Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2012 ERT ÞÚ MEÐ VERKI? Stoðkerfislausnir hefjast 1. október nk. Hentar þeim sem eru að glíma við einkenni frá stoðkerfi og vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. • Mán., mið. og fös. kl. 18:30 • Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara ásamt kennslu í réttri líkamsbeitingu • Fyrirlestrar um verki, svefntruflanir og heilbrigðan lífstíl • 8 vikna námskeið • Verð: 39.800 kr. (19.900 kr. á mánuði) Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is „Allir verkir hafa minnkað. Ég var áður alltaf svo þreytt og alltaf að leggja mig. Mér finnst satt að segja að allir sem eru að finna til verkja ættu að koma hingað. Hreyfingin hefur líka áhrif á alla starfssemi líkamans og svo er þetta gott fyrir sálina. Mér líður miklu betur og ég er ákveðin í að halda áfram.“ Sólveig Guðmundsdóttir Þjálfari: Sólveig María Sigurbjörnsdóttir sjúkraþjálfari FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mitt Romney, forsetaefni repúblik- ana, gaf höggstað á sér með van- hugsuðum ummælum, þar sem hann virtist afskrifa 47% kjósenda og lýsa þeim sem ósjálfbjarga afætum, og demókratar voru fljótir að ganga á lagið. Þeir sögðu orð hans sýna að auðkýfingurinn Romney væri úr tengslum við venjulegt fólk og hefði engan skilning á lífsbaráttu þess. Á myndskeiði, sem birt var á net- inu, sagði Romney á fjáröflunarsam- komu með auðmönnum að hann teldi að tæpur helmingur Bandaríkja- manna styddi Obama hvað sem á dyndi. „Það eru 47% sem styðja hann, sem eru háð ríkisvaldinu, sem telja sig vera fórnarlömb,“ sagði for- setaefnið meðal annars. „Verkefni mitt er ekki að hafa áhyggjur af þessu fólki. Ég mun aldrei geta feng- ið það til að axla ábyrgð á sjálfu sér og sjá um sig sjálft.“ Romney og ráðgjafar hans viður- kenndu að ummæli hans voru óheppilega orðuð og reyndu að beina umræðunni að ágreiningi repúblik- ana og demókrata um hlutverk ríkis- ins. Romney sagði í viðtali í fyrra- kvöld að margir Bandaríkjamenn hefðu fallið undir fátæktarmörk, greiddu því ekki skatta og þyrftu að reiða sig á aðstoð frá ríkinu. „Rétta aðferðin til að hjálpa þeim felst ekki aðeins í því að ríkið veiti þeim ölm- usu heldur hjálpi þeim að komast aftur í góð störf,“ sagði hann. „Ég tel að þjóðfélag, sem byggist á því að ríkisvaldið sé þungamiðjan og gegni sífellt stærra hlutverki, endurúthluti peningum, sé ekki rétta leiðin.“ Viðbrögð repúblikana við ummæl- unum voru blendin. Nokkrir af for- ystumönnum þeirra hvöttu Romney til að standa við ummælin og hamra á því í kosningabaráttunni að ríkis- valdið væri orðið of umsvifamikið í Bandaríkjunum. Tveir frambjóð- enda repúblikana í kosningum til öldungadeildarinnar andmæltu orð- um Romneys og sögðu að þorri bóta- þeganna vildi ekki þurfa að reiða sig á aðstoð frá ríkinu. Aðrir frambjóð- endur repúblikana í þingkosningun- um virtust forðast að taka afstöðu til ummælanna. Bótaþegarnir ekki afætur William Kristol, ritsjóri Weekly Standard, íhaldssams vikublaðs, sagði að ummælin væru „hrokafull og heimskuleg“. „Romney virðist ekki aðeins fyrirlíta demókrata, sem eru á móti honum, heldur einnig tugi milljóna manna sem ætla að kjósa hann,“ skrifaði Kristol. Hann skír- skotaði meðal annars til eldri borg- ara, sem reiða sig á opinberar sjúkratryggingar, og láglaunafólks, þeirra á meðal hermanna sem hafa stutt repúblikana. The Wall Street Journal segir að það sé rétt hjá Romney að um það bil 47% Bandaríkjamanna greiða ekki tekjuskatt til alríkisins, samkvæmt nýjustu hagtölum, og hlutfallið hafi aukist um 20 prósentustig frá árinu 1992. Meginástæðan er að margir njóta góðs af skattaívilnunum fyrir láglaunafólk og foreldra. Margir þeirra sem greiða ekki tekjuskatta til alríkisins greiða þó útsvar og skatta til heimaríkja sinna, auk launatengdra gjalda til almanna- trygginga og sjúkratrygginga. Um 49% Bandaríkjamanna eru í fjölskyldum sem fá einhvers konar bætur frá ríkisvaldinu, nær 20 pró- sentustigum fleiri en á níunda ára- tug aldarinnar sem leið. Um ein af hverjum sjö fjölskyldum fær matar- miða sem ríkisvaldið úthlutar efna- litlu fólki til matarkaupa og það hlut- fall hefur stóraukist vegna efnahagssamdráttarins. Rúm 16% Bandaríkjamanna fá bætur frá opinbera almannatrygg- ingakerfinu og tæp 15% frá Medi- care, sjúkratryggingakerfinu fyrir 65 ára og eldri, að því er fram kemur í The Wall Street Journal. Flestir þeirra sem fá bæturnar greiddu skatta í áratugi til að fjármagna tryggingarnar og geta því ekki talist afætur á auðkýfingunum sem Rom- ney talaði til. Megnið af bótunum rann til fólks sem hafði unnið fyrir þeim. „Hrokafull og heimskuleg“ orð AFP Stund milli stríða Mitt Romney forsetaefni leikur sér við fimm börn sonar síns í flugvél sinni í Salt Lake City.  Romney gaf höggstað á sér með því að afskrifa 47% kjósendanna og lýsa þeim sem afætum  Margir bótaþeganna hafa stutt repúblikana  Megnið af bótunum fór til fólks sem hafði unnið fyrir þeim Óskýr boðskapur » Íhaldsmaðurinn Erick Erick- son, ritstjóri RedState blog, telur að Obama myndi ná endurkjöri ef kosið væri nú. » „Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr … er sann- leikurinn einfaldlega sá að Mitt Romney hefur ekki unnið kjós- endur á sitt band og boð- skapur hans er svo óskýr og ruglingslegur að enginn kjós- andi veit í raun og veru hvað hann stendur fyrir,“ skrifaði Erickson á mánudag. Nýjustu fylgiskannanir benda til þess að Barack Obama forseti sé með forskot í þremur af þeim lykil- ríkjum sem gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum í nóvember – í Virginíu, Wisconsin og Colorado. New York Times og CBS- sjónvarpið birtu könnun sem bendir til þess að 51% styðji Obama en 45% Mitt Romney í Wisconsin, heimaríki Pauls Davids Ryans, varaforsetaefnis repúblik- ana. Í Virginíu sögðust 50% ætla að kjósa Barack Obama en 45% for- setaefni repúblikana. Munurinn var minni í Colorado þar sem fylgi for- setans mældist 48% en Rom- neys 47%. Samkvæmt nýrri könnun The Was- hington Post ætla 52% lík- legra kjósenda í Virginíu að kjósa Obama en 44% Mitt Romney. Talið er að Virginía verði eitt af mikil- vægustu ríkjunum í kosningunum, ásamt Ohio og Flórída. Með forskot í lykilríkjum OBAMA STENDUR BETUR AÐ VÍGI Barack Obama forseti Sýningarstúlkur sýna vor- og sumarfatnað á sýningu tískuhússins Gucci á tískuvikunni í Mílanó sem hófst í gær. Meðal annars voru sýnd föt hönn- uðarins Fridu Giannini sem lagði áherslu á einfaldleika, t.a.m. með kvöld- kjólum sem minna á náttföt. Tískuvikunni lýkur á þriðjudaginn kemur. Tískuvikan í Mílanó hafin AFP Vor- og sumartískan kynnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.