Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 5. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  70. tölublað  101. árgangur  GLÆPIR OG ÖRLÖG Í OLNBOGAVÍK VERK SEM HÖFÐAR TIL SÁLARINNAR INDÍDÚETT FÓR MEÐ SIGUR AF HÓLMI DAÐI SÝNIR Á MOKKA 34 MÚSÍKTILRAUNIR 36ÞORPSSAGA EFTIR LIMRUSKÁLD 10 „Þetta er eitthvert mesta íþróttamannvirki í Kópavogi,“ segir Smári Smárason, arkitekt hjá Kópavogsbæ, um tröppur sem byrja við Bakka- hjalla og enda uppi á Digranesheiði. Tröppurnar voru lagðar upp úr 1990 og fljótlega tóku hlauparar og fleiri að nota þær sem æfingasvæði. Flesta daga má sjá hlaupara, staka eða í hóp, hlaupa þar upp og niður. Hækkunin er töluverð eða um 53 metrar, samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Hlaupahópurinn Bíddu aðeins tók snúning í tröppunum um helgina. »14 Himnastiginn eitt mesta íþróttamannvirkið í Kópavogi Morgunblaðið/Ómar 53 metra háar tröppur vinsælar til æfinga Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Undanfarin tvö ár hafa að jafnaði tæplega 60 lögfræðingar verið á at- vinnuleysisskrá í hverjum mánuði. Í janúar voru 63 skráðir atvinnulausir og í febrúar 65. Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, segir atvinnuleysi meðal lög- fræðinga hafa verið nánast óþekkt fyrirbæri. Nú stefnir í að á árabilinu 2007 til 2013 muni tvær stærstu lagadeildirn- ar, í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, hafa útskrifað yfir 800 lög- fræðinga. Háskólinn á Akureyri og Bifröst hafa einnig útskrifað lögfræð- inga. Ingimar segir að fjölgunin hafi áhrif. „Það er erfiðara fyrir nýútskrif- aða lögfræðinga að komast í vinnu,“ segir hann. Ein afleiðingin sé sú að sífellt fleiri nýútskrifaðir lögfræðingar afli sér málflutningsréttinda án þess að vera komnir með starf við fagið og greiði námskeiðsgjaldið, 200-250.000 krón- ur, úr eigin vasa. Ingimar bendir á að nám í lögfræði nýtist vel í ýmsum störfum. Á hinn bóginn megi búast við að flestir sem leggi þetta fimm ára erfiða nám á sig ætli sér að starfa sem lögfræðingar, en þurfi þeir að leita í önnur störf geti það leitt til þess að þeir geti ekki hald- ið við þekkingu sinni á lögfræði eða öðlast nauðsynlega reynslu. „Ég hef mestar áhyggjur af því fólki sem er á síðustu tveimur árum laganáms. Það getur staðið frammi fyrir því að at- vinnuhorfur verði mjög erfiðar, það er mín tilfinning,“ segir hann. MLögfræðingar koma sér … »20 Rúmlega 60 lögfræðingar atvinnulausir  Erfitt fyrir nýútskrifaða að fá vinnu  Atvinnuhorfur geta orðið erfiðar Fleiri lögfræðingar » Nú er 1001 lögmaður í Lög- mannafélaginu og hefur þeim fjölgað um 50% á áratug. » Hér á landi eru mun fleiri lög- menn miðað við höfðatölu en annars staðar á Norðurlöndum. » Hér er hlutfallið 1:319 en í Finnlandi er það 1: 2.766.  Nicos Anastas- iades, forseti Kýpur, fundaði með fulltrúum Evrópusam- bandsins, Seðla- banka Evrópu og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í átta klukkustundir í gær vegna málefna Kýpur. Frestur sem Seðlabanki Evrópu gaf stjórn- völdum á Kýpur til að tryggja 5,8 milljarða evra rann út í nótt. Fundur Anastasiades dróst veru- lega á langinn. Sökum þessa þurfti að fresta fundi fjármálaráðherra aðildar- ríkja myntbandalags Evrópu um fjórar klukkustundir. Aðeins eitt umræðuefni var á dagskrá ráð- herranna: Kýpur og hvernig forða megi ríkinu frá gjaldþroti. »19 Reynt að forða Kýp- ur frá gjaldþroti  Fíkniefnavandinn hverfur ekki með lögleiðingu fíkniefna og líkur eru á að neyslan aukist og færist til fleiri hópa með henni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrota- fræðings. Vega þurfi og meta kosti og galla banns annars vegar og lög- leiðingar hins vegar. Hann telur að Íslendingar ættu að fylgja alþjóða- samfélaginu hvað varðar laga- ramma um fíniefnamál. Einn af hverjum þremur föngum á Litla-Hrauni á síðasta ári sat inni vegna fíkniefnabrota. Níu þing- menn, þar á meðal fyrrverandi heil- brigðisráðherra, hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu sem felur meðal annars í sér að refsingar vegna vörslu fíkniefna verði af- numdar. »4 Vandinn hverfur ekki og neysla eykst Marijúana Flutningsmennirnir telja að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins býðst ríkisstjórnin til að fresta gildistöku umdeildra þátta náttúruverndarfrumvarps til að greiða fyrir afgreiðslu þess fyrir þinglok. Þá setja nokkrir þingmenn Samfylkingar það skilyrði fyrir stuðningi við frumvörp um uppbygg- ingu á Bakka að náttúruverndar- frumvarpið fari í gegn. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sat samn- ingafund fjögurra þingmanna um stjórnarskrármálið í gær. Áherslan á eina tillögu Vigdís segir að á þeim fundi hafi Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingar, boðið stjórnarandstöð- unni að leggja áherslu á tillögu sem formaður Samfylkingar á aðild að, en að aðrar tillögur nái ekki fram að ganga. Ekki var fallist á þá tillögu. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagðist mundu hefja þingfund klukkan 13.30 í dag þannig að þeir sem sitja við samningaborð hefðu gærkvöldið og fram að hádegi til að semja um þinglok. „Við erum að reyna að vinna okkur að niðurstöðu. Í nokkrum hópum er reynt að ná sáttum í ýmsum málum þar sem ágreiningur er, svo hægt sé að ljúka þinginu. Ég stefni að því að ljúka þinginu fyrir páska.“ Mikið ber á milli í viðræðum. »15 Lítið miðar í við- ræðum um þinglok  Deilur í Samfylkingu um Bakka Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Þingfundur er boðaður klukkan hálftvö í dag.  Rauði krossinn á Íslandi leggur til að Ísland taki á móti fleiri kvótaflóttamönn- um, til dæmis 25- 30 manna hóp- um. Hér á landi hefur verið tekið á móti mun færri eftir hrun. Þá leggur RKÍ til að bætt verði ákvæði við útlendingalög sem heimili að veitt verði vegabréfsárit- un til útlendinga sem óska eftir að koma til Íslands og óska alþjóð- legrar verndar, til dæmis vegna stríðsástands eða ofsókna í upp- runa- eða búseturíki. »12-13 Taki við fleiri kvóta- flóttamönnum Flóttamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.