Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 25. MARS 84. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Íslendingar létust í fallhlífarstökki 2. „Erum að flytja út um helgina“ 3. Ekki ljóst hvað fór úrskeiðis 4. Myndaði Vilborgu að skíða burt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þriðja breiðskífa Ólafar Arnalds, Sudden Elevation, sem kom út í síð- asta mánuði, hefur fengið glimrandi dóma í erlendum tónlistarblöðum. Uncut og Clash gefa breiðskífunni 8/10 í einkunn. Í gagnrýni Mojo er rödd Ólafar sögð líkjast rödd Nico á sólríkum degi. Morgunblaðið/Ómar Plata Ólafar Arnalds fær góða dóma  Finnur Thorla- cius bíla- blaðamaður og Sigurjón Ragnar ljósmyndari leita nú að dýrgripum í flokki fornbíla Ís- lendinga. Ætlunin er að gera þeim verðug skil í bók sem kemur út í haust. Eigendur forn- bíla geta látið vita af þeim í netfangið fornbilar@verold.is. Bílarnir verða myndaðir sérstaklega fyrir bókina. Leita fornbíla til að gera þeim skil í bók  Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti Hallgrímskirkju, heldur hádegistónleika í Hafnarfjarðarkirkju á morgun klukkan 12.15 til 12.45. Hann hyggst leika á bæði orgel kirkj- unnar. Á efnisskránni eru verk eftir Jan Pie- terszoon Sweel- inck, Johann Seb- astian Bach og Felix Mendels- sohn-Bartholdy. Orgeltónleikar í Hafnarfjarðarkirkju Á þriðjudag Austan og norðaustan 3-8 m/s. Lítils háttar él eystra og við norðurströndina og stöku slydduél syðst. Bjartviðri á Suð- vestur- og Vesturlandi. Hiti 0-5 stig syðra, annars frost 0-8 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 3-8 m/s, en 8-13 syðst. Lægir í dag, einkum sunnantil. Víða bjartviðri, en dálitlar skúrir eða él með suður- og austurströndinni. Hiti 0 til 7 stig. VEÐUR HK varð í gær bikarmeistari bæði í karla- og kvennaflokki í blaki. Kvennaliðið lagði Þrótt frá Neskaupstað, 3:2, í hörkuleik. Í karlaflokki lagði Kópavogsliðið Stjörnuna einnig í fimm lotu leik þar sem Stjarnan hafði frum- kvæðið lengi vel. Elsa Sæný Valgeirsdóttir lék stórt hlut- verk í báðum leikjum. Hún þjálfar og stýrir karlaliðinu en leikur með kvennaliðinu. »4/8 Elsa Sæný lék stórt hlutverk „Ég er mjög spennt fyrir Sävehof og vonast til að komast þar að. Félagið hefur orðið sænskur meistari síðustu fjögur ár og vantar alveg örvhenta skyttu,“ segir landsliðskonan í hand- knattleik, Birna Berg Haraldsdóttir. Hún fer til Þýskalands í dag og Svíþjóðar síðar í vikunni en hún er undir smásjá liða í báðum lönd- um. »1 Birna Berg er undir smásjá útlendra liða Þór úr Þorlákshöfn, sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfu- knattleik karla fyrir ári, féll í gær- kvöldi úr keppni í 8-liða úrslitum þeg- ar liðið tapaði öðru sinni fyrir KR, að þessu sinni 93:83. Keflavík tryggði sér hinsvegar oddaleik í rimmunni við Stjörnuna með sigri á heimavelli, 100:87. Oddaleikur fer fram í Garða- bæ á fimmtudaginn. »2 Þór er úr leik en Kefla- vík krækti í oddaleik ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Með hækkandi sól og hlýnandi veðri taka margir kylfingar gleði sína á ný. „Völlurinn hjá okkur varð illa úti 2011, en hann hefur jafnað sig núna. Það er ekkert spilað hjá okkur yfir veturinn en á sumrin er fjöldinn allur af mótum hjá okkur. Það er nóg um að vera hjá okkur. Í fyrra opnuðum við sumardaginn fyrsta, þann 20. apr- íl. Aðsókn á völlinn er mjög góð hjá okkur og hefur aukist mjög mikið undanfarin ár, bæði í mótum og með- al ferðamanna. Vinsælustu mótin okkar hafa sum verið haldin í 30 ár. Eitt vinsælasta mótið er hjóna- og paramótið, það er alltaf uppselt á það. Þetta eru eiginlega fastir punktar í tilverunni,“ segir Halla Sif Svans- dóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Leikið allan ársins hring „Það kom eiginlega aldrei vetur hjá okkur þannig að völlurinn lítur mjög vel út,“ segir Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Golfkúbbs Sand- gerðis. „Við höfum haldið mót í vetur. Fyrsta mótið var í janúar, svo héldum við tvö mót bæði í febrúar og mars. Þátttaka hefur verið eitthvað í kring- um 100 manns á öllum mótum nema einu, þar voru aðeins færri. Svo koma hérna menn sem eru hættir að vinna nánast upp á hvern morgun meðan veður leyfir og spila. Völlurinn verður líka betri hjá okkur með hverju árinu,“ segir Guðmundur. Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ, hafði svipaða sögu að segja. „Völlurinn var eiginlega orðinn grænn í febrúar en það breyttist þeg- ar kuldakastið kom núna í mars. Hann er samt fínn miðað við árstíma. Vetrarstarfið hjá okkur er mjög gott, við höfum haldið 18 laugardagsmót síðan í október í fyrra. Aðstæður hafa verið fínar miðað við árstíma og það er í raun bara snjórinn sem stoppar okkur. Hingað koma líka heldri menn sem spila dagsdaglega,“ segir Hauk- ur. Garðar Eyland Bárðarson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavík- ur, sagði að biðlisti væri eftir því að komast í klúbbinn. „Klúbburinn telur 3.000 manns og hefur gert núna um árabil. Við ætlum okkur að halda þeirri tölu þar sem völlurinn þolir varla fleiri spilara. Það eru þónokkuð margir á biðlista hjá okkur. Völlurinn lítur samt mjög vel út eftir þennan milda vetur og við hlökkum til að halda Íslandsmótið hérna hjá okkur,“ segir Garðar. Golfsumarið hefst um landið allt  Færri komast að en vilja í stóru klúbbunum  Víða leikið yfir veturinn Morgunblaðið/Ómar Vorboðar Kylfingar eru í hugum margra vorboðar. Þessir menn mættust á golfmóti Golfklúbbsins Kjalar sem haldið var í Mosfellsbæ á laugardaginn. Í sumar verður enginn skortur á golfmótum frekar en önnur sumur. Meðal þeirra má nefna opið mót sumardaginn fyrsta á vegum Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ 25. apríl, Hvíta- sunnumót Golfklúbbs Bolung- arvíkur 18. maí, Landsmót frí- múrara á velli Golfklúbbs Akureyrar 27. júlí auk Íslands- mótsins í golfi, sem að þessu sinni fer fram á velli Golf- klúbbs Reykjavíkur við Korpúlfsstaði. Mörg golf- mót í sumar GOLFSUMARIÐ 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.