Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Hitnar í kolunum Fita brennd á grilli við KR-heimilið eftir að pylsur voru grillaðar fyrir áhorfendur á leik KR og Þórs úr Þorlákshöfn í körfubolta í gær. KR sigraði 93:83. Ómar Í aðdraganda kosninga hafa allir stjórnmálaflokkar lofað að taka til hendinni og koma með einum eða öðr- um hætti til móts við heimilin. Inni- stæða fyrir loforðunum er mismikil. Sumir stjórnmálaflokkar gefa fyrirheit um hundruð milljarða niðurfærslu íbúðaskulda, líkt og skuldirnar hverfi með einu pennastriki án þess að nokk- ur beri kostnaðinn eða þeir ætli að nota sömu krónurnar oftar en einu sinni. Ekkert af þessum góðu áformum mun ganga upp nema stöðugleiki náist, verðbólga lækki og ný störf á vinnu- markaði verði til, svo raunverulegar kjarabætur komi til almennings. Sjálfstæðisflokkurinn mun á næsta kjörtímabili eiga frumkvæðið að víð- tækri þjóðarsátt þar sem stjórnvöld, verkalýðshreyfing, atvinnurekendur og helstu hagsmunaaðilar setjist að sama borði og standi ekki upp frá verki fyrr en tekist hafi að byggja undir víð- tæka sameiginlega sátt um helstu verkefni hins opinbera, um þróun vinnumarkaðar og samskipti við aðrar þjóðir. Stöðugleikasáttmáli þar sem aðilar vinnumarkaðar í samstarfi við stjórnvöld leitast við að tryggja að kjarabætur haldist í hendur við aukna verðmætasköpun og framleiðslu, er grunnforsenda þess að Íslendingum takist að ná tökum á ástandinu. Í fyrsta lagi þarf að tryggja atvinnulífinu starfsöryggi og vissu um lagalegt og rekstrarlegt umhverfi sitt. Í öðru lagi verður að lækka skatta að nýju og einfalda skatt- kerfið. Mögulegt tekjutap í eitt til tvö ár mun borga sig margfalt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingu og fjölgun starfa. Hið ánægjulega við stöðu okkar Íslendinga er að framtíðin býð- ur ótal tækifæri ef rétt er á málum haldið. Með endurskipulagn- ingu í yfirstjórn ríkisins, markvissri framkvæmdaáætlun í sam- göngum, nýtingu orkuauðlinda, lækkun skatta og jafnvægi í ríkisrekstri er hægt að leggja grunninn að nýrri sókn. Þannig tryggjum við fjárhagslegt öryggi heimilanna. Sjálfstæðisflokkurinn setur sókn til bættra lífskjara á oddinn. Með hófsemd í skattheimtu og réttri forgangsröðun verður unnið í þágu heimila og fyrirtækja. Þannig er unnt að leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi, auknum kaupmætti og fjárhagslegu sjálf- stæði heimila og íslensku þjóðarinnar. Við megum hvergi hvika í þeirri ætlun okkar að koma Íslandi á ný í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Við eigum að skapa þjóð- arsátt um að auka lífsgæði okkar allra, skapa tækifæri, tryggja ör- yggi og atvinnu. Það er löngu kominn tími til að nýta tækifærin, löngu kominn tími til aðgerða í þágu Íslendinga. Eftir Kristján Þór Júlíusson » Sjálfstæðis- flokkurinn mun á næsta kjörtímabili eiga frum- kvæðið að víð- tækri þjóðar- sátt. Kristján Þór Júlíusson Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í NA- kjördæmi. Stöðugleiki, atvinna og kjarabæturÍ kringum landið hafa byggst upp falleg kaup- tún í nálægð við auð- lindir til lands og sjávar. Þar er uppspretta þeirr- ar auðlegðar sem þjóðin hefur byggt afkomu sína á í gegnum tíðina. Sú auðlegð hefur verið und- irstaða blómlegs menn- ingarlífs sem þjóðin býr við. Sú menning verður okkur sífellt mikilvægari enda er hún undirstaða samfélagsins því þjóð án menningar- arfleifðar er fátæk. Í bæjunum voru byggð hús, sum flutt inn frá Noregi, önnur byggð úr efni eldri húsa. Mörg þeirra standa enn til vitnis um fortíð- ina og stórhuga forfeður okkar. End- urbygging gamalla húsa er því mik- ilvæg fyrir samfélögin okkar og menningu okkar. Fögur bæjarmynd eflir sjálfsmynd íbúa og stolt þeirra af fallegu og sögufrægu umhverfi. Húsin verða einkenni bæjanna og skapa ákveðinn brag sem er heillandi. Og bærinn tók stakkaskiptum Hönnuðir og handverksmenn ráða miklu um það hvernig við njótum hins manngerða umhverfis. Sem betur fer hefur í vaxandi mæli verið lögð áhersla á það að vanda gerð mann- virkja og gerðar eru ríkari kröfur um að byggingar fegri umhverfið, sam- hliða því að uppfylla þarfir starfsem- innar sem þar fer fram. Einn þáttur í fegrun umhverfis er sú stefna sem byggist á húsafriðun. Á áttunda ára- tugnum var víða um land mótuð sú stefna að hvetja til endurgerðar gam- alla húsa. Þar má ekki síst nefna höf- uðborgina Reykjavík en einnig Ísa- fjörð, Akureyri, Seyðisfjörð og Þingeyri. Á vegum ríkisins hefur verið unnið að endurgerð fornfrægra húsa og má þar nefna Bessastaðastofu, Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu og Ráðherrabústaðinn en öll þessi hús voru endurgerð á tíunda áratugnum. Í Stykkishólmi var gerð húsakönn- un árið 1978 sem lagði grunn að stefnumótun bæjarfélagsins um end- urgerð gömlu húsanna og ákveðinni hverfavernd. Smátt og smátt tók bær- inn stakkaskiptum og í dag er Stykk- ishólmur gott dæmi um bæjarfélag sem íbúarnir geta verið stoltir af. Umhverfið og falleg gömul vel hirt húsin eru bæjarprýði og draga að gesti og eru stolt heimamanna. Og í dag „vildu allir Lilju kveðið hafa“. En til þess að þetta gæti orðið þurfti stuðning við húseigendur, skýra stefnumótun og áhuga sveitarfé- lagsins. Í Vesturbyggð er vinnu við húsa- könnun um það bil lokið. Sveitarfélag- ið hefur á síðustu árum stutt dyggi- lega við bak þeirra íbúa sem standa í uppgerð gamalla húsa og veitt styrki í formi niðurfellinga á fasteignagjöld- um. Skilyrðin eru þau að viðmiðum Húsafriðunarnefndar sé fylgt. Sveitar- félagið sjálft á nokkur falleg gömul hús og um skeið hefur verið unnið að endurgerð eins sögufrægasta húss Patreksfjarðar, Vatneyrarbúðar. Á síðasta ári lauk endurbyggingu Smiðj- unnar á Bíldudal sem Vesturbyggð á og þá stendur til að endurbyggja Pakkhúsið á Patreksfirði þegar nægi- legt fjármagn verður til staðar til framkvæmdanna. Húsið er nú varð- veitt undir bárujárni. Auk þess eru fjölmargir íbúar sem standa í uppgerð húsa, bæði í dreifbýli og í þorpunum. Þessar byggingar munu verða mikil prýði fyrir samfélagið. Götumynd Pat- reksfjarðar og Bíldudals er gömul og heilleg og mikilvægt að vernda og endurbyggja þau hús sem standa þar enn í dag enda geyma þau merkilegan kafla í sögu útgerðar og verslunar á Íslandi. Húsafriðunarnefnd og Húsafriðunarsjóður Innan vébanda Þjóðminjasafns Ís- lands starfaði í áratugi Húsafrið- unarnefnd sem jafnframt var stjórn Húsafriðunarsjóðs. Í nefndinni voru fulltrúi Arkitektafélags Íslands, fullrúi skipaður af sveitarfélögunum í landinu og auk þess þrír fulltrúar skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Er óhætt að fullyrða að starf Húsafriðunarnefndar hafi lyft grettistaki í varðveislu bygg- ingararfsins. Það starf birtist m.a. í svokölluðu húsasafni Þjóðminjasafns- ins sem sjá má vítt um landið og fjöl- mörgum húsum í einkaeign og op- inberri eigu sem hafa verið endurgerð um land allt. Að færa gamalt hús í upprunalega mynd er kostnaðarsamt. Allt bygging- arefni er dýrara, nýta þarf gamalt handbragð sem fáir kunna og bera þarf mikla virðingu fyrir hverju skrefi sem tekið er í ferlinu og ekki síst þarf að vanda allan undirbúning og kanna söguna. Það er því ekki á færi allra að endurbyggja gömul hús og færri eru tilbúnir að kosta til vinnu og tíma. Opinberir aðilar hafa sjaldnast fjár- magn til að standa myndarlega að endurbyggingu húsa eða þá að end- urbyggingin tekur áratugi. Húseig- endur bæði í Vesturbyggð og Stykk- ishólmi þar sem greinarhöfundar þekkja vel til, hafa notið stuðnings Húsafriðunarsjóðs við endurbyggingu gamalla húsa. Slíkur stuðningur er ómetanlegur við svo kostnaðarsamar framkvæmdir. Minjastofnun Íslands Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um menningarminjar og við tók ný stofnun, Minjastofnun Íslands. Jafnframt voru felld úr gildi eldri lög um húsafriðun. Hluti af mjög um- fangsmiklu hlutverki Minjastofnunar Íslands er að sinna húsafriðun og reka jafnframt Húsafriðunarsjóð ásamt öðrum mikilvægum verkefnum sem varða menningararf okkar. Er þar horfið til þess ráðs eins og virðist í tísku um þessar mundir að stækka stofnanir og fjölga verkefnum þeirra. Ekki skal lagt mat á þá stefnu hér, en það læðist að undirrituðum nokkur kvíði um að torsóttara verði að sækja stuðning til minni verkefna úti á landsbyggðinni. Sá kvíði er til staðar og ekki síst vegna þess að það blasir við að enginn þeirra sem sitja í stjórn Húsafriðunarnefndar hefur aðsetur ofan Elliðaánna og er þá hvergi kast- að rýrð á þekkingu og menntun þess ágæta fólks sem í nefndinni situr. Þess er vænst að í verki verði það samt látið sjást að þessi breyting verði til þess að efla enn frekar það starf sem byggist á húsafriðun í þorp- um og bæjum allt í kringum landið. Sá stuðningur mun styrkja innviði og samfélögin. Eftir Ásthildi Sturlu- dóttur og Sturlu Böðvarsson »Endurbygging gamalla húsa er því mikilvæg fyrir samfélögin okkar og menningu okkar. Sturla Böðvarsson Ásthildur er bæjarstjóri í Vesturbyggð og áhugamanneskja um endurbyggingu varðveisluverðra húsa. Sturla var bæj- arstjóri í Stykkishólmi 1974-1991 og for- maður Þjóðminjaráðs 1994-1998 og sat í Húsafriðunarnefnd 1987-1995. Um mikilvægi húsafriðunar Ásthildur Sturludóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.