Málfríður - 15.10.2014, Qupperneq 15

Málfríður - 15.10.2014, Qupperneq 15
tekið sér mikinn tíma til umhugsunar og greiningar á frammistöðu á meðan á prófi stendur. Verkefnum sem hóparnir skiluðu inn var svo safnað saman, og má nálgast dæmi um afrakstur námskeiðsins á heimasíðu STÍL undir flipanum Námskeið > Sumarnámskeið STÍL 2014 > Munnleg próf: http://stil-is.weebly.com/ munnleg-proacutef.html Hvað skilur þetta námskeið eftir? Án efa hafa tungumálakennararnir sem tóku þátt í námskeiðinu dýpkað þekkingu sína og innsýn inn í uppbyggingu, inntak, framkvæmd og mat á munnleg- um prófum sem byggja á Evrópska tungumálaramm- anum. Það sköpuðust líflegar umræður um inntak og þemu sem þóttu viðeigandi í prófum fyrir íslensk ung- menni sem og hvernig gott er að skipuleggja munn- leg próf með tilliti til aðstæðna í íslenskum skólum. Þátttakendum á námskeiðinu fannst einnig afar gagn- legt að fá innsýn inn í ólík próf, s.s. Cambridge ensku- prófið og DELF prófsins í frönsku, og að vinna þvert á tungumál til að kynnast betur innbyrðis og fá aðra og nýja sýn á framkvæmd prófa. Fyrst og fremst tel ég þó að ávinningur þessa námskeiðs sé að margir þátt- takendur töldu sig geta gert enn betur þegar kemur að þjálfun munnlegrar færni. Þetta námskeið var því hvatning til að auka þátt munnlegrar færni í daglegu starfi, skipuleggja fleiri verkefni sem byggja á færni- þrepum Evrópurammans og undirbúa kerfisbundnar æfingar fyrir tungumálanemendur í íslenskum skólum. próf, og með þeim dæmum fylgdu athugasemdir próf- dómara. Það var afar gagnlegt að lesa yfir ýtarlega greiningu dómara á munnlegri færni nemenda og svo heildarniðurstöðurnar sem voru í fimm þáttum: mál- fræði og orðaforði, lipurð í tjáningu, framburður, sam- skipti og almennar niðurstöður. Eftir að hafa fylgst með nemendum og lesið yfir skýrslu prófdómara sköpuðust líflegar umræður um framgang prófanna, getu nemenda og myndræn gögn í prófi svo eitthvað sé nefnt. Matsviðmið – samanburður á milli prófa Á seinni degi námskeiðsins leiddi Sylvie okkur í gegn- um gerð munnlegra prófa, hvað hafa þyrfti í huga við hönnun og útfærslu þeirra og gerð matsviðmiða eða -ramma. Við skoðuðum síðan ólík próf og mismunandi matsblöð og í hópum var okkur gert að hanna okkar eigin verkefni fyrir munnlegt próf ásamt matsblaði. Að lokum kynnti hver hópur sitt verkefni og matsblað og voru verkefni og útfærslur mjög fjölbreytilegar. Um hvert verkefni sköpuðust svo umræður; passar verk- efnið fyrir okkar nemendahóp, er tímalengd í lagi, er verkefnið hæfilega erfitt, eru fyrirmælin nógu skýr, og síðast en ekki síst, er matsblaðið hæfilega einfalt? Þátttakendum á námskeiðinu fannst mikilvægt að koma því að að matsblöðin þyrftu að vera hæfilega einföld, sér í lagi þar sem í okkar tilfelli er yfirleitt ekki um tvo prófdómara að ræða. Þar af leiðandi getur sá sem framkvæmir prófið og metur nemandann ekki MÁLFRÍÐUR 15 Kátir enskukennarar.

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.