Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 198. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Leynast þessar pöddur á heimilinu? 2. Byggja stærsta hótel landsins 3. Sakaður um að hafa áreitt flugfreyju 4. Missti af lottó-vinningi vegna ógleði »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Baunagrasið nefnist alþýðutónlist- arhátíð sem haldin verður 19.-21. júlí nk. á Bíldudal. Staðsetning tónleika verður breytileg eftir veðri og leikið um allan bæ. Meðal þeirra tónlistar- manna sem koma fram á hátíðinni eru KK, trúbadorinn og rithöfund- urinn Brylli og Elín og Rúnar úr hljómsveitinni Bellstop, tónlistar- menn með kassagítara og margar sögur að segja. Aðgangur að hátíð- inni er ókeypis. Morgunblaðið/Eggert Alþýðutónlistar- hátíðin Baunagras  Þeir sem orðnir eru þreyttir á sólar- leysinu á suðvesturhorni landsins geta ornað sér við fría tónleika víða á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Kaffi Flóra í Laugardal býður m.a. upp á tón- leika alla fimmtudaga og einnig Nor- ræna húsið. Hljómsveitirnar Myrra Rós og Domowe Melodie, frá Póllandi, halda tónleika annað kvöld kl. 20 í sal Norræna hússins og í Bíó Paradís verður sama kvöld blásið til gít- arveislu. Þá leika hljómsveitirnar Stroff, Skelkur í bringu, Bárujárn og Oddur+Solla og hefjast tónleikarnir kl. 22. Á laugardaginn, 20. júlí, fer svo tónlistarhátíðin KEXPort fram í porti Kex Hostels við Skúlagötu í Reykjavík og hefst hún á hádegi og lýkur um miðnætti. 12 hljómsveitir koma fram á hátíðinni, m.a. Boogie Trouble, Hjaltal- ín, Moses Hightower, Muck, Samúel J Samúelsson Big Band og Sísí Ey. Eru þá fá- einir tónleikar nefndir af mörgum sem haldnir verða í sumar, gestum að kostn- aðarlausu. Fjöldi ókeypis tón- leika í höfuðborginni Á fimmtudag Suðlæg átt, 5-13 m/s og víða rigning og hiti 9 til 14 stig, en skýjað og þurrt að kalla norðaustanlands og hitinn þar 15 til 22 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt, 3-8 m/s og úrkomulítið, en norðvestlæg átt, 3-8 norðaustanlands og væta framan af degi. Hiti víða 8 til 14 stig. VEÐUR Íslandsmeistarar FH lögðu litháska meistaraliðið FK Ekranas, 1:0, í fyrri leik lið- anna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta ytra í gær. Þetta er fyrsti sigur ís- lensks liðs í Meistaradeild- inni á útivelli í sjö ár en FH- ingar voru sjálfir þeir síð- ustu sem afrekuðu það. Pétur Viðarsson skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik með skalla. »3 FH vann Ekranas í Meistaradeildinni Manon Melis og Kirsten van de Ven eru helstu stjörnur hollenska lands- liðsins sem mætir Íslandi í úrslitaleik í riðlakeppni EM í Svíþjóð í dag. Þóra B. Helgadóttir þekkir vel til þeirra, sem samherji og mótherji, og segir frá kostum þeirra og göllum. Þóra segir að þær séu frábærir sókn- armenn en þyki ekki gaman að verjast. »4 Þykir gaman að sækja en ekki að verjast Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, hefur spilað lengst samfleytt af leikmönnum úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eða 55 leiki, og þar að auki 8 bikarleiki. Ögmundur er leik- maður 11. umferðar hjá Morgun- blaðinu. Í dag er birt lið umferðar- innar að mati blaðsins ásamt ítarlegum upplýsingum um deildina nú þegar hún er u.þ.b. hálfnuð. »2-3 Nýtti sénsinn og hefur spilað 63 leiki í röð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Í gær mátti sjá skemmtilegan gjörn- ing Bláa naglans við styttuna af Leifi Eiríkssyni fyrir framan Hall- grímskirkju. Jóhannes V. Reynisson er forsvarsmaður félagsins, en það stendur fyrir söfnunarátaki þar sem ágóðinn af sölu á brjóstnælum með bláum nagla rennur til tækjakaupa fyrir Landspítalann. Er það mark- mið félagsins að fá erlenda ferða- menn til að styðja málefnið. „Leifur Eiríksson fór í útrás og sótti erlenda menn heim, en ég er í raun í innrás, og ætla að sækja er- lenda ferðamenn hingað heim,“ seg- ir Jóhannes. Blái naglinn hefur einn- ig farið í samstarf við Hekluskóga og fyrir hverja nælu sem selst verður eitt birkitré gróðursett. Hekluskóg- ar hafa tekið út reit fyrir verkefnið og munu sjá um gróðursetninguna og skógræktarstöðin Barri útvegar plönturnar. „Nagli án timburs er auðvitað verklaust verkfæri, þess vegna finnst mér við hæfi að gróð- ursetja tré. Síðan tákna þau auðvit- að það að við berjumst fyrir vaxandi vitund manna um krabbamein,“ seg- ir Jóhannes og bendir á að það sé gaman fyrir erlenda ferðamenn sem kaupa sér bláa naglann að geta kom- ið aftur eftir nokkur ár og séð trén sem voru gróðursett vera orðin að stórum skógi. Spila á óupplýstum malarvelli Með sameiginlegu átaki hefur Bláa naglanum ásamt fleiri aðilum tekist að safna um 300 milljónum króna til tækjakaupa. Jóhannes seg- ir vitundarvakningu um krabbamein mikilvæga meðal karlmanna. „Karl- arnir eiga það svolítið til að humma hlutina fram af sér og fara ekki í nauðsynlegar rannsóknir. Stúlkur eru bólusettar við leghálskrabba- meini og mikil vitundarvakning hef- ur verið varðandi brjóstakrabba- mein, en engar forvarnir virðast hafa verið fyrir karlmenn. Ég hef líkt þessu svolítið við knattspyrnu- leik þar sem konur spila á vel upp- lýstum bleikum grasvelli, sem er gott, en karlmenn spila ennþá á óupplýstum malarvelli og því þarf að breyta.“ Kvikmynd um baráttu sjúklings Félagið frumsýndi árið 2012 heim- ildarmyndina Blái naglinn sem fjallar um baráttu karlmanns við blöðruhálskrabbamein, hvernig hann tókst á við áfallið og hvernig honum tókst að vinna úr því. Myndin hefur nú verið textuð á alls átta tungumál. Með bláa naglann hátt á lofti  Tákn baráttu karlmanna gegn krabbameini Morgunblaðið/RAX Baráttumaður Jóhannes með risavaxið einkennistákn félagsins á Skólavörðuholti í gær. Blái naglinn safnar, ásamt fleiri aðilum, peningum til tækjakaupa fyir Landspítalann með sölu á brjóstnælum prýddum bláum nagla. Félagið Blái naglinn hefur hrundið af stað landssöfnun til kaupa á nýjum línuhraðli fyrir geisla- meðferð krabbameinssjúklinga. Með nýju tæki má vænta meiri nákvæmni við þrívíða geisladreif- ingu í líkama sjúklings. Mun fé- lagið selja brjóstnælur með bláum nagla, sem er einkenn- ismerki félagsins. Jóhannes V. Reynisson, forsvarsmaður Bláa naglans, segir karlmenn lengi hafa skort einkennandi tákn fyrir baráttu sína gegn krabbameini. „Konur hafa bleiku slaufuna og við stefnum að því að blái nagl- inn verði þannig tákn karlmanna hér á landi og víðar.“ Undanfarin ár hafa um 740 karlmenn greinst árlega með krabbamein hér á landi og hafa um 240 karlmenn látist. Safnað fyrir nýjum línuhraðli TÁKN KARLMANNA Í BARÁTTU GEGN KRABBAMEINI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.