Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 ✝ Þórdís BrynjaAðalsteins- dóttir fæddist í Reykjavík 23. októ- ber 1960. Hún lést á heimili sínu 6. júlí 2013. Foreldrar henn- ar voru Aðalsteinn Pétursson læknir, f. 1933, d. 1985 og Halldóra Karls- dóttir, húsmóðir og kaupmaður, f. 1936. Brynja átti þrjár systur. 1) Guðríður Hlíf, f. 1965, maki Ragnar Þorgeirsson, f. 1966. Þau eiga fjögur börn. 2) Áslaug Helga, f. 1968, maki Jóhann Gunnar Sveinsson, f. 1967. Þau eiga fjögur börn. 3) Halldóra, f. 1972, maki Holger Peter Clau- sen, f. 1963. Þau eiga sex börn. Brynja giftist Oddi Hauksteini Knútssyni árið 1981 og eignuðust þau þrjá syni. Þau skildu. Synir þeirra eru. 1) Aðalsteinn Haukstein, f. 1981, maki Sara Rebekka Davis, f. 1982. Þau eiga tvær dætur. 2) Andri Hauk- stein, f. 1984, maki Helena Ein- arsdóttir, f. 1983. Þau eiga eina dóttur. 3) Arnar Haukstein, f. 1991, maki Kristín Heiða Magn- úsdóttir, f. 1992. Útför Þórdísar Brynju fer fram frá Háteigskirkju í dag, 17. júlí 2013, kl. 13. Ég veit ekki um neitt fallegra en þig í þessum heimi sem guð hefur skapað, elsku mamma mín. Þú varst alltaf svo blíð og góð og með þetta yndislega góða hjarta. Það eru svo margar dýrmætar minningar sem við áttum saman sem fara um hug minn núna. Ég vil ekki trúa því að ég geti ekki upplifað þær aftur og enn fleiri með þér. Þegar mér leið illa gat ég alltaf leitað til þín, þú gafst mér alltaf tíma og góð ráð, líka þegar erfitt var hjá þér sjálfri. Ég vildi að ég hefði getað hjálpað þér eins og þú hjálpaðir mér. Þú gafst mér svo mikið í þessu lífi, meira en nokk- ur önnur manneskja. Ég er stolt- ur af því að hluta af þessari fal- legu manneskju, sem þú hafðir að geyma, er að finna í mér. Það var enginn nema þú sem gast tekið allar áhyggjur heims- ins af herðum mér, bara með einu faðmlagi. Ég vildi að ég gæti fengið að faðma þig einu sinni enn, elsku mamma mín. Hvíl í friði elsku mamma. Tárin streyma í stríðum straumum Hvað geri ég án þín, elsku mamma mín? Hvernig get ég lifað út daginn? Allt er svo tómlegt hér án þín! Stóllinn sem þú sast svo oft í Ég horfi á hann oft á dag bara ég gæti fengið þig til baka þá myndi allt komast aftur í lag en sú draumastund mun aldrei koma raunveruleikinn blasir mér við að kveðjustund okkar er komið og þú gengur í gegnum hið gullna hlið minningar um þig um huga minn reika margar góðar eru í skjóðunni þar við áttum svo marga góða tíma já mikið um gleði hjá okkur þá var ávallt gat ég til þín leitað aldrei hunsaðir þú mig reyndir alltaf mig að hugga ó,hve sárt er að missa þig! Þitt bros og þín gleði Aldrei sé ég það á ný Ég vil bara ekki trúa Að þitt líf sé fyrir bí Ég vildi að við hefum haft Meiri tíma, þú og ég Við áttum svo mikið eftir að segja Ó hvað veröldin getur verið óútreiknanleg Ég þarf nú að taka stóra skrefið treysta á minn innri styrk takast á við lífið Svo framtíðin verði ei myrk Ég veit að þú munt yfir mér vaka verða mér alltaf nær Þú varst og ert alltaf mér best Elsku móðir mín kær (Katrín Ruth) Þinn sonur, Arnar. Elsku mamma mín fallega hlýja og góða, hvernig get ég kvatt þig? Ég á svo erfitt með að sætta mig við að þú sért farin. Að ég fái ekki lengur að njóta hlýju þinnar og nærveru. Það er eng- inn sem getur veitt mér þá ljúfu tilfinningu sem þú gafst mér sem barni og er mér svo hugleikin á þessari stundu. Mér finnst ég brotinn, elsku mamma, en svo byrja fallegu minningarnar um þig að rúlla líkt og filma í huga mínum og ég ýmist brosi eða græt. Ég vildi að ég, Andri og Arnar gætum fengið einn dag í viðbót sem litlu strákarnir þínir áður en við kveðjum þig. Þú vektir okkur með þinni blíðu röddu, strykir okkur um vangann með fallegu, fíngerðu fingrunum þínum og segðir okkur að koma að borða. Í morgunmat gæfir þú okkur rist- að brauð með osti og bláberja- sultu og heitt kakó, eins og við fengum stundum. Svo myndum við setjast í gráa sófann og horfa á teiknimyndir. Þú við hlið okkar og okkur alveg sama þó þú værir að lesa bók, við vildum bara finna fyrir nærveru þinni. Um miðjan daginn skærir þú kalt slátur í bita og biðir okkur upp á konfekts- látur, eins og þú kallaðir það. Í eftirrétt myndir þú bjóða okkur upp á nýbakaða Ellu-skúffuköku og ískalda mjólk. Þú veist hvað okkur finnst best, elsku mamma. Við myndum svo leika okkur fram á kvöld en ég myndi sjá til þess að við værum ekki með of mikil læti, ekki í þetta skipti, mamma. Um kvöldið háttar þú okkur og tannburstar, raulandi tannálfalagið með blíðu röddinni þinni. Mér leið svo vel hjá þér, jafnvel þó þú værir bara að tann- bursta mig og minnir að ég hafi alltaf verið þægur á meðan þú söngst lagið. Svo skriðum við í rúmið þitt og þú myndir fara með bænirnar, signa yfir okkur og syngja fyrir okkur. En ég vil ekki sofna, elsku mamma, ég vil liggja fyrir aftan þig þar sem þú heldur utan um Andra og Arnar og vefja hárinu þínu um fingur mér þar til þú sofnar, því það fannst okkur svo notalegt. Svo myndi ég signa yfir þig og kyssa góða nótt, elsku mamma. Ég veit að þú myndir vilja gefa okkur þennan dag, elsku mamma. Þú gafst frá þér ást og hlýju þangað til þú gast ekki meir. Ég er og verð alltaf strák- urinn þinn, elsku mamma, og ég mun ganga með kærleikann og hlýju orkuna, sem þú gafst frá þér, í huga mínum og hjarta þangað til minn tími kemur. Þannig ertu lifandi fyrir mér. Mér þykir svo sárt að ömmu- stelpurnar þínar fengu ekki meiri tíma með þér. Við vitum hvað þú varst stolt af þeim og erum þakk- lát fyrir þær minningar sem við eigum um ykkur saman. Við munum segja þeim sögur um fal- legu Brynju ömmu og ég veit að þær munu alltaf muna eftir þér. Elsku mamma, mér finnst þetta svo sárt og á erfitt með að enda þessi skrif til þín. Ég er heppinn að eiga góða að á þessari stundu og án þeirra gæti ég ekki komist í gegnum þetta sorgar- tímabil. Ég veit að þér líður vel hjá afa og ég hlakka til að hitta ykkur síðar. Góða nótt mamma mín fallega, hlýja og góða, ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun alltaf gera. Þinn sonur, Aðalsteinn. Hlý, góðhjörtuð, falleg og góð. Það eru fyrstu orðin sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til þín. Með þeirri góðmennsku sem þú bjóst yfir mótaðir þú mig sem einstakling, þú kenndir mér að vera jákvæður og sjá það góða sem býr innra með fólki. Þú kenndir mér að sjá heiminn með þínum augum, þínum tilfinning- um og þinni nálgun. Það kom af sjálfu sér, það var þér svo eðl- islægt að vera jákvæð, góð og umburðarlynd gagnvart öðru fólki, gagnvart lífinu og þeim áskorunum sem það hafði upp á að bjóða. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur bræðurna, sama hvar þú varst stödd í lífinu þá vissi ég alltaf hvar ég hafði þig. Ég er virkilega lánsamur að hafa átt þig sem móður og ég mun ávallt þakka fyrir að þú hafir verið svona stór hluti af mínu lífi. Ég mun einsetja mér að komast yfir sorgina og nota alla mína krafta til þess að gleðjast yfir þeim minningum sem ég á með þér. Þú ert mamma mín og þú verður alltaf geymd í hjarta mínu og huga. Það er margt sem er á huldu í þessu lífi og margt sem við skilj- um ekki vegna þekkingarleysis, reynsluleysis eða vegna fyrir- fram mótaðra skoðana. Eitt veit ég þó, þú varst veik, andlega veik og vegna þess er erfitt að setja sig í þín spor og í raun ómögulegt að ímynda sér hvað þú þurftir að takast á við. Ólíkt því sem gerist þegar um líkamlega sjúkdóma er að ræða er tilhneiging margra að draga rangar ályktanir varðandi andleg veikindi eins og þín. Mein- ið var til staðar en það var ekki auðséð þar sem það var í huga þínum. Staðreyndin er sú að þetta hugarmein breytti þér, tók frá þér alla orku og lífsvilja. Ég gat ekki lengur séð gleðina eða jákvæðnina sem áður einkenndi þig og þessi fallegi glampi sem þú hafðir í augunum hvarf. Það var eins og þinn tími væri kominn. Eitt sem hvarf þó aldrei var góð- mennskan og greiðviknin. Því þrátt fyrir mikil veikindi varstu alltaf til staðar, þú reyndir eins og þú gast að vera okkur góð móðir og þér tókst það allt fram á síðasta dag. Þessi orð eru skrifuð fyrir þig. Takk fyrir allt mamma mín, þú ert fallegasta manneskja sem ég hef kynnst og ég hlakka til að hitta þig aftur. Þinn sonur, Andri. Með söknuði kveð ég kæra systur. Ég finn til þakklætis fyrir margar góðar minningar. Vænt þykir mér um þær stundir sem við áttum saman í blómabúðinni hennar mömmu, þar sem þú starfaðir í árafjöld. Í jólafríum sat ég oft með þér, þú gerðir skreytingar og ég aðstoðaði þig. Jólalögin í útvarpinu, erill og há- tíðleg stemning. Listfengi þitt naut sín vel og fékkstu mikið og verðskuldað hól fyrir skreyting- arnar þínar. Víða hef ég heyrt ykkur mömmu hrósað fyrir starf ykkar í búðinni og alúðlegt við- mót, enda voruð þið einstaklega nánar og samhentar. Ég gæti trúað að þessi ár hafi verið þér mjög dýrmæt. Heimili þitt var sérstaklega fallegt og hlýlegt, enda varstu dugleg að kaupa þér fallega hluti sem þú skreyttir með af smekk- vísi. Margt sem rataði í hillur blómabúðarinnar rataði líka heim til þín, við systur þínar gátum oft hlegið að þessu. Sjálf varstu alltaf snyrtileg og vel til höfð og strák- arnir þínir oft vel vatnsgreiddir. Okkar síðasta samverustund var í Grasagarðinum. Við fórum þangað systurnar með mömmu og fórum á Kaffi Flóru. Þú varst þarna með okkur, en samt ekki. Veikindi þín hleyptu ekki gleði, ljósi né frið að sálu þinni. Þú reyndir en það var þér um megn, lífsorkan var búin. Síðustu mán- uði lífs þíns hallaði hratt undan fæti og sjúkdómurinn þinn sigr- aði að lokum. Frá því þú fórst höfum við þjappað okkur saman, mamma, við systur þínar, synir og aðrir aðstandendur. Í minn- ingunni lifir þú sem hin ljúfa, góða og fallega Brynja systir mín. Saman rifjum við upp minn- ingar, föðmumst, hlæjum og grátum. Þú munt alltaf lifa í hjörtum okkar og minningum. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Áslaug. Elsku Brynja, stóra systir mín. Það er ótrúlega sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Eini ljósi punkturinn er sá að góðar minningar getur enginn tekið frá manni og af þeim á ég sannarlega nóg. Þrátt fyrir tólf ára aldursmun þá vorum við allt- af mjög góðar vinkonur. Þegar ég var yngri og þú bjóst á Kveldúlfs- götunni þá var ég oft hjá þér og hjálpaði þér með strákana og svo á kvöldin þá skreið ég upp í og fékk að sofa á milli. Mikið var ég stolt af fallega heimilinu þínu og ég fór með vinkonur mínar til að sýna þeim hvað það væri flott heima hjá Brynju systur. Síðan þegar ég varð eldri þá breyttist þetta samband okkar og við urð- um nánar á annan hátt. Ferðin okkar sem við fórum tvær saman til Danmerkur var ótrúlega skemmtileg. Við gerðum margt saman, keyptum okkur föt og fór- um að skemmta okkur. Einnig fórum við saman á vaxmyndasafn þar sem þú, eins og þér var einni lagið, settir öryggiskerfið af stað. Þig langaði bara að tékka á því hvernig væri að koma við vax- stytturnar og allt fór í gang. Mik- ið gátum við hlegið að þessu. Ég held að það hafi verið fáir sem nutu þess jafn mikið að fara til út- landa eða á hótel eina helgi. Þú naust þess svo að slaka á, fara í heitt bað og panta þér mat upp á herbergi. Það var nefnilega svo lítið sem þurfti til þess að gleðja þig. Þú varst svo ótrúlega hlý og góð manneskja. Og það er þannig sem við minnumst þín. Eins og Lára mín sagði þegar ég sagði henni að þú værir dáin, „en Brynja var alltaf svo góð og skammaði mann aldrei“. Þannig varst þú og jafnvel þegar þú áttir erfiða tíma núna síðustu ár, þá breyttist þetta aldrei, alltaf jafn hlý og góð. Ég veit að þú hefur fundið friðinn núna og að pabbi hefur tekið vel á móti þér. Við systurnar komum til með að passa strákana þína og mömmu fyrir þig. Hvíl í friði elsku Brynja mín, ég sakna þín óendanlega mikið en ég veit að þér líður vel núna. Þín litla systir, Halldóra Aðalsteinsdóttir (Dóra). Í dag kveðjum við yndislega systur og mágkonu. Þetta er erf- ið stund og söknuðurinn mikill. Góðar minningar koma upp í hugann og gefa okkur styrk. Brynja átti góða æsku, hún ólst upp á heimili fjölskyldunnar á Kleppjárnsreykjum umvafin ást og öryggi. Hún hlaut margar guðsgjafir í vöggugjöf, ytri sem innri fegurð, fáguð framkoma, hlýja og einlægni einkenndu hana alla tíð. Hún stofnaði ung eigið heimili og eignaðist þrjá syni sem voru líf hennar og yndi. Í þau tuttugu ár sem hún starfaði með móður sinni í Blómabúð Dóru í Borgarnesi sinnti hún við- skiptavinunum af alúð og hlut- tekningu, á þeirra gleði- og sorg- arstundum. Listfengi hennar og smekkvísi nutu sín jafnt við gerð blómaskreytinga, sem í álitsgjöf eða afgreiðslu í búðinni. Sama átti við um heimilið, uppeldi son- anna og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Natni og vilji til að uppfylla þarfir annarra ein- kenndu hennar persónu. Það eru dýrmætir eiginleikar og gefandi fyrir þá sem fá að njóta, og vorum við sannarlega í þeim hópi. Á hinn bóginn var Brynja afskap- lega viðkvæm að eðlisfari og var oft sem leitin að hamingju og innri friði reyndist henni erfið. Hún var því illa búin undir áföll í einkalífi og mótstreymi lífsins, eins og það birtist henni. Kvíðinn bjó um sig í brjósti hennar líkt og arfi sem grúfir sig yfir fallegt blómabeð. Þá gat hún treyst á umhyggju og styrka hönd móður sinnar, kærleik sonanna og okkur hin sem af veikum mætti reynd- um að gefa til baka af öllu því sem hún hafði gefið okkur með ást sinni, einlægni og fegurð. Síðustu árin voru Brynju mjög erfið, veikindi hennar ágerðust og þrátt fyrir að hún hafi ítrekað leitað sér hjálpar var enga lausn að finna. Er það okkar einlæga trú að Brynju líði betur núna, hún hafi fundið þann frið sem hún leitaði að og á svo sannarlega skilið að njóta. Þó við séum óendanlega sorg- mædd á þessari óvæntu kveðju- stund rifjum við upp skemmtileg atvik og hlýjar samverustundir sem aldrei munu gleymast. Minningin mun lýsa okkur er við leitumst við að fóta okkur í tilver- unni á ný, þó við gerum okkur litlar vonir um að finna svör við spurningum sem á okkur brenna. Synirnir þrír, Alli, Andri og Arnar, og fjölskyldur þeirra, hafa misst mikið. Ekki síður móðir hennar, sem hefur sýnt henni ómælda ást og stuðning alla tíð. Megi Guð styrkja þau og okkur öll í sorginni. Guðríður (Gurrý) og Ragnar (Raggi). Það er mér sérstaklega minn- isstætt þegar hún Brynja mín kom í heiminn. Ég var sjálf ófrísk og átti von á mér í desember. Halldóra mágkona mín og Aðal- steinn bróðir minn eignuðust Brynju í október. Brynja var eins og engill nýfædd. Hún var með eindæmum falleg. Björt yfirlit- um, með fallega ljósa húð, ynd- isleg augu og fallegt bros. Þetta yfirbragð fylgdi henni alla tíð. Brynja var glæsileg kona sem laðaði fólk að sér. Nærvera hennar var þannig að hún hafði góð áhrif. Góð áhrif á alla sem í kringum hana voru og umhverfi hennar. Það kom snemma í ljós að hún var líka mjög næm á um- hverfi sitt og fann til með fólkinu í kringum sig. Það var einhvern veginn raunverulegra en hjá flestum. Hún tók hlutunum af al- vöru og hafði mikla ábyrgðartil- finningu. Og ábyrgðina sýndi hún fólkinu í kringum sig af alúð og væntumþykju. Það var okkur í fjölskyldunni sérstaklega minnisstætt að fylgj- ast með Brynju standa sem klett- ur við hlið mömmu sinnar þegar faðir hennar, Aðalsteinn, féll frá í blóma lífs síns. Það var ekki auð- velt hlutskipti fyrir Halldóru og dætur hennar að standa frammi fyrir slíku mótlæti. Óréttlætið virtist algjört og erfitt að sjá leið fram á við í slíkri stöðu. Það er því með aðdáun sem hægt er að horfa til baka á hvernig Halldóra reis upp sterkari en flestir og stofnar farsælt fyrirtæki sem varð þeim mæðgum stoð um ára- bil og ekki síst sönnun þess hvers þær voru megnugar allar sem ein. Þar stóð Brynja ekki síst vaktina með móður sinni. Af sömu alúð og væntumþykju og var henni svo eiginleg. Myndin af Brynju í huga okkar, mitt í blóm- unum, glaðleg og blíð, er mynd sem við munum varðveita. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að kveðja hana Brynju okkar svona allt of fljótt. Hún skilur eftir sig skarð í glæsilegum mæðgnahópi sem verður ekki fyllt. Elsku Alli, Andri og Arnar, megi guð vera með ykkur á þess- um erfiðu tímum. Elsku Halldóra og dætur. Orð eru fátækleg á stundum sem þessum. En minningin um Brynju mun lifa. Brynju sem hallaði alltaf undir flatt þegar hún mætti manni með bros á vör og óendanlega hlýju í augum. Blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma til að strjúka vanga og þerra tár af kinn bara með því að faðma og vera. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ingibjörg Pétursdóttir og fjölskylda. Elsku Brynja, mikið ofboðs- lega þykir okkur sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Þegar við hugsum til baka eig- um við margar góðar og fallegar minningar. Það fyrsta sem kem- ur upp í hugann er hversu ljúf og góðhjörtuð þú varst. Laou Tzu sagði: „Góðmennska í orðum skapar traust. Góð- mennska í hugsun skapar dýpt. Góðmennska í gjöf skapar ást.“ Það er alveg ljóst hversu mikla ást þú skapaðir, elsku Brynja. Við sitjum eftir, ættingjar og vinir, með sorg í hjarta. Missir okkar allra er mikill, að fá ekki að sjá þig blómstra og sjá ljósið kvikna á ný í fallegu bláu aug- unum þínum. Að sjá þig blómstra eins og öll fallegu blómin sem þú handlékst gegnum ævina – það er varla hægt að hugsa til baka til þín án þess að sjá einhver falleg blóm í bakgrunninum. „Jörðin hlær í blómum“ sagði Ralph Waldo Emerson, og þú áttir svo sannarlega þinn þátt í að láta jörðina hlæja. Elsku Brynja, við treystum því að nú hafir þú öðlast þann frið sem þú hefur leitað svo lengi. Við munum brosa og hugsa til þín í hvert skipti sem við lítum falleg blóm og í hvert skipti sem við sjáum góðmennsku þína endur- speglast í okkur öllum sem þú snertir. Með ást og söknuð í hjarta, Silja, Halldóra Diljá, Dalmar og Ylva. Þegar ég var sjö ára í barna- skóla á Kleppjárnsreykjum kom ég með bekkjarsystur minni heim til þín og ætluðum við að fá að róla hjá þér. Þú sagðir við bekkjarsystur mína, þú mátt róla Þórdís Brynja Aðalsteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Brynja mín. Mikið á mamma eftir að sakna stelpunnar sinnar. Ég hugga mig við að nú líð- ur þér vel og finnur þann frið sem þú leitaðir að, eftir löng og erfið veikindi. Eftir lifa yndislegar minningar sem veita mér styrk og yl. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín mamma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.