Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 3
MÁLFRÍÐUR 3 Það er yfirlýst stefna Evrópuráðsins að allir íbúar álfunnar læri a.m.k. tvö tungumál. Í ljósi umræðunn- ar um skerðingu í kennslu erlendra mála á fram- halds skólastigi er athyglisvert að sjá niðurstöður rann sóknar Elísabetar Siemsen um viðhorf fram- halds skólanema til tungumálanáms. Þá má einnig benda á grein Björns Þorsteinssonar sem telur að tungu mál séu lykill að háskólanámi. Tvíþætt nám, hvað er það? Því svara Brynhildur A. Ragnarsdóttir og Auður Torfadóttir. Nýjar leiðir til þess að virkja nemendur í kennslustofunni eru alltaf vel þegnar. Mario Rinvolucri var gestur ensku- kennarafélagsins í sumar en hugmyndir hans ættu að nýtast öllum tungumálakennurum. Ýmsir kenn- ar ar fór á námskeið utan landssteinanna og segir Val gerður Bragadóttir frá námskeiði er hún sótti í Þýska landi. Sigurður Ingólfsson skrifaði doktorsritgerð um franska skáldið Yves Bonnefoy og fá lesendur innsýn í líf og ljóðlist hans. Breyting hefur orðið á ritstjórn Tímaritsins Mál- fríðar. Jóhanna Björk Guðjónsdóttir fulltrúi frönsku- kennara flutti til Kanada og þökkum við henni vel unnin störf og óskum við henni velfarnaðar. Sæti hennar tók Sigurður Ingólfsson kennari við Mennta- skólann á Egilsstöðum. Efnisyfirlit Rit stjórn arrabb . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Orðin eins og himinninn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Tvíþætt nám (CLIL) „Content and Language Integrated Learning“ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Táknmál – tungumál heyrnardaufra endurbirtar myndir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Motivation isländischer SchülerInnen zum Erlernen der dritten Fremdsprache Deutsch. . 11 Af endurmenntunarnámskeiði þýskukennara í Lübeck sumarið 2005 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Frá Félagi þýskukennara . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Nýjar áherslur í tungumálakennslu framhaldsskóla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Tungumál: Lykill að háskólanámi . . . . . . . . . . . . 18 Námsmat í ensku fyrir byrjendur í 5. bekk grunnskóla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 eTwinning leið til að efla tungumálanám . . . . . . 23 Lífið eftir Mario . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26 Málfríður tímarit Samtaka tungumálakennara, 2. tbl. 2005 Útgefandi: Samtök tungumálakennara á Íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Bryndís Helgadóttir Halla Thorlacius Sigurður Ingólfsson Prófarkalestur: Eygló Eiðsdóttir Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Umbrot, prentun og bókband: Gutenberg Póstfang Málfríðar: Pósthólf 1110 128 Reykjavík Eftirtalin félög tungumálakennara eiga fulltrúa í ritstjórn Málfríðar haustið 2005: Félag dönskukennara: Bryndís Helgadóttir Iðnskólanum í Hafnarfirði heimasími: 557 4343 netfang: bryndis.helgadottir@idnskolinn.is Félag enskukennara: Halla Torlacius Garðaskóla heimasími: 552 4509 netfang: halla@gardaskoli.is Félag frönskukennara: Dr. Sigurður Ingólfsson Menntaskólanum Egilsstöðum heimasími: 471 2110 netfang: si@me.is Félag þýskukennara: Ásmundur Guðmundsson Menntaskólanum í Reykjavík heimasími: 568 1267 netfang: asmgud@mr.is Ritstjórnarrabb Forsíðumynd: Sólfar. Myndina tók Gestur Guðmundsson

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.