Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Undanfarnar vikur hefur hópur sjálf- boðaliða á vegum samtakanna SEEDS verið að störfum í Selárdal við endurgerð og viðgerðir á styttum og byggingum listamannsins Sam- úels Jónssonar. Unnið hefur verið við viðgerðirnar nokkur sumur í röð, en vonast er til þess að hægt verði að koma þar upp aðstöðu fyrir ferðafólk og gistiaðstöðu fyrir lista- og fræði- menn. Brotið var upp úr styttunum og húsin voru illa farin, þau höfðu verið óvarin fyrir veðri og vindum í fjölda ára. „Þetta eru einstakar byggingar og eins og úr öðrum heimi,“ segir Ólafur J. Engilbertsson sem er í stjórn fé- lags um endurreisn listasafns Sam- úels, en félagið var stofnað árið 1998 og starfar að endurreisn og viðhaldi á verkum Samúels. Bjó til steypu úr fjörusandi Samúel reisti kirkju og hús undir listasafn á Brautarholti í Selárdal þar sem hann var bóndi. Hann útbjó eigin steypublöndu til framkvæmdanna úr fjörusandi og sementi og úr því mót- aði hann einnig stytturnar sem prýða staðinn. Sjálfboðaliðarnir vinna undir leið- sögn þýska myndhöggvarans Ger- hards König og hefur vinnan gengið vel, að sögn Ólafs, en verkið hefur staðið yfir á hverju sumri frá árinu 2004. Núna er viðgerð við stytturnar að mestu lokið og búið að gera við listasafnshúsið að mestu leyti að ut- an, en það er enn afar illa farið að inn- an. Þá er búið að gera við kirkjuna þannig að hún heldur núna vatni, nema turninn sem nú er verið að þétta. Rafmagn og vatn hefur nú ver- ið lagt á svæðið. Auk kirkjunnar og listasafnsins er íbúðarhús Samúels á staðnum. Það var ónýtt og nú stendur bara grunnur þess. Til stendur að reisa það að nýju í upphaflegri mynd og að þar verði aðsetur lista- og fræðimanna. Við verðum að varðveita þetta Ólafur segir erfitt að segja til um hvenær framkvæmdum ljúki, fjár- magn sé af skornum skammti. Feng- ist hafa styrkir frá Framkvæmda- sjóði ferðamannastaða og Menningarráði Vestfjarða, auk gjafa frá velviljuðum einstaklingum en meira þarf til. „Við vonumst til þess að íbúðarhúsið verði fokhelt fyrir vet- urinn og vonumst eftir meira fjár- magni til að geta haldið áfram. Við verðum með söfnunardagskrá á höf- uðborgarsvæðinu í haust til að kynna verkefnið og safna fé. Þetta er svo sérstakur staður, svo ólíkur öllu öðru, og við verðum að varðveita þetta.“ Selárdalur er svo sérstakur staður  Nú hillir undir lok viðgerða á verkum og híbýlum listamannsins með barnshjartað  Lista- og fræðimenn fá athvarf í húsi Samúels í Selárdal  Menningarverðmæti sem verður að varðveita Ljósmynd/Ólafur J. Engilbertsson Vaskir sjálfboðaliðar Viðgerðir á verkum Samúels hafa að stórum hluta verið unnar af sjálfboðaliðum SEEDS. Samúel Jónsson fæddist árið 1884 og lést 1969. Listsköpun hans hófst eftir að hann fór á ellilaun, en á síðustu æviárum sínum byggði hann kirkju í Sel- árdal, gerði líkön af frægum byggingum, steinstyttur af mönnum og dýrum, málaði listaverk og smíðaði ramma ut- an um þau. Undir verkin smíðaði hann listasafn. Undraheimur varð til í afskekktri sveit. Samúel var sjálfmenntaður listamaður og hefur list hans helst verið skilgreind sem naív- ismi. Hann hefur verið nefndur listamaðurinn með barns- hjartað vegna þeirra einlægni sem einkennir verk hans. UNDRAHEIMUR Í AFDÖLUM Samúel Listamaðurinn með líkan sitt af Péturskirkjunni í Róm. Einlægur og listfengur Ljósmynd/Ragnar Páll MERK JAVAR A Á G ÓÐU V ERÐI Í SAL FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS - MÖRKINNI 6 SKÓR - SPORTFATNAÐUR -BARNAFÖT - SUNDFÖT - TÍSKUFÖT O.FL. SPORTÍS LAGE RHRE INSUN ! 5.JÚLÍ - 1.ÁGÚST ÓTRÚLEG VERÐ - NÝJAR VÖRUR DAGLEGA! OPIÐ MÁN.-FÖS: 12 - 18 - LAU.11-16 SPOR TÍS 30 - 70% AFSLÁTTUR! MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.