Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 49
18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Tveir ungir leikarar, Hera Hilmarsdóttir og Þorvaldur Dav- íð Kristjánsson, fara með hin stóru hlutverkin í Vonarstræti og þykir Þorsteini þau bæði standa sig framúrskarandi vel. Sjálfur leikur hann mest á móti Heru og segir hana frábæra leikkonu. „Hera er dóttir Þóreyjar Sigþórsdóttur, bekkjarsystur minnar úr Leiklistarskóla Íslands, og Hilmars Oddssonar kvikmyndaleikstjóra, þannig að hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Það er engin tilviljun að Hera er að gera garð- inn frægan erlendis. Hún er ótrúlega nákvæm, næm og fag- leg leikkona í öllu sem hún gerir og það er mjög þægilegt að vinna með henni. Hera þjónar alltaf verkinu og er ekki upp- tekin af því hvað fólki muni finnast. Það kemur alltaf lítið frá leikurum sem hafa áhyggjur af því. Við Hera höfum leik- ið saman áður, í Veðramótum eftir Guðnýju Halldórs- dóttur, og þar voru sumar senurnar mjög erfiðar. Ég lék stjúpföður hennar, algjört ógeð sem misnotar stúlkuna. Milli okkar Heru ríkir algjört traust. Þorvaldur Davíð stend- ur sig einnig með stakri prýði. Þetta eru tveir gullmolar í ís- lenskri leiklist.“ Ýmsir gera vel í smærri hlutverkum en að dómi Þor- steins stelur Valur Freyr Einarsson senunni sem erkispað- inn Siggi bankamaður. „Valur neglir sitt hlutverk. Ég held ég hafi hlegið að hverri einustu setningu sem hann lætur út úr sér þegar ég sá myndina fyrst. Ég er sannfærður um að hann hefur átt stóran þátt í því að skapa þennan díalóg sjálf- ur. Frammistaða hans er algjörlega að mínu skapi og Guð býr í smáatriðunum. Valur ætti að sjást miklu oftar á hvíta tjaldinu,“ segir Þorsteinn. Á heildina litið segir Þorsteinn einvalalið koma að gerð myndarinnar. Sem dæmi nefnir hann förðunina, sem Krist- ín Júlla Kristjánsdóttir hafði með höndum en það tók að jafnaði þrjá til fjóra klukkutíma á dag að breyta Þorsteini í Móra. Þá segir hann tónlist Ólafs Arnalds afar vel heppn- aða. „Tónlistin var tilbúin mjög snemma þannig að ég hlustaði töluvert á hana meðan ég var að undirbúa mig. Tónlistin hefur örugglega haft áhrif á leik minn. Þegar skapa á listverk er mikilvægt að nota öll verkfæri sem til eru.“ Hera Hilmarsdóttir í hlutverki Eikar í Vonarstræti. Gullmolar í íslenskri leiklist starfaði á Akureyri fyrir um áratug,“ upp- lýsir Þorsteinn. „Hann var þá með auglýs- ingastofu sem var hér um bil það mest spennandi sem Akureyri hafði upp á að bjóða á þeim tíma. Við töluðum meðal annars um að setja á laggirnar kvikmyndaver fyrir norð- an. Það er hvort eð er ekki nema klukkutími í tunglið og einn og hálfur í Mars. Við kynnt- um þessa hugmynd fyrir bænum, enda myndi hann njóta jaðaráhrifanna, en hún fékk ekki hljómgrunn. Það breytir ekki þeirri skoðun minni að hugmyndin sé góð.“ Það er önnur saga. Næst lágu leiðir þeirra saman þegar Bald- vin gerði sína fyrstu kvikmynd, Óróa, árið 2010 en Þorsteinn fór þar með lítið hlutverk. Klúðri ég þessu er ég búinn! Það var svo vorið 2011 sem Baldvin kynnti hlutverk Móra fyrir Þorsteini. Nokkrum vik- um seinna fékk hann fyrstu drög að handriti. Eftir það varð ekki aftur snúið. Þorsteinn fylltist strax áhuga og eftirvænt- ingu. „Það fyrsta sem ég hugsaði var „nú er tækifæri!“ Móri er mjög afgerandi karakter, bæði líkamlega og andlega. Ég hef ekki leikið þessa týpu áður og satt best að segja hef ég ekki fundið meiri áskorun í nokkru hlutverki á mínum ferli. Þetta er svokallað „þakklátt hlutverk“. Því meiri sem áskorunin er þeim mun meira þarf maður að leggja á sig og ég fann strax fyrir pressunni. Klúðri ég þessu er ég búinn að vera, hugsaði ég með mér.“ Hann brosir. Síðan hófst vinnan. „Ég byrjaði á því að kynna mér svona karaktera, það er skáld og utangarðsmenn í okkar samfélagi. Mig lang- aði að kynnast karakternum, finna fyrir hon- um. Þeir eru víða, þessir menn,“ segir Þor- steinn. Spurður hvort hann hafi beint sjónum sín- um að einhverjum ákveðnum mönnum nefnir Þorsteinn Dag heitinn Sigurðarson, Megas, Loft Gunnarsson og marga fleiri. „Ég kynnt- ist Degi aldrei en man vel eftir honum á Klapparstígnum. Hann var mikil týpa. Það var Loftur líka en ég átti nokkur samtöl við hann,“ segir Þorsteinn en Loftur féll frá meðan á gerð myndarinnar stóð. „Móri er ekki byggður á þessum mönnum sem ég nefni enda þótt eflaust sé eitthvað frá þeim í honum. Það er líka eitthvað frá mér sjálfum. Og ýmsum öðrum.“ Kaldhæðnislegur húmor einkennir oftar en ekki menn sem eru utangarðs og Móri lætur sannarlega ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Eins og þegar ungi bankamaðurinn býður honum í glas á barnum. „Nei, takk,“ svarar Móri. „Ég er á bíl.“ Fylgir forskrift Grikkja Í huga Þorsteins var lykilatriði að gera Móra sympatískan, svo fólk gæti fundið til með honum. „Þessi kvikmynd fylgir að mínum dómi mjög vel forskriftinni sem Grikkir lögðu upp með til forna. Það er að bregða ein- hverju upp fyrir framan áhorfendur þannig að þeir geti breikkað sál sína.“ Hann segir mikilvægt fyrir leikara að standa með sinni persónu og réttlæta gjörðir hennar. Sama á hverju gengur. Án þess þó að fara yfir strikið. Þá sé hætta á að tengslin rofni. „Það má heldur aldrei tala niður til persónunnar. Þetta gæti verið ég – eða þú. Þess vegna nær áhorfandinn að spegla sig í harminum. Það þarf að vera andlegur veru- leiki á bak við verkið. Sjálfur er ég bara verkfæri og leyfi einhverju sem er stærra en ég að streyma í gegn. Leyfi andanum að blása. Það er einkenni á innblásnum verkum og hvers virði er listin ef hún er ekki inn- blásin? Það er langskemmtilegast að frum- skapa og það hafa verið forréttindi að kynn- ast Móra. Ef til vill er þessi mynd sönnun þess að hann sé til?“ Þorsteinn segir áhorfendur gegna algjöru lykilhlutverki þegar kvikmynd er gerð. „Áhorfandinn er alltaf þakklátur fyrir að vera ekki vanmetinn. Ekki mataður með skeið. Áhorfandinn verður að fá tækifæri til að skynja sjálfur.“ Talandi um áhorfendur. Á kommóðu í stof- unni er ljósmynd af eldri manni og það er eins og hann fylgist með spjalli okkar. „Þetta er faðir minn,“ upplýsir Þorsteinn. „Hann dó áður en tökur hófust á Vonarstræti og var mjög sterkur í minni vitund meðan á gerð myndarinnar stóð – og er enn. Pabbi var mikill höfðingi. Á dánarbeðinum hét ég hon- um að næsta mynd yrði fyrir hann. Pabbi, gjörðu svo vel!“ Leikstjóri með náðargáfu Þorsteinn ber Baldvini leikstjóra afar vel söguna. Hann sé mjög þægilegur í samstarfi. „Baldvin er einstaklega næmur leikstjóri. Ég myndi segja að hann hefði náðargáfu. Hann dregur fram það besta í leikurum, ekki bara mér heldur öllum, og Vonarstræti er mikil leikstjóramynd. Baldvin er svo fallegur með það að hann hefur brennandi áhuga á fólki. Hann vill heyra sögur allra. Ekki bara þeirra sem hann þekkir. Einu sinni stóðum við sam- an og horfðum á bláókunnugan mann handan við götuna. Þá sagði Baldvin: „Mikið langar mig að heyra sögu þessa manns!“ Það er þetta sem drífur hann áfram.“ Að sögn Þorsteins er Baldvin hvergi feim- inn við að hlusta á samstarfsfólk sitt og rök- ræða við það. „Það fyrsta sem hann sagði við mig var: „Ég er við símann allan sólarhring- inn!“ Hann treystir sínum leikurum og hvatti mig beinlínis til að leggja til málanna. Það er mjög uppörvandi fyrir leikara. Ég henti fram ýmsum hugmyndum og hafði áhrif á hand- ritið, svo sem varðandi efnistök.“ Margt gerðist líka á tökuferlinu. „Ég er þannig leikari að ég hætti aldrei fyrr en mér er sagt að hætta. Þannig komu heilu sen- urnar í Vonarstræti. Það var heilmikið um hreinan spuna og ansi margar setningar urðu til á staðnum. Það vil ég ekki eigna neinum nema Móra. Þegar hann fer á flug hefur hann sína leið til að orða hlutina. Býr að al- veg sérstöku tungumáli. Stundum kom það mér alveg jafn mikið á óvart og öðrum hvað kom upp úr mér.“ Handanlægir hlutir Hann segir verkefnið frá handriti að frum- sýningu vera að skapa trúverðugan lífrænan leik. Að vera sannur í skálduðum aðstæðum. „Það er ekki alltaf auðvelt að breyta bleki í raunverulegt líf. Handrit er aðeins uppskrift að máltíð og þó að maður noti það að sjálf- sögðu styðst maður með reynslunni alltaf meira og meira við innsæið, skynjunina og ímyndunaraflið. Jafnvel handanlæga hluti.“ Spurður hvað hann eigi við með því síðast- nefnda kveðst Þorsteinn hafa búið til tvo drauga sem fylgdu honum gegnum tökurnar. „Ef ég er að glíma við drauga verð ég að trúa því sjálfur. Annars trúir því enginn. Trúi ég því ekki að hjarta mitt sökkvi í kvörn, hver trúir því þá?“ segir Þorsteinn og vísar þar í ljóðmæli Móra í myndinni. Ímyndun leikarans skiptir sköpum. „Ég verð að geta ímyndað mér að ég sé í fiska- búri – með vatn allt í kringum mig. Ég verð líka að geta ímyndað mér að ég sé á brot- hættum ís og geti sokkið þá og þegar niður í hyldýpið. Og þar býr margt. Ég var með ákveðnar myndir í höfðinu varðandi það og vann mikið með frumefnið vatn. Svo sem flæði, að vera á floti, berast með straumnum og svo framvegis. Þegar ég er sem dekkstur í myndinni ímynda ég mér að ég sé fullur af olíu.“ Feluleikurinn var líka miðlægur. „Hvað er ég að fela? spurði ég mig. Gömul sár? Búin voru til á mig sár á hverjum einasta degi en oftast greiddi ég yfir þau. Til að fela. Smíð- aðar voru í mig tennur. Samt sýni ég þær ekki mikið. Þessir menn skammast sín og drúpa gjarnan höfði og horfa ekki til himins. Einu sinni bað útigangsmaður mig um pening og ég sagðist myndu gefa honum 300 kall ef hann horfði til himins. Hann gat það ekki.“ Þú getur reiknað tímakaupið Þrjú ár eru liðin frá því Þorsteinn hleypti skáldinu Móra inn í sitt líf. Byrjaði að kynn- ast honum og þróa. „Þú getur þá reiknað út tímakaupið,“ segir hann og hlær. „Ég valdi mér ekki auðveldasta starf í heimi. Ég er metnaðarfullur, samviskusamur og smámuna- samur og á því auðvelt með að fá persónur eins og Móra á heilann. Eftir forsýninguna um daginn upplifði ég algjört spennufall. Var tómur í marga daga á eftir. Maður þekkir þetta auðvitað úr leikhúsinu en það er öðru- vísi, maður þarf ekki bara að standa á sviðinu á frumsýningunni sjálfri heldur í vikur eða mánuði eftir það. Þegar kvikmynd er frum- sýnd þarf maður bara að fara í sparifötin og mæta á svæðið.“ Langur tími fer gjarnan í eftirvinnsluna þegar tökum á kvikmynd er lokið og Þor- steinn segir ekki alltaf auðvelt að halda í sér, það er tala ekki um myndina við nokkurn mann, ekki síst þegar svona mikið er í húfi. „Ferlinu er ekki lokið fyrr en myndin, gald- urinn, er opinberaður og auðvitað getur biðin tekið á taugarnar. Hvernig kemur þetta út? Hvernig verður þessu tekið? Þetta er stóra hlutverkið mitt. Hlutverk sem mig hefur dreymt um frá því ég var barn eða ungling- ur. Auðvitað skipta viðtökur máli.“ Með tárvota nagla í fanginu Og þær lofa strax góðu. Þorsteinn segir við- tökur hafa verið ótrúlegar á viðhafnarforsýn- ingunni. Allskonar fólk hafi hrunið í fangið á honum, alþingismenn, athafnamenn, lista- menn og raunar fólk úr öllum stéttum. „Ég var þarna með hörðustu nagla tárvota í fang- inu. Myndin hafði haft svona djúpstæð áhrif á þá. Margir sáu sig í Móra, aðrir harm sinn. Þetta voru gríðarlega sterk viðbrögð.“ Hann segir viðbrögðin alltaf bestu laun leikarans. „Mér skilst að það kosti jafnmikið að þjálfa leikara og þyrluflugmann á Íslandi, þannig að það er eins gott að maður skili ein- hverju aftur til samfélagsins. Einmitt þess vegna þykir mér ofboðslega vænt um við- brögð af þessu tagi. Þá finnst mér tilgang- inum náð.“ Þegar Þorsteinn lét af störfum sem leik- hússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir níu árum ákvað hann að einbeita sér framvegis að kvikmyndum. „Ég byrjaði sem „hlaupari“ hjá Árna vini mínum Óla þegar hann var að gera Blóðbönd og hef unnið mikið fyrir aftan myndavélina sem hefur hjálpað mér mikið. Þetta er mikið sama fólkið í þessum bransa og er orðið eins og manns önnur fjölskylda.“ Óhætt er að spá því að Vonarstræti verði vatnaskil á ferli Þorsteins í kvikmyndum en á þessu stigi getur hann ekki upplýst um næstu skref. „Ég veit ekki hvað verður. Það er ekkert fast í hendi. Ég mun halda áfram að fara í prufur og skoða hlutverk og er op- inn fyrir öllu. Framhaldið er spennandi og ógnvænlegt í senn. En þannig er óvissan í þessu fagi, þoli maður hana ekki finnur mað- ur sér bara eitthvað annað að gera.“ Þorsteinn í gervi Móra í myndinni. Rjóður og loðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.