Málfríður - 15.10.2014, Page 9

Málfríður - 15.10.2014, Page 9
Dagana 21.–24. maí 2014 sátu undirritaðar vinnu- stofu á vegum LACS verkefnisins í Graz, Sigurborg sem fulltrúi stjórnar verkefnisins og formaður NBR – Nordic Baltic Region, norræna svæðissambandsins innan FIPLV og Brynhildur Anna sem formaður STÍL. Vinnustofuna sátu formenn eða fulltrúar landssam- taka tungumálakennara. Okkur er það ljúft og skylt að kynna LACS verkefnið fyrir félögum í STÍL til þess að sem flestir geti nýtt sér það fjölbreytta efni og tengsl sem í boði eru fyrir tilstilli Alþjóðasamtaka tungumála- kennara, norrænu samtakanna og Nýmálasetursins í Graz. Hvað er LACS? LACS, sem nú er á öðru af tveimur fjögurra ára tíma- bilum, er ætlað að vekja athygli á þeim fjölmörgu verkefnum sem Nýmálasetrið í Graz hefur sett á lagg- irnar og í boði eru á hverjum tíma og hvetja fagfólk til að taka þau upp og aðlaga eigin vinnuumhverfi til að auðga og bæta nám og kennslu tungumála, hvert í sínu landi. Tilgangur — Markmið Meginmarkmið LACS er að stuðla að virkari sam- vinnu milli alþjóðlegu kennarasamtakanna (FIPLV) og Nýmálasetursins (ECML) til að fagfólk í tungumála- kennslu eflist í starfi með betra aðgengi að hagnýtri kennslufræði og aðferðum við kennslu og nám tungu- mála, auk leiða við stefnumótun í kennslu tungumála og gerð námskrársniða sem hæfa 21. öldinni. Allt starf Nýmálasetursins byggir á rannsóknum fræðimanna og reynslu fagfólks sem tekið hefur þátt í samstarfi og vinnustofum um hin ýmsu verkefni. Samstarf FIPLV við Nýmálasetrið FIPLV eru einu alþjóðasamtök tungumálakennara. Tengsl samtakanna við þúsundir fagfólks, stjórnendur og stefnumótendur gera það að verkum að FIPLV er í kjöraðstöðu til að styðja við starfsemi Nýmálasetursins, bæði við útbreiðslu verkefna og ekki síður við að greina útbreiðsluna, með aðgengi að stoðkerfum og starfsháttum í hundruðum aðildarfélaga, sem beint eða óbeint eru tengd FIPLV. Þannig geta FIPLV og aðildarfélögin byggt ofan á það sem til er, þar með talið útbreiðsluaðferðir Nýmálasetursins og stuðla þar með að sjálfbærni verkefna sem til eru. Verkefnisteymi LACS Fulltrúar úr stjórn og aðildarfélögum FIPLV skipa verkefnisteymið (project coordination team). Lögð er áhersla á að virkja aðildarfélög FIPLV til þátttöku með því að þau leggi til upplýsingar af ýmsu tagi og til- lögur varðandi verkefni Nýmálasetursins og reynslu af kynningu/notkun þeirra. MÁLFRÍÐUR 9 Til útskýringar • Evrópuráðið, The Council of Europe: Stofnað 1949. Starfsáherslur eru lýðræði, mannréttindi og réttarríkið (http://www.european-council. europa.eu/home-page.aspx?lang=en). • ECML, European Centre for Modern Languages: Nýmálasetrið í Graz (http://www. ecml.at/). Nýmálasetrið er ein af stofnunum Evrópuráðsins. Ísland er aðili að Evrópuráðinu. • LACS, Language associations and collabora- tive support: Samvinna og stuðningur samtaka tungumálakennara (http://lacs.ecml.at/). • FIPLV, Fédération internationale des profess- eurs de langues vivantes: Alþjóðasamtök tungumálakennara (www.fiplv.com ). STÍL og alþjóðasamstarfið Brynhildur A. Ragnarsdóttir, formaður STÍL og Sigurborg Jónsdóttir, þýsku- og enskukennari við Borgarholtsskóla.

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.