Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MARS 2013 Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hingað til hafa ríki heims almennt tekið á fíkniefnavandanum með því að refsa jafnt neytendum, sölumönnum og innflytjendum efnanna. Í því sam- hengi hefur gjarnan verið talað um „stríð gegn fíkniefnum“. Á seinni ár- um hafa ýmsir orðið til þess að lýsa því yfir að það stríð sé tapað enda hafi ekki tekist að draga úr fíkniefna- neyslu svo nokkru nemi. Því hafa ver- ið uppi kröfur um að fíkniefni verði hreinlega lögleidd eða að minnsta kosti vægari efni eins og kannabis. Fyrir Alþingi liggur nú þingsálykt- unartillaga níu þingmanna Samfylk- ingar, Hreyfingarinnar og Vinstri grænna sem felur meðal annars í sér að refsingar fyrir vörslu á neyslu- skömmtum fíkniefna verði afnumdar. Á meðal flutningsmannanna er Álf- heiður Ingadóttir, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, og Magnús Orri Schram, varaformaður þingsflokks Samfylkingarinnar. Ýtt út á jaðarinn Markmið tillögunnar er sagt vera að skapa heildstæða stefnu um úr- ræði til að draga úr eftirspurn eftir fíkniefnum á „mannúðlegan, raun- sæjan, og hagsýnan hátt með heilsu og velferð neytenda, aðstandenda þeirra og samfélagsins í heild að leið- arljósi“. Í henni segir að glæpavæð- ing fíkniefnaneyslu hafi ekki skilað viðhlítandi árangri og hafi í raun al- gerlega mistekist. Neytendum hafi verið ýtt út á jaðar samfélagsins og niður í undirheima þar sem þeir verði iðulega fórnarlömb harðsnúinna glæpamanna og líkur á að þeir fái smitsjúkdóma aukist. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur segir að tillagan komi að mörgu leyti á óvart frá Alþingi sem er til- tölulega nýlega búið að leyfa sölu á bjór í landinu. Þingið og þjóðin hafi hingað til verið einhuga um þá refsi- pólitík sem lagt hafi verið upp með í fíkniefnamálum. Hann segir að undanförnu hafi þíða átt sér stað í afstöðunni til vörslu og neyslu fíkniefna í heiminum. Ný- lega hafi tvö ríki Bandaríkjanna, Washington og Colorado, lögleitt kannabis, í Portúgal hafi varsla og neysla allra fíkniefna verið leyfð und- anfarin tíu ár og í Suður-Evrópu sé meira eða minna litið fram hjá neyslu vímuefna. Engu að síður varði varsla þeirra og neysla ennþá víðast hvar við hegningarlög. „Það eru margvíslegir gallar sem fylgja núverandi refsipólitík en væri henni breytt væri það ef til vill óbein skilaboð um að neyslan sé í lagi. Það sem menn hafa áhyggjur af er að neyslan yrði enn meiri og í fleiri hópum,“ segir Helgi. Á hinn bóginn myndi lögleiðing efn- anna taka stóran spón úr aski undir- heimasamtaka og þá draga úr ofbeldi og glæpaverkum tengdum þeim. „Menn verða að meta hvort er betra; að banna efnin og neyslan sé minni eða að leyfa þau og neyslan aukist. Ég teldi það farsælast fyrir okkur Íslendinga að fylgja alþjóða- samfélaginu en ekki taka okkur ein út um breytingar. Það er sjálfsagt að fylgjast með breytingum erlendis og við gætum jafnvel átt frumkvæði að því að taka stefnubreytingu upp á alþjóðavettvangi,“ segir Helgi. Neytendur eru sjúklingar frekar en glæpamenn Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir það mikla einföldun að skipta umræðu um fíkni- efni í lögleiðingu eða bann. Hvort um sig geti haft sína kosti og galla. Fíkni- efnamál séu afar flókin og hann sé þeirrar skoðunar að vímuefnalög- gjöfin eigi alltaf að vera til endur- skoðunar. „Ég hef skrifað ítarlegar greinar um að það ætti ekki að horfa á fíkniefnaneytendur sem glæpa- menn heldur sjúklinga fyrst og fremst. Þó að refsingar séu hertar dregur það ekki úr neyslunni en við lögleiðingu eykst neyslan almennt. Það hefur alvarlegri afleiðingar fyrir þjóðfélagið í heild en líf neytendans gæti orðið einfaldara á einhvern hátt. Þetta er alltaf samspil á milli þess hvað er gert fyrir einstakling og svo fyrir þjóðfélagið í heild,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að nú þegar vinni bráðamóttökur sjúkrahúsa, Vogur og lögreglan gott starf til að minnka skaða fíkniefnaneytenda án nokkurra skilyrða. „Lögreglan er það afl í þjóðfélag- inu sem er hvað mest skaðaminnk- andi eins og er fyrir þetta fólk en hún hefur heimild til að taka fólk undir miklum áhrifum í skjól. Hún tekur það upp þar sem það er illa á sig kom- ið og ferjar það á meðferðarstaði og á bráðamóttökur. Ef menn ætla að fara að gera breytingar á löggjöfinni verða menn að hafa þetta starf í huga og að lögreglan verði ekki trufluð í þeirri skaðaminnkun sem hún vinnur að á hverjum einasta degi.“ Telja stríðið þegar tapað  Þingmenn leggja til að varsla neysluskammta af fíkniefnum verði gerð lögleg  Neysla ykist líklega við lögleiðingu  Tæki stóran spón úr aski glæpasamtaka Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirlit Fíkniefnaleitarhundur við störf á Reykjavíkurflugvelli um verslunarmannahelgi. Samkvæmt lögum er varsla og meðferð fíkniefna óheimil. Helgi Gunnlaugsson Þórarinn Tyrfingsson Áfengisbann var í gildi á Íslandi frá árinu 1915 en þá var bannað að framleiða og selja áfenga drykki. Helgi Gunnlaugsson af- brotafræðingur segir að á fyrstu árum áfengisbannsins hafi helmingur fanga á Litla- Hrauni setið inni vegna áfeng- isbrota, fyrir brugg og sölu. Nú sé þriðji hver fangi í fangelsinu þar vegna fíkniefnabrota, alls 150 manns á síðasta ári. Mikill kostnaður fylgi því að hafa svo stóran hóp á bak við lás og slá. „Það er hugsanlegt að eftir fimmtíu ár eigi menn eftir að líta þetta svipuðum augum,“ segir hann. Neyslan jókst þegar banni var aflétt aftur Árið 1922 var sala á léttvínum leyfð aftur og árið 1935 var áfengisbannið svo afnumið. Bjórinn var hins vegar ekki leyfður fyrr en árið 1989. Helgi segir að eftir að áfengi var leyft aftur hafi neysla þess aukist og það sama eigi líklega eftir að gerast með fíkniefnin verði þau lögleidd. Bann haldi aftur af einhverjum og færri nýir neyt- endur bætist í hópinn. Það mynstur gæti breyst við lögleið- ingu á vörslu og neyslu vímu- efna. Helmingur fanga vegna áfengisbrota BANNÁRIN Áfengi var bannað á Íslandi í 20 ár. Að sögn Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjórans á höfuðborg- arsvæðinu, hefur áhersla lög- reglunnar ekki verið á neyt- endur fíkniefna, utan við hefðbundið almennt eftirlit, heldur á sölumenn, innflytj- endur og framleiðendur efnanna. Áherslan ekki á neytendur LÖGREGLUSTJÓRI Á laugardaginn var alþjóðleg jarðarstund (e. Earth Hour) haldin í Reykjavík. Borgarar tæplega 150 landa tóku þátt í gjörningnum sem felst í því að kveikja ekki rafmagnsljós milli kl. 20:30 og 21:30. Öll götuljós borg- arinnar voru slökkt á þessum tíma. Jarðarstund var fyrst haldin í Sydney í Ástralíu árið 2007. Morgunblaðið/Ómar Myrkvaðar götur Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.