Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Ég hélt upp á afmælið um síðustu helgi í góðra vina hópi. Þaðgetur vel verið að ég sletti í form ef einhver skyldi droppainn,“ segir Anna María Björnsdóttir, íþróttakennari á Siglu- firði, sem er fertug í dag. Hún kennir við Grunnskóla Fjallabyggðar en útskrifaðist frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 2008. Eftir að hafa starfað við þjálfun í ýmsum íþróttum, eins og blaki, fótbolta, bad- minton og skíðum, lét Anna María gamlan draum rætast og dreif sig í nám að Laugarvatni, komin vel á fertugsaldurinn. Áður hafði hún menntað sig og unnið sem hárgreiðslukona. „Það er langt síðan ég hætti með stofu en klippi ennþá ættingja og vini.“ Á Laugarvatni kynntist hún eiginmanni sínum, Óskari Þórð- arsyni, sem starfar í dag sem íþróttakennari við Menntaskólann á Tröllaskaga. Þegar hún var á öðru ári í skólanum, 2007, eignuðust þau sitt fyrsta barn, Alex Helga, en í bekk Önnu Maríu var óvenju- mikil frjósemi þann veturinn. Voru þær fimm í bekknum sem eign- uðust börn, þar af ein með tvíbura. „Síðan hafa bæst við tveir dreng- ir hjá okkur, Sebastian Amor árið 2010 og síðan Marínó Örn á þessu ári, orðinn átta mánaða. Bekkjarsystur mínar hafa einnig haldið áfram í barneignum eftir að við kláruðum námið, flestar með tvö eða þrjú börn hver, þannig að þetta var mikill frjósemisbekkur,“ segir Anna María en það stendur einmitt til á næstunni að hittast með allan barnaskarann. bjb@mbl.is Anna María Björnsdóttir 40 ára Fertug Anna María Björnsdóttir með sonum sínum, Alex Helga og Sebastian Amor, þegar hún gekk með þann þriðja, Marínó Örn. Sletti í form ef ein- hver droppar inn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Akranes Heiður Dís fæddist 22. febr- úar kl. 15.30. Hún vó 3.685 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Friðrika Ýr Einarsdóttir og Halldór Ragnar Guðjónsson. Nýir borgarar Reykjavík Eva fæddist 23. nóvember. Hún vó 3.190 g og var 48 cm löng. For- eldrar hennar eru Sigurbjörg (Sirra) Guðnadóttir Arnar Þór Úlfarsson. E lín Margrét fæddist í Reykjavík 17.10. 1953 en ólst upp á Laxa- mýri í Þingeyjarsýslu hjá afa sínum og ömmu, sem þá bjuggu félagsbúi með sonum sínum, Vigfúsi og Birni, og fjölskyldum þeirra. „Það var mjög gestkvæmt á Laxamýri og eins voru alltaf einhver barna- börn afa og ömmu þar yfir sum- armánuðina eins og þá tíðkaðist áð- ur en leikskólar komu til sögunnar. Maður hafði alltaf nóg að gera á fjölmennu sveitaheimili, fyrst við leik og síðan við almenn sveitastörf eins og heyskap og mjaltir. Ég varð t.d. snemma liðtækur fjósa- maður.“ Elín gekk í farskóla í Reykja- hreppi. „Þeim fækkar óðum sem vita hvað farskóli er. Þá var skóla- stofa sett upp í stofum á heimilum Elín M. Hallgrímsdóttir símenntunarstjóri HA – 60 ára Úti í Eyjum Elín og Kjartan á toppi Eldfells úti í Vestmannaeyjum nú í sumar sem leið. Eldhress atorkukona frá frægu óðalssetri Hefðarkonur Dagný Kaldal Leifsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir og Elín Margrét á landsfundi Ladies Circle á Húsavík. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS ÚRVA L - GÆ ÐI - Þ JÓNU STA MIKIÐ ÚRVAL AF VEGGFÓÐRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.