Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.05.2014, Blaðsíða 39
Tæknirisinn Samsung ætlar að fara í samkeppni við Google um snjallgleraugnamarkaðinn. Sam- sung mun sýna ný snjallgleraugu á IFA tækni- sýningunni í Berlín sem haldin verður í byrjun september. Heyrnartól fylgja Fyrstu teikningar af gleraugunum láku út í vik- unni og minna þau óneitanlega á Google gler- augun nema þau munu verða búin heyrnartóli til að geta hlustað á tónlist og tekið á móti sím- tölum Samsung Gear gleraugun munu keyra á nýja Tizen stýrikerfinu sem hinn klæðanlegi Gear búnaður þeirra er nú þegar keyrður á. Telja tæknibloggarar að Samsung símarnir muni keyra á þessu kerfi í framtíðinni. Samkvæmt fyrstu fréttum munu gleraugun aðeins virka með Samsung vörum en það tak- markar töluvert útbreiðslu þeirra. HÖNNUN OG UPPFINNINGAR Teikning af væntan- legum Samsung Gear gleraugum. Samsung líka með gleraugu Google gleraugun njóta nú þegar vinsælda. 18.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 *Einn daginn mun Gillette kynna rakvél meðörflögu sem getur farið fram í tímann ograkað skegg sem hefur ekki enn vaxið. Dave Barry Pulitzerhafi og grínisti. Tæknirisinn Sony setti D-50 línuna af ferðageisla- spilurum á markað 1984. Eftir vinsældir vasa- diskósins, sem Sony gerði einnig og var kallað Walkman, festist nafnið Discman fljótlega við lín- una. Geisladiskar voru að ryðja sér til rúms meðal almennings á þessum tíma enda hljóðið töluvert betra og hreinna en af kasettum og vínylplötum. Það var þó alltaf galli að það mátti varla hreyfa við ferðageislaspilurunum á þessum árum, þá hökti spilarinn og lagið stoppaði. Sony leysti þann vanda með því að kynna til leiks hristivörn á Discman línunni sinni. Á síðari stigum framleiðslunar kynnti Sony einnig til leiks Mega Bass og AVLS vörn en með henni var ekki hægt að sprengja hljóðhimnurnar með því að hækka endalaust. Í markaðssetningu Sony fyrir línuna var sagt að það væri hægt að fara út að hlaupa og hlusta um leið á uppáhaldstónlistina sína. Hristivörnin átti að vera það góð. Hvort margir nýttu sér það er annað mál enda spilarinn rétt rúmlega 600 grömm. Þess má geta að iPod Shuffle, sem margir nota við útihlaup eða í ræktinni, er rúmlega 20 grömm. GAMLA GRÆJAN Sony Discman geislaspilari Sony Discman ferðageislaspilarinn hjálpaði geisladisknum að ná útbreiðslu um allan heim með hristivörn. Yahoo leitar- og afþreyingarvefurinn var upphaflega hugarsmíð þeirra Jerry Yang og David Filo. Þeir byrjuðu að vinna að vefnum þegar þeir voru að út- skrifast sem rafmagnsverkfræðingar frá Stanford háskóla í Bandaríkjunum árið 1994. Þeir félagar vildu búa til síðu sem fólk gæti kallað heimili sitt á netinu. Þeir áttu að vera að skrifa rit- gerðina sína en fóru að fikta við internetið sem þá var að mestu ókannað fyrirbæri. Í fyrstu kölluðu þeir fyrirtækið í kringum vefsíðuna sína Jerry and David’s Guide to the World Wide Web og var hún vistuð undir léninu http://akebono.stanford.edu/ en þeir félagar breyttu nafninu fljótlega í Yahoo! með upphrópunarmerki. Vefsíðan yahoo.com fór í loftið 18. janúar 1995. Þá var akebono.stanford.edu/ nú þegar búinn að fá eina milljón heimsókna. Upp- hrópunarmerkið var vegna þess að Yahoo vöru- merkið var og er skráð á grillsósu-, hnífa- og ka- nóaframleiðendurna EBSCO Industries. Upphrópunarmerkinu er þó yfirleitt sleppt þegar talað er um Yahoo-veldið. Marissa Mayer stýrir Yahoo-veldinu í dag en hún var skipuð forstjóri 2012, þá 36 ára gömul. Sam- kvæmt Fortune tímaritinu er hún áttunda valda- mesta kona heims í viðskiptaheiminum. TÖFF TÆKNISTAÐREYND Upphrópunarmerkið og Yahoo Jerry Yang, Madeleine Albright og David Filo skoða hér hugfangin Yahoo-vefinn árið 1999. Smáralind | Sími 512 1330 Opið Sunnudaga 13-18 Thunder tilboð Thundertilboð 27” Thunderbolt skjár ásamtMacmini, USB lyklaborði og Macallymús Tilboð:249.990.- Fullt verð: 318.960.- iPad festing íbílinn Einföld en traust festing fyrir iPad í bílinn. Fyrir iPad Air Verð: 10.990.- iPhone festingáhjól Frábær lausn fyrir hjólreiðafólkið. Fyrir iPhone 5, 5s og 5c Verð: 6.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.