Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hátt í 1.500 erlendir ríkisborgarar frá Austur-Evrópu fluttu til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins en tæp- lega 600 manns frá þessum heims- hluta fluttu þá frá Íslandi. Þetta kemur fram í greiningu á straumi erlendra ríkisborgara til landsins sem Hagstofa Íslands gerði að beiðni Morgunblaðsins. Samanlagt eru aðfluttir erlendir ríkisborgarar frá Austur-Evrópu umfram brottflutta alls 892 á tíma- bilinu. Til samanburðar eru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta á fyrstu níu mánuðum ársins alls 1.430. Fjöldi innflytjenda eftir ríkisfangi á tímabilinu er sýndur hér til hliðar. Leiðir greining á hópnum í ljós að 1.475 koma frá Austur-Evrópu, að Ungverjum meðtöldum, 262 frá Norðurlöndum, 173 frá Asíu, 203 frá Norður- og Suður-Ameríku, 30 frá Afríku og 19 frá Rússlandi, sem er hér haft í sérstökum flokki. Alls koma 244 frá ótilgreindum ríkjum. Hátt í 2.400 koma frá Evrópu Séu Evrópuríkin lögð saman er niðurstaðan sú að hingað fluttust 2.377 Evrópubúar á tímabilinu. Alls fluttu 3.046 erlendir ríkis- borgarar til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins en 1.628 erlendir ríkisborgarar frá landinu. Af þeim sem fluttu frá landinu eru 93 frá Asíu, 164 frá Norður- og Suð- ur-Ameríku, 1.163 frá Evrópu, 11 frá Afríku, 10 frá Eyjaálfu og 14 frá Rússlandi, auk 173 einstaklinga frá ótilgreindum ríkjum. Af þeim sem fluttu héðan eru 180 frá Norðurlöndum og 583 frá Aust- ur-Evrópu. Sem fyrr segir fluttu hingað 262 erlendir ríkisborgarar frá Norðurlöndum á tímabilinu og eru aðfluttir því 82 fleiri en brott- fluttir úr þessum hópi. Af Asíubúum fluttust hingað flestir frá Filippseyj- um eða 46. Næst þeim komu Taí- lendingar, alls 39 manns. Loks vekur athygli að 11 fleiri Kínverjar fluttu frá landinu en til þess á tímabilinu. Hlutfallslega fáir Afríkubúar fluttu til og frá landinu á fyrstu níu mán- uðum ársins, en ítrekað skal að hér vantar tölur yfir innflytjendur með önnur ríkisföng. Flestir frá A-Evrópu  Helmingur erlendra ríkisborgara sem fluttist til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins kemur frá austurhluta Evrópu Morgunblaðið/Styrmir Kári Götulíf í miðbæ Reykjavíkur Ísland er vinsæll áfangastaður um þessar mundir. Innflytjendum er aftur að fjölga. Evrópubúum fjölgar » Alls fluttu hingað 2.377 er- lendir ríkisborgarar frá Evrópu á fyrstu níu mánuðum ársins. » Til samanburðar fluttu héð- an 1.163 erlendir ríkisborgarar frá ríkjum Evrópu. » Í þessar tölur gæti vantað fólk með önnur ríkisföng en listuð eru upp hér fyrir ofan. Fjöldi erlendra ríkisborgara sem fluttu til landsins á fyrstu 9 mánuðum ársins Flokkað eftir ríkisfangi Pólland 1.018 Þýskaland 176 Bandaríkin 144 Litháen 132 Spánn 120 Danmörk 118 Bretland 95 Frakkland 76 Lettland 73 Portúgal 70 Svíþjóð 67 Ítalía 61 Noregur 50 Rúmenía 48 Slóvakía 48 Kanada 47 Filippseyjar 46 Taíland 39 Tékkland 38 Ungverjaland 38 Búlgaría 31 Kína 30 Víetnam 28 Finnland 27 Rússland 19 Eistland 19 Austurríki 17 Úkraína 17 Kenía 17 Japan 15 Holland 15 Indland 15 Serbía 13 Sýrland 13 Brasilía 12 Belgía 10 Önnur ríkisföng 244 Samtals 3.046 Heimild: Hagstofa Íslands Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Mörg dæmi eru um keðju slíkra gjörninga vegna sama rekstursins þar sem sömu einstaklingar eru í for- svari,“ segir í skýrslu sem Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands (ASÍ), kynnti á blaðamannafundi á vegum sambandsins í gær þar sem lagðar eru fram 16 tillögur til þess að sporna við kennitöluflakki hér á landi og þar með draga úr því sam- félagslega tjóni sem það veldur. Kennitöluflakk felst í einföldu máli í skipulagðri aðgerð þar sem verð- mæti eru flutt úr einu félagi í annað en skuldir og aðrar skuldbindingar skildar eftir í fyrra félaginu sem síð- an er sett í þrot. Einn tengist 29 gjaldþrotum Meðal þess sem Halldór vakti at- hygli á var að sá einstaklingur sem tengdist flestum gjaldþrotum félaga hér á landi á síðustu sjö árum hefði komið að einum 29 gjaldþrotum. Næstur í röðinni hefði komið að 22 gjaldþrotum og sá þriðji 20. Fram kemur í gögnum ASÍ með tillög- unum að fullyrða megi að slíkt athæfi kosti íslenskt samfélag tugi milljarða króna á ári. Sá kostnaður lendi eink- um á sameiginlegum sjóðum þegar ekki eru staðin skil á opinberum gjöldum eins og til að mynda virð- isaukaskatti og vörslugjöldum sem og launagreiðslum sem síðan lentu á Ábyrgðarsjóði launa. Venjan væri sú að þegar slík félög væru tekin til gjaldþrotaskipta fengist ekkert upp í kröfur. Meiri kröfur og meiri hæfni Tillögur ASÍ ganga meðal annars út á það að ríkari kröfur verði gerðar til þeirra félaga og einstaklinga sem fá heimild til þess að stofnsetja og vera í forsvari fyrir félög með tak- markaða ábyrgð en þeirra sem bera fjárhagslega ábyrgð. Gerð verði enn- fremur krafa um aukið hlutafé við stofnun félags með takmarkaða ábyrgð frá því sem nú er og tryggt að það sé greitt. Heimild verði sömu- leiðis fyrir hendi til þess að sekta for- svarsmenn félaga sem ekki standa skil á ársreikningi. Þá verði sett tak- mörk á nafnabreytingar félaga með takmarkaða ábyrgð og girt fyrir heimildir aðila sem tengdir eru slík- um félögum til þess að taka fé út úr þeim í gegnum lánveitingar eða öðr- um hætti. Sömuleiðis verði settar viðmiðunarreglur um það hvenær meintar skuldbindingar vegna félaga með takmarkaða ábyrgð flytjist yfir á forsvarsmennina. Ennfremur að opinberir aðilar marki sér heild- stæða stefnu um aðkomu sína sem kröfuhafar að þrotabúum slíkra fé- laga. Kennitöluflakk kostar tugi milljarða króna  ASÍ hefur lagt fram sextán tillögur til þess að sporna við kennitöluflakki Morgunblaðið/Styrmir Kári Kennitöluflakk Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Kennitöluflakk » Halldór Grönvold sagði dæmi um að útigangsmenn hefðu verið fengnir til þess að skrá sig fyrir fyrirtækjum á leið í gjaldþrot til þess að firra fyrri eigendur ábyrgð. » Hins vegar væru sérstakir aðilar farnir að taka slíkt að sér í seinni tíð, menn sem væri kannski ekki eins annt um mannorð sitt og öðrum og reyndu þá að maka krókinn áð- ur en félögin færu endanlega í þrot. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Veruleg mengun er í mosa við Straumsvík. Sérstaklega er blý- og sinkmengun mikil. Mengunin er aðallega rakin til iðnaðar- starfsemi austan við álverið, meðal annars endurvinnslu brotajárns og sinkhúðunar. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu um niðurstöður mælinga á styrk þung- málma í tildurmosa á Íslandi sem Sig- urður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, kynnti í erindi á Hrafnaþingi stofnunarinnar í gær. Styrkur þungmálma og brennisteins hefur verið rannsakaður í mosa á fjölda staða á fimm ára fresti frá því um 1990. Rannsóknirnar eru hluti af evrópsku vökt- unarverkefni sem meðal annars er ætlað að fylgjast með loftborinni mengun. Sigurður segir að Ísland komi að mörgu leyti vel út úr samanburði við önnur Evr- ópulönd. Nefnir sem dæmi að hvergi mælist minni blýmengun í úthaga en hér á landi. Blýmengun hefur minnkað á Ís- landi, ef til vill vegna minna blýinnihalds í bensíni. Yfirleitt er minnsti styrkur þung- málma á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Aukin vöktun er við álverin í Straums- vík, á Grundartanga og í Reyðarfirði. Mengun af arsen og nikkel er nokkur við verksmiðjurnar á Reyðarfirði og á Grund- artanga og veruleg við Straumsvík. Brennisteinsmengun við iðnaðarsvæðin þrjú telst engin eða aðeins vísbendingar um mengun. Svipað og í Austur-Evrópu Svæðið við Straumsvík sem kom verst út úr mælingunni er lítið, að sögn Sig- urðar. Í erindi sínu tók hann sem dæmi að ef borin séu saman hæstu gildin í lönd- unum séu aðeins hærri gildi í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu en í Hafnarfirði, það er í Rúmeníu, Póllandi, Búlgaríu og Slóveníu. Þungmálmar í mosa  Starfsemi á iðnaðarsvæðinu austan við álverið í Straumsvík mengar umhverfið  Hæstu gildi svipuð og í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu Morgunblaðið/ÞÖK Mosi Styrkur málmanna er mældur í mosa víða um land og um alla Evrópu. Sigurður Magn- ússon segist ekki vita hvort meng- un í mosa sé heilsuspillandi. „En ég myndi ekki tína ber þarna,“ bætir hann við. Heilbrigðis- fulltrúi Hafnar- fjarðar- og Kópa- vogssvæðis hefur kynnt sér niðurstöður og segir Sigurður að málið verði tekið upp á þeim vett- vangi. „Ég tel að menn eigi að taka svona nið- urstöður alvarlega og athuga betur hvernig vinnsla málmanna fer fram. Hvort ekki sé hægt að hindra að mengunin berist frá fyrirtækj- unum,“ segir Sigurður. Svæðið með mestu þungmálmamenguninni er lítið. Tildurmosi þar er ræfilslegur og virðist þríf- ast illa, að sögn Sigurðar, og erfitt að finna sýni til að mæla. „Myndi ekki tína ber þarna“ Í ATHUGUN HEILBRIGÐISEFTIRLITS Endurvinnsla Mengunin kemur frá iðnfyrirtækjum austan við álverið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.