta hluta Fljótshlíðar gripu til þess ráðs í fyrrasumar að fara með stórvirka vinnuvél á eigin vegum til að breyta farvegi fljótsins inn við Þórólfsfell. Tilgangurinn var að verja land jarðanna. Það hafði þær afleiðingar að fljótið beindist í suður og fór yfir gróið land á svokölluðum Merkur- bæjum. Bændur þar reyndu að verj- ast á móti. Segja má að landeigendur hafi verið að kasta Markarfljótinu á milli sín. Þessar aðgerðir voru stöðv- aðar. Verið að taka af okkur land „Mikið land hefur gróið upp eftir að varnargarðurinn var gerður upp- haflega. Það nýtist til beitar. Það eina sem gert var er að landið var friðað fyrir ágangi vatns. Ég er ný- lega tekin við búi af föður mínum og hef litið á þetta sem framtíðar- ræktunarland. Það hefur stórspillst,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bæ Fljótshlíðar. Anna gerir sér grein fyrir því að ekki er einfalt að koma böndum á Markarfljót en er ósátt við að Land- græðslan skuli ekki viðurkenna mis- tökin. Hún segir að komið hafi fram ýmsar hugmyndir og tillögur um til- tölulega litlar aðgerðir til að halda vatninu frá en ekkert hafi verið hlust- að á þær. Á meðan hafi fljótið smám saman hreinsað í burtu gróðurtorf- urnar sem taki fimmtíu ár að gróa Krefjast skaðabóta fyrir tapað  Markarfljót hefur spillt landi jarða í innsta hluta Fljótshlíðar  Landeigendur kenna um breytingum á varnargarði við Þórólfsfell  Krefjast þess að varnargarður verði lagaður auk skaðabóta fyrir tjón Varnargarður við Þórólfsfell Varnargarður eins og hann var Lega hins endur- byggða garðs Gamli garðurinn: Vatnsflaumurinn fór að mestu í suður, en því sem fór í vestur var beint aftur til suðurs með þvergörðum. Núna: Vatnsflaumurinn fer í vestur, í stað þess að fara suður. Markarfljót Markarfljót Fljótsdalur Þórólfsfell Loftmyndir ehf. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU Félag Sameinuðu þjóðanna stendur fyrir málþingi í samstarfi við Há- skóla Sameinuðu þjóðanna föstu- daginn 21. september kl. 15 í Öskju, Háskóla Íslands, um skóla SÞ á Ís- landi. Nemendur í skólunum munu m.a. segja frá reynslu sinni en málþingið er hluti af kynningarátakinu Þró- unarsamvinna ber ávöxt. Innan vélbanda Háskóla SÞ á Ís- landi eru Jarðhitaskólinn, Sjávar- útvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn. Alls hafa 792 sérfræðingar frá 105 þróunarlöndum lokið sex mán- aða sérhæfðu námi við Háskóla SÞ á Íslandi. Skólinn var stofnaður ár- ið 1975 til að efla rannsóknir, þekk- ingu og skilning á málum sem SÞ fjalla um. Nemendur í Háskóla SÞ á Íslandi. Málþing um Háskóla SÞ á Íslandi Ný hjólaþrauta- braut var opnuð í Öskjuhlíð í Reykjavík í gær. Um er að ræða svonefnda pumpu-braut sem farin er með sérstakri tækni og notuð til þjálf- unar og leikja. Félagar í hjól- reiðafélaginu Tindi hafa lagt braut- ina í samvinnu við Reykjavíkurborg sem leggur til svæðið. Opnun braut- arinnar var liður í dagskrá Sam- gönguviku sem nú stendur yfir. Brautin er við Nauthólsveg norðan við Háskólann í Reykjavík. Fyrirmyndirnar að brautinni eru erlendar. Ný hjólaþrautabraut opnuð í Öskjuhlíð Hjólað í nýju hjóla- þrautabrautinni. Heimssýn – hreyfing sjálfstæðis- sinna í Evrópumálum mun í dag halda opinn hádegisfund undir yfir- skriftinni: Er ESB-umsóknin dauð? Fundarstaður er Thorvaldsen, Austurstræti 8-10 í Reykjavík, en fundurinn hefst klukkan 12. Frummælendur verða Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, og Mörður Árnason alþingismaður. Fundurinn er opinn öllum. Fundur um ESB-umsóknina STUTT „Við teljum ekki að breyting á garðinum hafi haft af- gerandi áhrif á rennsli fljótsins. Breytt hegðun fljóts- ins þarna stafar fremur af auknum framburði eftir flóðin 2010,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. Varnargarðurinn við Þórólfsfell var gerður 1946 og 1985 var aukið við hann vegna landbrots. Sveinn segir að stöðugt hafi þurft að gera við enda garðs- ins og því hafi tækifærið verið notað þegar hann var endurbyggður eftir náttúruhamfarirnar að laga hönn- un hans að þeirri þekkingu sem fengist hafi síðustu áratugi. Sveinn tekur fram að fulltrúar viðkomandi stofn- ana hafi ekki tekið afstöðu til kröfu landeigendanna. Sjálfur hafnar hann því að breyting á varnar- görðunum hafi leitt til landbrotsins sem þeir kvarta undan. „Breytt hegðun fljótsins er ekki ný af nálinni, það hefur flakkað á milli landa í þúsundir ára. Mikill framburður hefur verið í Markarfljóti eftir flóðin 2010 og breytt rennsli hennar,“ segir Sveinn. Eftir sáttafund með bændum beggja vegna Mark- arfljóts sl. sumar voru uppi hugmyndir um að reyna að halda Markarfljóti sem næst miðju auranna. Sveinn segir það ekki raunhæft. Það myndi kosta milljarða að stokkleggja fljótið eftir miðjum farvegi. „Markarfljót hefur aldrei runnið þar sem því er sagt að renna og aldrei beint,“ segir Sveinn. Framburður breytti rennsli LANDGRÆÐSLUSTJÓRI TELUR BREYTINGAR Á VARNARGÖRÐUM EKKI AFGERANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.