Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Þórður Skenkinn hannaði Emma en prikið er eftir Brynjar Sigurðarson myndlistar- mann og er í miklu eftirlæti hjá Emmu. EMMA AXELSDÓTTIR INNANHÚSSARKITEKT HEFUR KOMIÐ SÉR VEL FYRIR Í FALLEGA INNRÉTTUÐU HÚSI Í SELÁSHVERFI. EMMA SEGIR RÝMISSKYNJUN MIKILVÆGA VIÐ INNTÉTTINGU OG AÐ GÓÐ LÝSING SÉ ALDREI OFMETIN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is GÓÐ LÝSING ER ALDREI OFMETIN Einfaldleiki og falleg, stílhrein hönnun Í fallegu einbýlishúsi við Rauðavatn býr Emma Axelsdóttir innanhússarkitekt ásamt eiginmanni sínum, Davíð Lúðvíkssyni. „Ég aðhyllist frekar einfaldleikann og fallega stílhreina hönnun. Rýmisskynjun er mikilvæg og góð lýsing er aldrei ofmetin. Smáatriðin skipta mig líka miklu máli í lokin til að setja punktinn yfir i-ið, eins og t.d. hurð- arhúnar, blöndunartæki og smáhlutir á bað,“ segir Emma og bætir við að í starfi sínu þurfi hún oft að setja sig inn í mismunandi aðstæður og virða þarfir viðskiptavinarins, sem eru ólíkar með tilliti til ýmissa þátta eins og t.d. fjölskyldustærðar. „Mitt hlutverk er að uppfylla þessar þarfir á sem bestan hátt og gefa eitthvað auka sem mætti kalla stíl, sem er þá mismunandi eftir verkefnum.“ Við innréttingu heimilisins gerir Emma þarfa- greiningu en margt af því sem hjónin eiga hefur hún hannað sjálf og fengið framleitt á Íslandi. „Hvað er það sem þarf, hvernig viljum við nota heimilið okkar, hvað þarf að hafa á mismunandi stöðum svo best fari um alla fjölskyldumeðlimi? Ef ég t.d. finn ekki bókahillur sem uppfylla það að geyma allar okkar bækur í mismunandi stærð- um svo vel fari, þá verð ég að leysa það sjálf.“ Uppáhaldsstaður Emmu á heimilinu er sófinn sem er í miðjurýminu. „Þar get ég setið og lesið við góða lýsingu sem ég dreg niður eða lyfti upp eftir þörfum frá Ingo Maurer.“ Eldhúsið er opið við boðstofu en þar er hurð út á pall með óborganlegu útsýni yfir Rauðavatn. 18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 HÚSGAGNAHÖLLINNI skreytingum í Höllinni íReykjavík! G D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i OP I Ð V i r k a d a g a k l 1 0 – 1 8 o g l a u g a r d a g a 1 1 - 1 6 E I T T S Í M ANÚME R 5 5 8 1 1 0 0 – fyrir lifandi heimili –
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.