Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 „Þjóðgarðar og starfsemi þeirra geta skapað byggðarlögum nýja möguleika. Hins vegar legg ég mikla áherslu á að vandað sé til undirbún- ings og mál unnin í sátt við heima- menn á hverjum stað. Hagsmunir og viðhorf eru ólík og þau þarf að brúa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um- hverfisráðherra. Gjörólíkir hagsmunir Í Vesturbyggð er um þessar mundir unnið að framgangi þess að Látrabjarg og nærliggjandi svæði verði gerð að þjóðgarði. Vinna við deiliskipulag svæðisins stendur yfir og frá hönnuðum koma hugmyndir um bætta aðstöðu ferðamanna. Þá var fyrir nokkrum misserum opnuð starfsstöð á vegum Umhverfisstofn- unar fyrir vestan og landverðir eru á Látrabjargi, í Vatnsfirði og víðar. Fyrir nokkrum árum var stofnað til Vatnajökulsþjóðgarðs. Segir Sig- urður Ingi að væntingar fólks til þeirrar starfsemi hafi verið miklar og þær hafi að sumu leyti gengið upp. Þó ekki öllu, enda líti fólk t.d. í Öræfum og norður í Kelduhverfi ólíkum augum á hlutina. Aðstæð- ur á þessum svæðum séu gjör- ólíkar og hags- munir sömuleiðis. „Þessi sjónarmið, sem snúa að verndun, stjórn- un og landnýt- ingu verður að brúa í allri undir- búningsvinnu, svo þeir sem að mál- inu koma verði samtaka,“ segir ráð- herrann. Munum fylgjast með Umhverfisstofnun hefur með öðr- um unnið að framgangi Látrabjargs- málsins. Segist Sigurður Ingi munu fylgjast með því starfi og hvernig því vindi fram. „Þjóðgarðar eru til þess fallnir að koma svæðum á kortið sem skapar tækifæri í ferðaþjónustu og víðar. Í ráðuneytinu munum við fylgjast með hvernig fram vindur vestra og greiða leiðina að settu marki eftir því sem við á.“ sbs@mbl.is Ólík sjónarmið verður að brúa Sigurður Ingi Jóhannsson  Þjóðgarðarnir koma landsvæðum á kortið, segir umhverfisráðherra BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Fimm ríkisstofnanir voru fjórum sinnum eða oftar á lista yfir stofn- anir, í skýrslum Ríkisendurskoð- unar um framkvæmd fjárlaga á ár- unum 2005-2007, 2009, 2010 og 2012, sem eiga við uppsafnaðan eða verulegan rekstrarvanda að stríða. Stofnanirnar sem um ræðir eru Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Flensborgarskóli, Landbún- aðarháskóli Íslands, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum í Hjaltadal og Námsmatsstofnun. Þrjár af þessum stofnunum, þ.e. Landbún- aðarháskóli Íslands, Hólaskóli – Háskólinn á Hólum og Flensborg- arskóli eru í skýrslu Ríkisend- urskoðunar til Alþingis um fram- kvæmd fjárlaga árið 2012 sagðar standa í ítrekuðum hallarekstri. Hallarekstur áhyggjuefni „Ég ætla að leggja það til við fjárlaganefnd að við förum að fyr- irmælum Ríkisendurskoðanda um að beina því til ráðherra að þeir taki á þessu máli áður en komi til beinna afskipta fjárlaganefndar,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmað- ur Framsóknarflokksins og formað- ur fjárlaganefndar Alþingis. Spurð að því hvort það sé ekki áhyggju- efni að ár eftir ár séu sömu rík- istofnanirnar að fara fram úr fjár- lögum segir Vigdís svo vera. „Það er náttúrlega bara tvennt í stöðunni, að skera niður hjá sér og spara í rekstri eða þá bara að taka þá ákvörðun að skera halann af þeim,“ segir Vigdís sem telur ófært að hafa halla á fjárlögum ár eftir ár ef um „gamlar syndir“ er að ræða. „Við hljótum sem fjárlagavald að geta sett þær kröfur á stofnanir að þær haldi sig innan rammans, ann- ars er náttúrlega ekki nokkur ein- asta leið að gera áætlanir með fjár- lög,“ segir Vigdís og bendir á að svo virðist sem allir einhvern veg- inn stóli á að fá yfirdrátt. Þá gagnrýnir Vigdís fyr- irkomulag fjáraukalaga. „Þegar bú- ið er að samþykkja fjárlögin koma alltaf fjáraukalög sem eiga að leysa ákveðinn rekstrarvanda ríkisstofn- ana. Þá eru raunverulega þingmenn að samþykkja fjárlög á röngum for- sendum og ekki með allar upplýs- ingar hjá sér þegar þau eru sam- þykkt,“ segir Vigdís og bætir við: „Þess vegna legg ég áherslu á að fjárlögin séu sem næst raunveru- leikanum til að þessi útdæling í fjáraukalögum þurfi ekki alltaf að koma til.“ Skólinn var stækkaður Að sögn Einars Birgis Steinþórs- sonar, skólameistara Flensborg- arskóla, var skólinn stækkaður gríðarlega á árunum 2005-2006 en við það fjölgaði nemendum skólans úr tæplega 500 upp í rúmlega 800. „Það sem gerist þegar að skólinn stækkar svona er að hvorki reikni- líkanið né annað grípur það neitt voðalega vel og fjölgunin í skól- anum var bæði meiri og hraðari en reiknað var með, þannig að skól- anum var sífellt gert að bæta við sig nemendum eftir á,“ segir Einar Birgir sem bendir jafnframt á að skólinn hafi á þessum tíma einnig boðið upp á nýtt nám, þ.e. náms- braut fyrir fatlaða nemendur. „Hún er því miður rekin með halla og það hefur ekki batnað í hruninu og þetta er forgangsþjónusta af hálfu ráðuneytisins alveg hreint eins og nýnemarnir,“ segir Einar Birgir sem bendir á að skólinn geti ekki skorið niður forgangsþjónustu. „Búið að skera allt út“ Þá segir hann einu valkostina vera þá að skerða aðra þjónustu innan skólans og segja upp starfs- fólki. „Yfir 80% af rekstarkostn- aðinum eru laun og það er búið að skera allt út sem hægt er að skera út,“ segir Einar Birgir sem bætir við að miðað við óbreytt fjárframlög sé því miður ekkert annað í stöð- unni en að skerða þjónustuna og fækka starfsfólki á þeim sviðum sem ekki hafa forgang. Fimm stofnanir ítrekað í vanda  Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ófært að hafa halla á fjárlögum ríkisins ár eftir ár  Skólameistari Flensborgarskóla segir skerta þjónustu og uppsagnir vera eina valkostinn að óbreyttu Morgunblaðið/G. Rúnar Dökkar horfur Skólameistari Flensborgarskóla segir skólann ekki geta skorið niður hjá sér forgangsþjónustu. „Fjárlaganefnd er í fríi sam- kvæmt þingsköpum, eins og aðrar nefndir þingsins, til tí- unda ágúst. Þannig að ég kem til með að leggja þetta fyrir næsta nefndarfund að þessu verði beint til ráðherranna,“ segir Vigdís Hauksdóttir og bendir á að ráðherrarnir séu núna í þeirri vinnu að leggja fram drög að sparnaðartillögum við fjármálaráðueytið. „Þá hljóta þeir líka jafnframt að taka tillit til þessara upplýs- inga sem koma fram í þessari skýrslu ríkisendurskoðanda frá því í gær,“ segir Vigdís og bætir við að í ljósi þess að Ríkisend- urskoðun nafngreinir í skýrsl- unni ákveðnar stofnanir hljóti þeir ráðherrar sem hafa umsjón með þeim sjálfkrafa að gera kröfu til þeirra um að þessu verði kippt í lag. Lagt fyrir næsta fund FJÁRLAGANEFND Í FRÍI Uppsafnaður eða verulegur vandi 2005 - 2007, 2009 og 2012 Þær ríkisstofnanir sem oftast eiga við vanda að stríða Heimild: Ríkisendurskoðun Lögreglustjórinn á Suðurnesjum 5 skipti Flensborgarskóli 4 skipti Landbúnaðarháskóli Íslands 4 skipti Hólaskóli - Háskólinn á Hólum í Hjaltadal 4 skipti Námsmatsstofnun 4 skipti Vigdís Hauksdóttir Einar Birgir Steinþórsson Handverksbakarí fyrir sælkera MOSFELLSBAKARÍ Aldagamlar aðferðir í bland við nýjar til að gefa hverju brauði sinn karakter. Úrval af hollum og góðum brauðum unnum úr gæða hráefnum. Við bökum 100% speltbrauð, heilkornabrauð, gerlaus brauð, ítölsk brauð, hvítlauksbrauð, kúmenbrauð, sigtibrauð o.fl. o.fl. Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.