Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Ricardo Martinelli, forseti Panama, sagði á mánudag að flugskeytabún- aður hefði fundist um borð í norð- urkóresku skipi við reglubundið fíkniefnaeftirlit við Panamaskurð- inn. Martinelli sagði að eftirlitsmenn hefði grunað að fíkniefni væru um borð í skipinu, sem var á leið frá Kúbu, en þegar farið var um borð lét 35 manna áhöfnin öllum illum látum og skipstjórinn gerði tilraun til að svipta sig lífi. Forsetinn sagði að vopnin hefðu fundist innan um sendingu af sykri en það gæti tekið einhverjar vikur að komast að því nákvæmlega um hvers konar vopn væri að ræða. Vopn Skipið Chong Chon Gang. Flugskeytabúnaður í sykursendingu PANAMA „Líf mitt og margra annarra verður betra í dag en það var í gær,“ sagði Waheed Ali, samkyn- hneigður þingmaður lávarðadeildar breska þingsins, þegar efri deildin afgreiddi frumvarp um hjónabönd samkynhneigðra á mánudag, án andstöðu. Frumvarpið fer nú aftur til neðri deildarinnar til lokaumræðu en vonir standa til að það fái fljóta afgreiðslu og að samkynhneigðir Bretar geti gengið í hjónaband um mitt næsta ár. AFP Lávarðadeildin samþykkir hjónabönd samkynhneigðra Mexíkóborg. AFP. | Mexíkóskir land- gönguliðar handsömuðu á mánudag Miguel Angel Trevino Morales, leið- toga Zetas-fíkniefnahringsins, í borginni Nuevo Laredo í Tamauli- pas, nærri Texas. Zetas-glæpasamtökin eru ein valdamestu glæpasamtök Mexíkó og hafa verið tengd við suma af hrotta- legustu glæpum fíkniefnastríðsins í landinu en Trevino er sjálfur þekkt- ur fyrir að drekkja fórnarlömbum sínum í eldsneyti og kveikja í. Trevino er hæst setti fíkniefna- baróninn sem yfirvöld hafa hand- samað frá því að Enrique Pena Nieto tók við forsetaembætti. Í stjórnartíð forvera hans, Felipe Calderon, sem setti þúsundir hermanna í að berjast gegn fíkniefnasamtökum, voru 24 af 37 eftirlýstustu fíkniefnaforingjun- um handsamaðir eða drepnir, en á sama tíma, frá 2006-2012, voru fram- in fleiri en 70 þúsund morð í landinu í tengslum við fíkniefnaviðskipti. Pena Nieto hefur heitið því að berjast gegn ofbeldi í Mexíkó en Stratfor, öryggisráðgjafarfyrirtæki í Texas, telur líklegt að ofbeldi muni aukast í Nuevo Laredo, höfuðvígi Zetas, í kjölfar handtöku Trevino, þegar baráttan um að fylla tómið sem hann skilur eftir sig hefst. Fíkniefnabarón fangaður  Mexíkósk yfirvöld handsama foringja einna hættulegustu glæpasamtaka landsins  Bera ábyrgð á hrottalegum glæpum  Ofbeldi gæti aukist í kjölfar handtökunnar AFP Í haldi 7,3 milljónir Bandaríkjadala voru settar til höfuðs Trevino. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Sjö létust og 261 særðist í átökum milli öryggissveita og stuðnings- manna Mohameds Morsi í Kaíró, höf- uðborg Egyptalands, í fyrrinótt. Þúsundir stuðningsmanna forset- ans fyrrverandi, sem hefur verið í haldi frá því að honum var steypt af stóli 3. júlí síðastliðinn, söfnuðust saman í borginni á mánudag og kröfðust þess að hann yrði settur aft- ur í embætti. Egypski herinn kastaði táragasi að mótmælendum sem höfðu stöðvað umferð um 6. október-brúna í hjarta Kaíró og svöruðu með því að kasta grjóti að öryggissveitunum. Tveir mótmælendur létu lífið í átökum nærri Tahrir-torgi en fimm aðrir voru drepnir í borginni Giza, um 20 kílómetra suðvestur af miðborg Kaíró. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en átökin brutust út kallaði varautanríkisráðherra Bandaríkj- anna, William Joseph Burns, sem lauk tveggja daga heimsókn í landinu í gær, eftir því að umræður kæmu í stað ofbeldis og hvatti herinn til þess að forðast pólitískar handtökur. „Það fyrsta á forgangslistanum er að binda enda á ofbeldi og undirróð- ur, koma í veg fyrir endurgjöld, og hefja alvarlegar og raunverulegar viðræður meðal allra aðila og allra stjórnmálaflokka,“ sagði ráðherrann eftir fund sinn með skipuðum forseta, Adly Mansour, og bráðabirgðafor- sætisráðherra, Hazem al-Beblawi. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins staðfesti að Burns hefði hvorki fundað með leiðtogum Bræðralags múslíma, helstu stuðn- ingsmanna Morsi, né með talsmönn- um Tamarod-grasrótarhreyfingar- innar, sem skipulagði fjöldamót- mælin gegn forsetanum fyrrverandi. „Við höfnuðum boðinu þar sem Bandaríkin stóðu ekki með egypska fólkinu frá upphafi,“ sagði Islam Hammam, einn forsprakka hreyfing- arinnar. Samkvæmt upplýsingum AFP var 401 handtekinn í átökunum aðfara- nótt þriðjudags, allir í miðborg Kaíró. Mannskæð átök í Kaíró  Bandaríkjamenn hvetja til stillingar Lögregluyfirvöld í Frakklandi hand- tóku í gær norsk- an svartmálms- rokkara með tengsl við nýnas- ista, sem grun- aður er um að hafa lagt á ráðin um umfangsmikla hryðjuverkaárás. Kristian Vikernes, sem sagður er vera stuðningsmaður Anders Be- hrings Breiviks, flutti til Frakklands eftir að hafa afplánað fangelsisdóm fyrir að hafa stungið og drepið vin sinn í Noregi og hefur verið undir eftirliti lögreglu um nokkurt skeið. Vikernes er þriggja barna faðir en lögregla lét til skara skríða eftir að eiginkona hans keypti vopn í byrjun júlímánaðar, þrátt fyrir að hún hefði haft til þess leyfi. FRAKKLAND Grunaður um að áforma hryðjuverk Heimili Vikernes. AloeVera Húðvörur í 100 ár Stofnað aloe natural 100% Fæst eingöngu í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.