Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013 Skapandi nám ævilangt, ráð- stefna um skapandi áherslur í námi, verður haldin á Mennta- vísindasviði Háskóla Íslands, Stakkahlíð, dagana 17. og 18. október kl. 15-18. Áhuginn á ráð- stefnunni er mikill og hafa á ann- að hundrað þátttakenda skráð sig. Á ráðstefnunni koma saman innlendir og erlendir kennarar og fræðimenn og fjalla um hug- takið sköpun út frá mörgum vinklum. Ráðstefnan er ætluð kennurum úr leikskólum, grunn- skólum, listaskólum, framhalds- skólum og háskólum – og öllum þeim sem hafa trú á að sköpun sé mikilvægur aflvaki í skólakerf- inu, segir í tilkynningu. Hátt í 30 manns frá sex löndum taka þátt með fyrirlestrum, stjórna kapp- ræðum, setja upp leikþátt og sýna undur stærðfræðinnar svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýs- ingar: http://skapandinamaevi- langt.wordpress.com. Ráðstefna um skap- andi áherslur í námi Reykjavík – iðandi af lífi kynnir til sögunnar nýjan fræðsluviðburð, Hádegisfuglinn, sem verður á dag- skrá mánaðarlega í hádeginu fram að jólum. Um er að ræða fugla- skoðun á léttu nótunum í miðborg Reykjavíkur. Fyrsti Hádegisfuglinn verður í dag, fimmtudaginn 17. október, kl. 12:00 á hádegi, fyrir framan Iðnó við Tjörnina. Í tilkynningu segir að skemmti- legt sé að fylgjast með öndunum á þessum árstíma, einkum stokk- öndinni því þá er tilhugalífið í há- mæli. Snorri Sigurðsson fuglafræð- ingur stillir upp sjónauka og verður með létta fræðslu fyrir áhugasama. Gestir eru hvattir til að taka með sér kíkinn. Fuglaskoðun á léttu nótunum í hádeginu Stokkönd Tilhugalífið í hámarki. Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands efna til ráðstefnu um velferð eldri borgara í hátíðarsal aðalbygg- ingar Háskóla Íslands fimmtudag- inn 17. október 2013 kl. 13-16. Til- gangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á hvernig margþætt vís- inda-, kennslu- og nýsköpunarstarf í Háskóla Íslands í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands getur stuðlað að farsælli öldr- un í íslensku samfélagi. Flutt verða sjö erindi og síðan verður samantekt á efninu. Ráð- stefnan er öllum opin og þátttaka er án endurgjalds. Ráðstefna um vel- ferð eldri borgara Langtímaatvinnuleysi hefur meira en þrefaldast sem hlutfall af heildar- atvinnuleysi á Íslandi frá því fyrir hrun. Er það meiri aukning en í nokkru öðru landi innan OECD. Þó hafa hlutfallslega mun færri Íslend- ingar verið lengi án vinnu en at- vinnulausir íbúar annarra landa. Í tölfræði sem Efnahags- og fram- farastofnunin birtir kemur fram að rúmlega þriðjungur atvinnulausra í ríkjum stofnunarinnar hefur verið án vinnu í meira en tólf mánuði, eða liðlega 35%. Það er hærra hlutfall en sést hefur frá því árið 2007, fyrir hrun, þegar langtímaatvinnuleysi mældist 27%. Þegar tölurnar eru skoðaðar nánar sést að fjöldi þeirra sem lengi hafa verið atvinnulausir hefur á þessum tíma tvöfaldast, er nú 17 milljónir en var 8,6 milljónir. Langtímaatvinnuleysi hefur á þessum tíma aukist mest á Íslandi og í Bandaríkjunum af ríkjum OECD. Hér er aukningin 238% og 167% í Bandaríkjunum. Miðað er við hlut- fall langtímaatvinnuleysis af fjölda atvinnulausra. Þrátt fyrir þessa þró- un hafa mun færri Íslendingar verið lengi án vinnu en í flestum ríkjum OECD, eða 18,2%. Ekki eru mörg dæmi um að lang- tímaatvinnuleysi hafi minnkað. Í mörgum ríkjum Evrópu hefur um eða meira en helmingur atvinnu- lausra verið án vinnu í tólf mánuði eða lengur. Mesta langtímaatvinnu- leysi telst vera í Grikklandi, 65%, og í Slóvakíu, 71%. Þreföldun frá því fyrir hrun  Atvinnuleysi til langs tíma hefur aukist mest á Íslandi af ríkjum OECD en er þó enn sem komið er minna en í flestum ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar Verkamenn Þeim fjölgar stöðugt sem lengi hafa verið án vinnu. AFP Langtímaatvinnuleysi » Atvinnuleysi til langs tíma er heldur minna í Finnlandi og Svíþjóð en á Íslandi en meira í Danmörku og Noregi. Enn færri hafa verið lengi án vinnu í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. » Í Bandaríkjunum og á Spáni hafa um 3 milljónir manna ver- ið án vinnu í ár eða meira. Ítalía kemur ekki langt á eftir. Í Frakklandi og Þýskalandi telst vera liðlega ein milljón í þess- um flokki. » Þótt langtímaatvinnuleysi hafi minnkað í Þýskalandi og Tékklandi er það enn um 45%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.